Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Mánudagur

* 26 dagar til jóla *

Fyrsti í aðventu var í gær og honum var fagnað með Aðventuboði hjá ömmu, þar sem hún bauð uppá ekta súkkulaði með rjóma og allskonar kræsingar. Ohh það er svo gaman í þessu aðventuboði... maður kemst í svo mikið jólaskap. Ég er ein af þeim sem segja að jólin mega alveg koma í nóvember. Kannski ekki beint jólalögin, en jólaljósin mega sko alveg koma fyrr. Aðeins að birta upp skammdegið.

Stabæk strákarnir fóru í gær eftir æðislega ferð. Veigar sagði að þeir séu gjörsamlega ástfangnir af Íslandi og margir sem ætla að koma aftur í Desember!
Maturinn, stelpurnar, landslagið, Bláa Lónið, úti sundlaugarnar, húsin og fólkið... SNILLD
Æj það er svo gaman að heyra útlendinga tala svona um landið sitt (",)
En vel heppnuð ferð í alla staði og það kæmi mér sko ekki á óvart ef að það verður farið aftur til Íslands á næsta ári.

Ennn annars er allt gott að frétta, við bíðum bara spennt eftir... you know who ;)
Vignir kemur næsta laugardag og ég var búin að lofa að halda þessu inní mér þangað til hann kemur * hóst*
Mamma er í Köben og ég var líka búin að lofa henni að koma ekki með það þegar hún væri úti, hún kemur í kvöld þannig að ég stend við það.
Ætli ég eigi ekki eftir að ganga með þetta tvær vikur framyfir!!! Þá verður Vignir farinn og missir af öllu... Það er bara sett pressa á mann... hehe

* Over&Out *

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Stabæk-strákarnir komnir til Íslands!!!

"Stabæk"

Eftir frábært tímabil hjá Stabæk ákváðu Stabæk strákarnir að skella sér til Íslands og halda almennilega uppá það!!! Fyrst voru þeir reyndar að spá í að fara til Koben eða Stockholms, en með miklu suði og tuði frá Veigari gáfust þeir upp og ferðinn var haldið til Íslands, nánar til tekið Reykjavík, skemmtunarmiðstöð alheimsins ;)

Klukkan 15:45 í dag, lentu þeir alls 22 hressir og skemmtilegir strákar... Ferðinni var haldið beint í Bláa Lónið og ég var að enda við að skella á Veigar og hann sagði að þeir voru ekkert smá heillaðir af því og finnst þetta bara geðveikt... og þeir eru sko ekki ennþá komnir til Reykjavíkur :) En núna á næstum dögum ætla þeir að gera margt skemmtilegt en það sem verður gert mest af er að drekka bjór og SKEMMTA sér!!!

Mig langar svo að vera með þeim... ég er alveg að deyja :) En Fröken Doktor sagði mér nú að slappa vel af :( Ég lofaði líka Veigari að slappa af svo að ég fari nú ekki að eiga og hann að skemmta sér niðrí bæ :) Hann vill líka helst ekki missa af öllu fjörinu með Stabæk guttunum, sem ég skil mjög vel!

And you, single laddys out there... Ferskt NORSKT kjöt í bænum um helgina... hehehe

Kv, Íris

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Babby-Blogg

Já ég er sko loksins búin að opna litla baby-bloggsíðu fyrir litla baby-ið okkar :)
Slóðin er : http://barnaland.mbl.is/barn/40513
Ég er reyndar ný búin að gera hana, þannig að það er ekkert voða mikið inná henni ;)
En það eiga eftir að koma sónar- og bumbumyndir og svo auðvitað fullt af myndum af baby-inu þegar það er komið ;)
Ég ætla síðan að vera voða dugleg að skrifa í vefdagbókina og svo er það nátturulega bara MUSTÞIÐ skrifið í gestabókina (",)

Kv,
Íris

mánudagur, nóvember 21, 2005

Mánudagur

* Hæ hæ...

* Héðan er allt gott að frétta...
* Búin að fá kallinn heim...
* Rosa mikið stuð í Idol partýinu á föstudaginn...
* Yndisleg sumarbústaðarferð á laugardaginn...
* Farið 3-svar í pottinn og spilað póker...
* Sem endaði þannig að Veigar tapaði...
* Og þurfti að fara vel málaður og með þrjú tígó í Bónusvideo...
* Helgin endaði síðan í góðum mat hjá mömmu og pabba og videogláp um kvöldið...
* Vöknuðum síðan eldhress í morgun og fórum í skoðun...
* En blóðþrýstingurinn er ennþá 120/90, þannig að ég held áfram að taka því rólega...
* En það er allt í lagi því ég er búin að fá kallinn þannig að baby-ið má sko alveg koma núna ;)
* Heyrumst seinna...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Miðvikudagur

Míns er svo ánægð... ég fæ kallinn á morgun klukkan hálf fjögur *stórt bros*
Hann fær sko nóg af knúsi frá mér og bumbunni!!!
En það er þó einn dagur eftir og ég er að spá í að hafa alveg nóg að gera þannig að hann líði voða hratt.
Ljósan sagði mér reyndar að taka því rólega, þannig að ég er að spá í að fara og kaupa umslögin fyrir jólakortin og reyna að klára þau. Ég er sko súper tímaleg í jólakortunum þessi jól, sem er bara fínt því ég má örugglega ekkert vera að því þegar baby-ið kemur! Ég á meira að segja bara eftir að versla nokkrar jólagjafir (",) Þetta verða vonandi drauma jól... EKKERT STRESSS!!!

