Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Fréttir frá Oslo

Halló Halló...
Héðan er allt gott að frétta :) Veigar kom heim á fimmtudagskvöldið og var ég ekkert smá fegin að fá hann. En hann fer víst aftur til Íslands annað hvort 30 eða 31 ágúst og kemur ekki heim fyrr en 9 september... Hvað segir þið gott fólk??? Vill ekki einhver kíkja í heimsókn til mín á meðan :) Hey mér fannst erfitt að vera í 3 nætur ein... en núna verð ég í 10 daga ein :(
En annars er ég að reyna að draga Gunnu bara með mér til Spánar á meðan :)
En það er víst sunnudagur í dag og Veigar er alltaf að keppa á sunnudögum, þannig að hann þurfti að vakna eldsnemma í morgun til að mæta í flug, því það er útileikur... hann kemur þá ekki fyrr en seint í kvöld heim. Svo á þriðjudaginn fer hann til Finnlands og ég veit ekki hvað hann verður lengi þar... Þannig að það er mikið ferðalag á karlinum á næstunni!!!
Á föstudaginn bauð Gylfi "markaskorari" okkur í grill... Árni Gautur og kærasta hans, hún Solla komu líka og það var rosa gaman. En Gylfi er ný orðinn Single og gaf ég honum stóra stjörnu fyrir matinn... hann grillaði kjúkling og kartöflur og var með salat og hvítlauksbrauð og var þetta ekkert smá flott og gott hjá honum... og svo í eftirrétt kom hann með jarðaber og ís... Þetta var rosa flott hjá honum :) En þetta var allavega fínt kvöld!!! Árni og Solla eru að leyta sér að íbúð hérna rétt hjá okkur, þeim líst svo vel á þetta hverfi að það kemur ekkert annað hverfi til greina... og svo ætlar hún að kaupa sér kort í líkamsræktastöðinni þar sem ég er og ætlum við að fara að æfa saman... þannig að ég ekkert smá sátt með að vera komin með Gym félaga :)
En þegar ég og Veigar voru hjá Gylfa rákumst við á 24, seríu númer 1 og við vorum við ekki búin að sjá neinn þátt, þannig að við fenguð hana lánaða og erum núna alveg dottin í hana... við erum búin að horfa á 14 þætti og eru þetta geðveikt góðir þættir!!! Mig langar svo að fara að horfa á þá núna, en Veigar hringdi spes í mig áðan til að segja að ég mætti sko ekki horfa á marga þætti... kannski einn til tvo :) En ég sagðist bíða alveg eftir honum...
En ég ætlað að fara að kveðja núna... þið kannski spáið aðeins í það sem ég skrifaði fyrr í bréfinu...um að kíkja í heimsókn til mín ;) Engin pressa...
En við heyrumst seinna... bæbæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home