Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, september 04, 2004

Aron Snær og Aron Jónsson

Hæ hæ... ég ætla að blogga smá fyrst að ég sit hérna fyrir framan tölvuna!!!
En það fór nú illa fyrir Íslenska liðinu okkar áðan... ég sat hérna fyrir framan tölvuna og hlustaði á leikinn og mér fannst á gaurunum sem voru að lýsa leiknum að íslensku strákarnir voru bara ekki að finna sig og alls ekki sami liðsandi núna einsog þegar þeir mættu Ítalíu... uuhhhhmmm... ekki gott!!! Það er bara eins gott að þeir standi sig í Ungverjalandi!!!
En úr einu í annað... Heiða vinkona skírði strákinn sinn laugardaginn 28. ágúst og fékk hann nafnið Aron Snær Maack... Svo var Hrabba vinkona að skíra strákinn sinn áðan og fékk hann nafnið Aron Jónnson... Þetta er bara fyndið að tvær vinkonur skulu vera með sömu nöfnin á strákunum sínum :) En Hrabba fékk líka alveg í magan þegar hún var í skírninni hjá Heiðu og hann var látinn heita Aron... hún var löngu byrjuð að kalla litla snúðinn sinn Aron og kom bara ekkert annað til greina... mér finnst þetta líka bara cool ;) En ég vil bara óska Hröbbu og Heiðu til hamingju með litlu Englana sína ;)
En ég ætla að kveðja núna... lofa að skrifa fljótlega :0)
Bæ Bæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home