En ég fór í gær til Gunnu tengdó og lét lita og klippa á mér hárið... ég er ekkert smá ánægð með það, en vil helst ekkert segja því að þetta á að koma svona surprise fyrir Veigar ;)
Í gærkvöldi fór ég að heimsækja litla frænda minn sem var svo góður allan tímann. Hann er rétt 7 vikna krúsídúlla með svo mikið hár.

Annars er allt gott að frétta af bumbukrílinu og mér... Blóðþrýstingurinn er ennþá 120/90, þannig að ég held áfram að taka því rólega. En þótt að ég eigi að taka því rólega þá er baby-ið sko ekkert að taka því rólega og ég er ekki frá því að það er búið að brjóta einhverja pípu fyrir neðan brjóstið því mér er svo illt þar og á kvöldin þegar mestu lætin eru þá emja ég úr sársauka :(
En sem betur fer þá eru aðeins 2 vikur og 4 dagar... eða 18 dagar í 4 desember = settan dag ;)


Ciao Bello

mánudagur, nóvember 14, 2005

Að vera kona...

Oft á kvöldin áður en ég fer að sofa les ég Nýtt Líf, sem mamma er búin að geyma fyrir mig og það er alveg ótrúlegt hvað það er mikið af auglýsingum og ráðum til að gera konuna betri og fallegri!!
Ilmvatn, meik, púður, gloss, maskari og so on... og síðan mynd af gullfallegum konum sem auglýsir þetta og maður hugsar: ÉG verð að eignast svona!!!
Eina púðurdós og eitt andlitskrem hef ég keypt, 3 maskara sem og einn eyeliner. Ég á síðan 8 liti af augnskuggum og einn kinnalit. Ég verð þó að viðurkenna að ég er varalita og glossasjúk og á nokkra þannig :) Svona lítil er mín snyrtitaska og hefur verið síðan FOREVER!!!
Er ekki tími til komin að maður splæsi á sig andlitsbaði (einu sinni) og nýju snyrtidóti, láta einhvern kenna mér að mála mig og hætt að kaupa þessi 1000 krónu dagkrem þar sem maður er nú að ELDAST???
Að vera kona getur verið erfitt og dýrt...

Íris

föstudagur, nóvember 11, 2005

I´m sooo happy!!!

Aloha people...

Var að fá þessa góða frétt um daginn... Veixi hringir í mig og segist vera að koma heim á fimmtudaginn :) Mér til mikillar gleði... átti ekki von á honum fyrr en 24 nóv, en ég fæ hann viku fyrr... og það eru aðeins 5 dagar þangað til (",)

* og mér hlakkar svo til *
Það er annars allt gott að frétta af mér og bumbukrílinu... Ég hitti fæðingarlæknirinn á mánudaginn og hún sagði að baby-ið væri byrjað að skorða sig :) Blóðþrýstingurinn mældist samt frekar hár þannig að núna fer ég annan hvern dag í skoðun. Hann má ekki hækka meira,
þannig að það er fínt að fara að fá Veigar heim, ef ég yrði nú sett af stað. En ég er búin að vera voða róleg og búin að slappa vel af! Fór meira að segja um daginn og keypti á prjónana og byrjuð að prjóna trefil... byrja á einhverju auðveldu ;)
Bæjó

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Kítli-kítl...

Ha ha... Fjóla kítlaði mig (",)
Ohh... þetta verður erfitt, maður þarf virkilega að hugsa við þetta!!!

7 Hlutir sem ég væri til í að gera áður en ég dey:

1. Læra meira
2. Fara í góða heimsreisu...
3. Látta gott af mér leiða... þar sem þörfin er mikil
4. Gifta mig ;)
5. Eignast stóra fjölskyldu
6. Fá drauma jobbið
7. Og vera rosa góð mamma, amma og vonandi langamma (",)

7 Hlutir sem ég get:

1. Verið góð við aðra
2. Hlustað þegar þess er þörf
3. Talað
4. Verið rosalega ákveðin, sumir vilja kalla það þrjósku (",)
5. Hlegið af sjálfri mér ;)
6. Snert nefið með tungunni (",)
7. Verið rosalega góð við sjálfa mig og réttlætt ótrúlegustu hluti...

