Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, október 14, 2004

Fimmtudagur

Vá hvað það er langt síðan að ég skrifaði seinast í dagbókina!!! Það hefur sko margt skemmtilegt gerst síðan ég skrifaði seinast... En ég ætla að skrifa nokkrar línur og segja svona frá því helsta.
En allavega þá komu mamma og pabbi í heimsókn til okkar 1 okt. og það var bara rosa gaman... Mikið skoðað og farið að versla og svo má ekki gleyma mikið spilað!!! En það var mjög gaman að fá þau í heimsókn, sýna þeim svona íbúðina og sonna!!! Maður fær nú ekki margar heimsóknir ;)
En einsog flestir vita þá ákvað ég að fara heim með þeim... og svo var Veigar valinn í landsliðið þannig að hann fór líka heim sama dag og við... vorum öll samferða... voða gaman :)
En þegar ég kom heim byrjaði ég strax að vinna daginn eftir og eftir allt þetta frí þá er ég búin að vera skuggalega þreytt eftir að ég byrjaði að vinna!
En svo kom helgin... fyrsta helgin eftir að ég kom heim og ég get sagt það að ég sofnaði klukkan 23:00 föstudagskvöldið og svo fór ég á alveg HEAVY fillerí laugardagskvöldið og ég ætla ekkert að lísa því hvernig ég var... en ég get sagt það að það var ekki sjón að sjá mig... hehehe
Ég er búin að heita mér því að ég ætla ekki að drekka svona mikið næst þegar ég fer á djammið... aðeins að chilla í alkahólinu :)
En ég er ekki að meika að skrifa lengur... verð að hætta klukkan er orðin 23:00 og ég er svo þreytt!!! En ég er ekki hálfnum með söguna þannig að þið verðið að fylgjast með eftir næsta bloggi því það gerðist eitt svo skemmtilegt fyrir mig um daginn...
En þangað til næst...
Bæ bæ

1 Comments:

  • At 7:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jæja, hvað gerðist ? segðu...... við bíðum spennt....
    kv. Fjóla

     

Skrifa ummæli

<< Home