Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, september 03, 2004

X-ið

Hæ hæ...
Ég verð að segja ykkur frá svolitlu fyndnu sem gerðist um daginn!!! Hansi brósi hringir hérna í mig og segir að hann hafi verið að hlusta á X-ið... og þar er einhver gaur með sinn þátt... ég man ekki hvað hann heitir. Allavega þá segir hann að hann sé með dagbók sem Veigar Páll skrifaði þegar hann var yngri og hann fer að lesa uppúr henni... Það sem hann las hljóðaði eitthvað í þessa átt: Segja Írisi hvað hún er flott... og gera nokkrar magaæfingar :) Svo var hann ekkert að lesa meira því það var einhver gaur sem hringdi inn og sagði honum að hætta að gera grín af Veigari því þetta væri fínn strákur... hehehe... En þetta er ekki búið... Svo fer hann eitthvað að tala um Veigar og það er einhver strákur sem þekkir Veigar í hljóðverinu og þáttastjórnandinn spyr hvort að Íris sé gamla kærastann... og gaurinn sem kannast eitthvað við Veigar segir... nei nei þetta er Guðrún Íris Pálsdóttir og eru þau búin að vera lengi saman... þetta er sko bara fyndið :) En svo í daginn eftir þá kom grein og mynd af Veigari um þessa blessaða dagbók... hehe...
Veigar kannaðist samt ekkert við þessa bók, en svo kom það í ljós að Gunna var að taka til í geymslunni og fer í Bláa Hirðinn með einhverja gamalar bækur og þessi blessaða dagbók hefur leynst þar og þeir í Bláa Hirðinum ekki lengi að koma bókinni til X-ið því þetta var komið daginn eftir. En Gunna er búin að hringja á X-ið og búin að fá bókina aftur :) Veigar ætlar að koma með hana þegar hann kemur heim og ég get ekki beðið eftir að fá að lesa hana :)
En hérna er allt gott að frétta... Veigar kemur heim eftir 6 daga... mér er ekkert farið að leiðast... ennþá ;) Í gær labbaði ég niðrí bæ í þessu góða veðri... það var 20 stiga hiti og sól... og svo fór ég á æfingu... hef verið voða dugleg að æfa. Svo á morgun verður keyptur bjór og snakk og horft á Ítalía - Noregur... ætli maður verði ekki að halda með Noregi :)
En ég ætla að kveðja núna... við heyrumst seinna... bæbæ


1 Comments:

  • At 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hæ
    Ómar var einmitt að hlusta á X-ið þegar hann heyrði Freysa segja þetta :) Ferlega fyndið, ég hélt þetta væri bara e-ð bull ;)

    Heyrumst
    Heiða

     

Skrifa ummæli

<< Home