Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, október 31, 2004

Botnið upp!!!

Helló... ok frekar langt síðan að ég bloggaði og hef verið að fá kvartanir, þannig á þessum fallega sunnudegi hef ég plantað mér hérna fyrir framan tölvuna til að skrifa nokkrar línur!!!
Það er annars allt gott að frétta héðan... vinna á daginn og ræktin á kvöldin. Ég hef einnig verið voða dugleg við að djamma... en þá aðalega á laugardagskvöldum, hef ekki verið að meika að gera eitthvað á föstudagskvöldum annað en að horfa á Idol og slappa af!!! En djömmin hafa verið mis-skemmtileg, mis-dýr og mis-róleg ;) En ég hef alveg komist að því að djömm sem eru ekki skipulögð eru bara lang skemmtilegust... og ég lenti einmitt á einu þannig í gær :) En ég var búin að segja fyrr í vikunni að ég ætlaði sko ekki að drekka þessa helgi, en ég þurfti endilega að fá tvö-þrjú glös í gær:)
Annars fór ég í bíó á fimmtudaginn og sá myndina Cindarella Story... Fjóla alltaf að vinna miða í bíó þessi elska og hún bíður mér alltaf með :) En myndin var bara nokkuð góð. En ég hef samt aldrei farið í bíó þar sem það er allt morandi í smástelpum!!!
Svo á föstudaginn fór ég í heimsókn til Ingibjargar og við sátum að horfa á Idol og svo var skipts á slúðusögum... gaman gaman ;) Langt síðan að maður hefur fengið svona slúður í æð... hehe.
Svo í gær þá hittumst við stelpurnar hjá Heiðu og átti þetta að vera svona rólegt kvöld. Heiða búin að gera þessa fínu köku og við sátum og töluðum saman meðan litli prinsinn hennar Heiðu svaf bara og ég fékk ekkert að sjá hann vakandi :(
Og svo hringdi Ellen, Partyplayer og dró mig í eitthvað partý með skólasystkinum sínum og liðið var orðið vel fullt og skemmtilegt þegar við mættum á svæðið:) Spiluð var góð músik (sérstaklega þegar ég fékk að ráða) og dansað og svo farið í ísslag:) En það var rosa gaman þarna og svo kom bróðir hennar Ellenar og náði í okkur og skutlaði okkur niðrí bæ!!! Þar sem farið var beint í VIP röðina á Hverfis og beint inn!!! Ekki slæmt.
Þegar maður var búin að sýna sig og sjá aðra... taka nokkur spor á dansgólfinu og bara haft geðveikt gaman var ferðinni haldið á Vegó... where everybody know´s your name!!! Segi svona ;) Þar var spiluð góð tónlist og heldur betur dansað... En þegar klukkan var að ganga fjögur voru kerlingarnar orðnar þreyttar og hringt var í Dóra Driver og hann náði í okkur og skutlaði okkur heim :) Þetta var alveg "crazy" djamm og kostaði mig 0.kr-
Og hversu lítið ég drakk í gær þá er ég alveg í góðum fílingi núna... alveg búin að komast að því að ég þarf bara 4 glös af Captein í kók og þá er ég bara orðin helvíti góð og þarf ekkert meira áfengi restina af kvöldinu :)
En í kvöld verður bara tekin chillpill og slappað af... aldrei að vita nema að maður skelli sér í sund núna... pottinn og gufuna og synda kannski eina- tvær ferðir!!!
En þetta er orðið ágætt núna, ætla að fara að hætta þessu bulli :)
Reyni að vera betri bloggari :)
See you ;)

