Tusenfryd
Það er sko mikið búið að gera síðan ég skrifaði seinast í dagbókina! Veðrið hefur verið alveg frábært... heiðskírt og hitinn hefur farið alveg í 29 stig. Í fyrradag fórum ég og Anna á ströndina og svo um kvöldið fórum við öll þrjú í strandarblak, og það var ekkert smá gaman þótt að ég og Anna töpuðum alltaf fyrir Veigari, þá var samt gaman :-)
En hey ég gleymi alveg að segja ykkur hvað ég og Veigar gerðum á miðvikudaginn... við skelltum okkur í sundlaugagarðinn og stukkum bæði af 7 metrunum... Veigar stökk meira að segja á undan mér!!! En hann var ekkert smá mikið hetja og þá gat ég ekki annað en að stukkið líka... ég lenti samt svoldið illa og var að drepast í hendinni eftir það, but I´m okey now ;) En þetta var rosalegt og adrenalínið var sko alveg á fullu! Talandi um adrenalín, þá fórum við í tívolíið í gær. Það heitir Tusenfryd og er hérna rétt hjá Oslo. Það var mjög flott og mörg góð tæki. Ég og Anna fórum í öll tækin en Veigar var ekki alveg eins þorinn!!! En hann fór þó í eitt tæki sem var nú soldið scary... og það kom mér á óvart að hann þorði að fara í það... og hann fór meira að segja tvisar sinnum í það ;) Svo fórum ég og Anna í svona tæki sem snýst geðveikt hratt í hringi og við vorum ný búnar að borða Candyflos og drekka kók og ég hélt að ég mundi deyja úr ógleði... mæli ekki með þessu :) En við tókum fullt af myndum og þarf ég að fara að læra að setja inn þessar blessaðar myndir, við erum kominn með svo margar!!! En þetta var algjör snilt og heppnaðist dagurinn mjög vel. En Vignir kemur ekki til okkar, náði engu ódýru fari hingað. Hann og Silja koma þá vonandi bara næsta sumar:) En það er laugardagur núna og klukkan að verða tvö og maður er ennþá í náttfötunum... Þannig að ég ætla að fara að hætta þessu og fara að klæða mig og skella mér út í góða veðrið :) Við óskum ykkur bara góðra skemmtunar um helgina og farið þið bara varlega í áfengið ;) Heyrumst eftir helgi... bæbæ
En hey ég gleymi alveg að segja ykkur hvað ég og Veigar gerðum á miðvikudaginn... við skelltum okkur í sundlaugagarðinn og stukkum bæði af 7 metrunum... Veigar stökk meira að segja á undan mér!!! En hann var ekkert smá mikið hetja og þá gat ég ekki annað en að stukkið líka... ég lenti samt svoldið illa og var að drepast í hendinni eftir það, but I´m okey now ;) En þetta var rosalegt og adrenalínið var sko alveg á fullu! Talandi um adrenalín, þá fórum við í tívolíið í gær. Það heitir Tusenfryd og er hérna rétt hjá Oslo. Það var mjög flott og mörg góð tæki. Ég og Anna fórum í öll tækin en Veigar var ekki alveg eins þorinn!!! En hann fór þó í eitt tæki sem var nú soldið scary... og það kom mér á óvart að hann þorði að fara í það... og hann fór meira að segja tvisar sinnum í það ;) Svo fórum ég og Anna í svona tæki sem snýst geðveikt hratt í hringi og við vorum ný búnar að borða Candyflos og drekka kók og ég hélt að ég mundi deyja úr ógleði... mæli ekki með þessu :) En við tókum fullt af myndum og þarf ég að fara að læra að setja inn þessar blessaðar myndir, við erum kominn með svo margar!!! En þetta var algjör snilt og heppnaðist dagurinn mjög vel. En Vignir kemur ekki til okkar, náði engu ódýru fari hingað. Hann og Silja koma þá vonandi bara næsta sumar:) En það er laugardagur núna og klukkan að verða tvö og maður er ennþá í náttfötunum... Þannig að ég ætla að fara að hætta þessu og fara að klæða mig og skella mér út í góða veðrið :) Við óskum ykkur bara góðra skemmtunar um helgina og farið þið bara varlega í áfengið ;) Heyrumst eftir helgi... bæbæ
1 Comments:
At 10:41 f.h., Nafnlaus said…
Hæ Hæ !!! hefði viljað sjá svipinn á ykkur þegar þið stukkuð af brettinu :) hann var örugglega kostulegur he he... Það er ömurlegt veður hérna, rigning og rok !!! heyri í ykkur seinna þarf að fara í vinnuna, kossar og knús Fjóla
Skrifa ummæli
<< Home