7 Hlutir sem ég get ekki:

1. Hætt að hugsa um hvað mér langar mikið til útlanda með Veigari...
2. Hætt að drekka gos
3. Horft á slagsmál... verð ekkert smá reið!!!
4. Teiknað
5. Verið á snjóbretti... er algjör klaufi (",)
6. Sært viljandi
7. Pissað standandi

7 Hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1. Húmor
2. Sjálfsöryggi
3. Skemmtilegur
4. Einlægni
5. Bros
6. Stinnur og flottur líkami (Veigar) (",)
7. Góður fatasmekkur

7 Frægir sem heilla:

1. Johnny Deep
2. Julian McMahon ( Nip/Tuck)
3. Matthew McConaughey
4. Brad Pitt
5. Josh Holloway (Lost)
6. Mark Warren (Hustle)
7. Daniel Craig (nýji Bondinn)

7 Orð/setningar sem ég nota mikið:

1. æji aftur... borið hratt fram "naftur" (",)
2. svonna
3. neiiii
4. okey
5. ertu ekki að djóka...
6. ha!!!
7. í alvöru

7 Hlutir sem ég sé núna:

1. Tölvuna
2. Heyrnatól
3. Tómt vatnsglas
4. Webcameru
5. Hárklemmu
6. Penna
7. Blöð

Ég ætla að kítla : Ellen, Ingibjörgu og Silju (",)
Sorry stelpur en svona er leikurinn!!!

Kv, Íris

mánudagur, nóvember 07, 2005

Klukk...

Enn eitt klukkið... og núna var ég klukkuð af Fjólu ... best að klára þetta af og vonandi að þetta sé það seinasta ;)

Núverandi tími: 12:08

Núverandi föt: Buxur, bolur og flíspeysa.

Núverandi skap: Mjög gott!!!

Núverandi hár: Brúnt og frekar sítt.

Núverandi pirringur: Kláði á löppinni:(

Núverandi lykt: Mont Blanc.

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: Ekkert ;)

Núverandi skartgripur: Hálsmen og armband.

Núverandi áhyggjur: Engar... held ég!!!

Núverandi löngun: Ný föt!!!

Núverandi ósk: Að fá kallinn fyrr heim ;)

Núverandi farði: Enginn.

Núverandi eftirsjá: Sé ekki eftir neinu!!!

Núverandi vonbrigði: ???

Núverandi skemmtun: Afmæli í gær.

Núverandi ást: Auðvitað, bumbubúinn minn ;)

Núverandi staður: Tölvuherbergið.

Núverandi bók: Sudoku bók # 2 (nördið ég)

Núverandi biómynd: Engin, það er ekkert smá langt síðan ég horfði á eina solleiðis.

Núverandi íþrótt: Sund

Núverandi tónlist: Tónlistin á Létt 96,7

Núverandi lag á heilanum: My Humps með Black Eyed Pease.

Núverandi blótsyrðir: Uhhummm...

Núverandi msn manneskja: Heiða og Gunna tengdó.

Núverandi desktop mynd: Sjór og pálmatré.

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Ekkert sem komið er.

Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Enginn, fíla alla ;)

Núverandi hlutir á veggnum: Bókahilla og spegill.


Jæja þá er ég loksins búin að svara þessu núverandi klukki... og nú vil ég biðja
Ingibjörgu og Ellen
að gera hið sama ;)
Kv, Íris

laugardagur, nóvember 05, 2005

Skottur athugið!!!

Til ykkar, skottufélaga ;)
Ég var að spá í með kvöldið í kvöld... Ég er ein heima í kvöld og fyrst að það er svo rosalega langt síðan að við hittumst þá var ég að spá hvort ég ætti ekki að bjóða ykkur í heimsókn ;) Við getum hist og spjallað og þeir sem vilja mega auðvitað koma með áfengi ;)
Hvað segið þið um það???
Endilega commentið um það ef þið hafið áhuga eða einhverja aðra uppástungu!

Kv,
Íris

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Miðvikudagur

35 vikur

Halló... gott fólk!

Ég fór í gær og labbaði fæðingarganginn með mömmu minni og leið ekkert voða vel :) Það var mjög gott að hafa hana, ég segi það ekki. Hún fór að segja mér hvar ég hafi fæðst... í stofu 1 ;) Það versta við þetta var að ég var yngst og með mömmu minni... allar hinar með mökunum sínum og voða gaman. Þau hafa örugglega haldið, "Gvuð hvað þessi er ung og enginn pabbi" og svo fór ljósmóðirin voða pent í það og sagði pabbinn eða einhver annar...*blikk* :) En mér var svo sem sama! Fjölnir "Mel B" var þarna með kærustunni sinni, hann var með voða góðan húmor og var eiginlega með meiri áhyggjur hvað gerist fyrir pabban ef það líður yfir hann og hvort þeir mega nota hláturgasið :) Það var mjög gaman að fá að sjá allt þetta og ég get ekki annað en viðurkennt það að ég er orðin "meira" spentari eftir að hafa verið þarna, sérstaklega þegar nýbökuð móðir kemur úr fæðingarstofunni með litla ungan sinn... hann var svo lítill og sætur :)

En ég er í svo góðu skapi að ég ákvað að skella inn nýjum bumbumyndum :) Ég setti þær í Bumbumyndir #2

Over&Out