föstudagur, október 15, 2004

Föstudagur

Hæ Hæ...
Jæja ég ætla að halda áfram með söguna mína... var að koma að skemmtilegasta partinum :)
En ég var búin að segja frá þessu rosa djammi sem ég tók!!! Svo á miðvikudeginum fór ég á Ísland-Svíþjóð... sem endaði EKKI vel, en ég nenni ekkert að vera að tala um það :) Svo um kvöldið fóru ég, Veigar, Massi og Sigga á Fridays og svo á Players þar sem við fórum í biljard og pílu og var alveg rosa gaman! Seinna um kvöldið fórum við síðan á Hressingarskálan þar sem Landsliðið ætlaði að hittast og þar voru eiginlega flest allir... og svo var ég ekkert smá sátt þegar Sænsku landsliðspiltarnir ákváðu að kíkja líka og þá fékk ég að hitta Larson og fleiri... alla nema Ljunberg :( Hann var svona sá eini sem ég hafði verið til í að hitta!!! En svo fórum við heim og svona og Veigar þurfti að vera mættur uppá völl klukkan hálf sex... Þannig að það var ekki mikið sofið!!! En ég vildi endilega skutla honum og ég sé ekki eftir því núna... þótt að ég hafi ekkert eiginlega sofið og þurfti að mæta í vinnu klukkan hálf níu... því haldið ekki að Freddie Ljunberg hafi ekki bara labbað beint í áttina að mér og framhjá mér útá velli... og ég get svo svarið það að augun okkar mættust... hehehe. Hann var svo flottur... Í geðveikum fötum og bara svo töff... Ég samt skammaðist mín geðveikt... ég var í íþróttarbuxum með hárið útí loftið og alveg að deyja úr meyglu :) Maður vill nú ekki alveg hitta svona mann í þessu ástandi :) En það er bara fyndið! En ég pikkaði á fullu í Veigar... og sagði sjáðu hver er að koma... hann var bara chillaður á þessu öllu!!! En á meðan við vorum þarna í röðinni að tékka Veigar inn, þá held ég að það hafi aldrei verið eins margir þekktir einstaklingar þarna... Flest allir í íslenska landsliðinu, flest allir í sænska liðinu, Haukarnir, einn í Ríó Tríó og Auddi og Svebbi!!!
Haaa ekki cool.. mér finnst það allavega :0)
En núna er aftur komin helgi... mér finnst vikan hafa liðið ekkert smá hratt! Í kvöld ætla ég að vera bara róleg... snemma að sofa. En á morgun er ég að spá í að djamma smá... :) Það verður stuð, er að spá í að bjóða stelpunum heim bara og hafa þetta bara svona stelpudjamm ;)
En jæja ég nenni ekki að skrifa meir... var að koma úr leikfimi og er svo dösuð og er bara að spá í að skella mér í háttinn!!! En við heyrumst seinna... :0)

fimmtudagur, október 14, 2004

Fimmtudagur

Vá hvað það er langt síðan að ég skrifaði seinast í dagbókina!!! Það hefur sko margt skemmtilegt gerst síðan ég skrifaði seinast... En ég ætla að skrifa nokkrar línur og segja svona frá því helsta.
En allavega þá komu mamma og pabbi í heimsókn til okkar 1 okt. og það var bara rosa gaman... Mikið skoðað og farið að versla og svo má ekki gleyma mikið spilað!!! En það var mjög gaman að fá þau í heimsókn, sýna þeim svona íbúðina og sonna!!! Maður fær nú ekki margar heimsóknir ;)
En einsog flestir vita þá ákvað ég að fara heim með þeim... og svo var Veigar valinn í landsliðið þannig að hann fór líka heim sama dag og við... vorum öll samferða... voða gaman :)
En þegar ég kom heim byrjaði ég strax að vinna daginn eftir og eftir allt þetta frí þá er ég búin að vera skuggalega þreytt eftir að ég byrjaði að vinna!
En svo kom helgin... fyrsta helgin eftir að ég kom heim og ég get sagt það að ég sofnaði klukkan 23:00 föstudagskvöldið og svo fór ég á alveg HEAVY fillerí laugardagskvöldið og ég ætla ekkert að lísa því hvernig ég var... en ég get sagt það að það var ekki sjón að sjá mig... hehehe
Ég er búin að heita mér því að ég ætla ekki að drekka svona mikið næst þegar ég fer á djammið... aðeins að chilla í alkahólinu :)
En ég er ekki að meika að skrifa lengur... verð að hætta klukkan er orðin 23:00 og ég er svo þreytt!!! En ég er ekki hálfnum með söguna þannig að þið verðið að fylgjast með eftir næsta bloggi því það gerðist eitt svo skemmtilegt fyrir mig um daginn...
En þangað til næst...
Bæ bæ