Jæja... ég var að taka eftir því að ég skrifaði seinast í dagbókina mína 29. júní... næstum því kominn mánuður og enginn segir neitt (uuuhhhmm!!!) En það hefur nú margt gerst á þessum tíma og núna ætla ég að segja ykkur frá því helsta!!!
En semsagt 4. júlí þá fórum við Veigar heim til Íslands og get ég sagt ykkur að það var alveg frábært að koma heim og hitta alla... og þótt að ég var bara búin að vera hérna í Noregi í 4 mánuði þá leið mér eins og ég væri búin að vera hérna í 4 ár :o) En tíminn leið ekkert smá hratt heima en ég náði þó að heimsækja og hitta alla. En ég náði ekki að borða allt sem ég ætlaði mér að borða... fékk t.d. enga ýsu með kartöflum og smjöri :( En ég fór á Kentucky og það var bara gott... skil ekki afhverju Kentucky er ekki hérna í Noregi!!! Á meðan við vorum heima þá gistum við heima hjá mömmu hans Veigars og var það bara fínt... Silja og Vignir voru líka þar og það voru 11 mánuðir síðan við sáum þau seinast þannig að það var frábært að hitta þau... og svo var nátturulega alveg æðislegt að hitta hann Zidane, hann var ekkert smá glaður þegar hann sá okkur. Svo kom helgin og þá var sko djammað ;) Á föstudeginum héldum ég og Veigar grillveislu heima hjá Veigari og vorum við ekkert smá heppinn með veður. Grillveislan heppnaðist mjög vel og ég held bara að allir skemmtu sér rosa vel... Svo var farið niður í bæ þar sem við fórum á Hverfisbarinn þar sem ég og Fjóla hittum Silju, Massa, Óla og Guðfinnu og vil ég bara þakka þessu fólki fyrir frábært kvöld :) og þá sérstaklega Massa... he dance he dance ohh the way he moves he moves... hehehe!!! Þetta var ógeðslega gaman og ég held að Silja var ekki sú vinsælasta hjá kvennfólkinu... GO Silja :)
Svo var vaknað á laugardeginum smá þunnur eins og gengur og gerist nema hvað að Veigar þarf að fara í eitthvað golfmót og ég svo góð við hann spyr hvort ég ætti ekki að bera kylfurnar fyrir hann!!! Hann var sko ekki lengi að segja jú... og bara damm, var að vona að hann gæti verið góður á móti og sagt nei vertu bara heima... en ég fékk lánaða einhverja kvartbuxur hjá Gunnu og flíspeysu og svo þegar ég kom uppá golfvöll þá var rigning og skít kalt... og ég með engan regngalla, þannig að ég ætlaði bara að fara heim en neiiii, mamma sko ekki lengi að koma með auka regngalla sem hún var með... þannig að ég þurfti að labba 18 holur með Veigari, við reyndar gáfumst upp á 9 holunni og fórum og fengum okkur Kentucky... og mér var svo kalt að ég náði ekki hitanum upp fyrr en eftir 5 glasið af Kaptein Morganum... það var semsagt farið að skemmta sér um kvöldið;) Við stelpurnar hittumst heima hjá Hörpu þar sem við drukkum og kjöftuðum og var bara mjög gaman hjá okkur... alltaf gaman í stelpupartýum. En svo fórum við niðrí bæ og aftur var farið á Hverfisbarinn og aftur skemmt sér mjög vel!!!
Svo á sunnudeginum var bara legið í leti og svo um kvöldið fórum við í mat til Massa og Siggu og Ólöf Maríu. Og eru ég og Veigar alveg heilluð af litlu prinsessunni... hún er æði og mig hlakkar strax til að sjá hana aftur... verst að vera svona langt í burtu frá henni :( En ég og Veigar erum að vonast til að þau koma í heimsókn til okkar fljótlega!!!
Svo fór ég og heimsótti litla prinsinn hennar Heiðu og var hann bara sætastur :)
En þetta og margt margt fleira gerði ég heima á Íslandi og get ég skrifað alveg helling en ég er ekki alveg að nenna því þannig að ég ætla bara að hætta núna en ég lofa að skrifa á morgun!!!
Bæ í bili
En semsagt 4. júlí þá fórum við Veigar heim til Íslands og get ég sagt ykkur að það var alveg frábært að koma heim og hitta alla... og þótt að ég var bara búin að vera hérna í Noregi í 4 mánuði þá leið mér eins og ég væri búin að vera hérna í 4 ár :o) En tíminn leið ekkert smá hratt heima en ég náði þó að heimsækja og hitta alla. En ég náði ekki að borða allt sem ég ætlaði mér að borða... fékk t.d. enga ýsu með kartöflum og smjöri :( En ég fór á Kentucky og það var bara gott... skil ekki afhverju Kentucky er ekki hérna í Noregi!!! Á meðan við vorum heima þá gistum við heima hjá mömmu hans Veigars og var það bara fínt... Silja og Vignir voru líka þar og það voru 11 mánuðir síðan við sáum þau seinast þannig að það var frábært að hitta þau... og svo var nátturulega alveg æðislegt að hitta hann Zidane, hann var ekkert smá glaður þegar hann sá okkur. Svo kom helgin og þá var sko djammað ;) Á föstudeginum héldum ég og Veigar grillveislu heima hjá Veigari og vorum við ekkert smá heppinn með veður. Grillveislan heppnaðist mjög vel og ég held bara að allir skemmtu sér rosa vel... Svo var farið niður í bæ þar sem við fórum á Hverfisbarinn þar sem ég og Fjóla hittum Silju, Massa, Óla og Guðfinnu og vil ég bara þakka þessu fólki fyrir frábært kvöld :) og þá sérstaklega Massa... he dance he dance ohh the way he moves he moves... hehehe!!! Þetta var ógeðslega gaman og ég held að Silja var ekki sú vinsælasta hjá kvennfólkinu... GO Silja :)
Svo var vaknað á laugardeginum smá þunnur eins og gengur og gerist nema hvað að Veigar þarf að fara í eitthvað golfmót og ég svo góð við hann spyr hvort ég ætti ekki að bera kylfurnar fyrir hann!!! Hann var sko ekki lengi að segja jú... og bara damm, var að vona að hann gæti verið góður á móti og sagt nei vertu bara heima... en ég fékk lánaða einhverja kvartbuxur hjá Gunnu og flíspeysu og svo þegar ég kom uppá golfvöll þá var rigning og skít kalt... og ég með engan regngalla, þannig að ég ætlaði bara að fara heim en neiiii, mamma sko ekki lengi að koma með auka regngalla sem hún var með... þannig að ég þurfti að labba 18 holur með Veigari, við reyndar gáfumst upp á 9 holunni og fórum og fengum okkur Kentucky... og mér var svo kalt að ég náði ekki hitanum upp fyrr en eftir 5 glasið af Kaptein Morganum... það var semsagt farið að skemmta sér um kvöldið;) Við stelpurnar hittumst heima hjá Hörpu þar sem við drukkum og kjöftuðum og var bara mjög gaman hjá okkur... alltaf gaman í stelpupartýum. En svo fórum við niðrí bæ og aftur var farið á Hverfisbarinn og aftur skemmt sér mjög vel!!!
Svo á sunnudeginum var bara legið í leti og svo um kvöldið fórum við í mat til Massa og Siggu og Ólöf Maríu. Og eru ég og Veigar alveg heilluð af litlu prinsessunni... hún er æði og mig hlakkar strax til að sjá hana aftur... verst að vera svona langt í burtu frá henni :( En ég og Veigar erum að vonast til að þau koma í heimsókn til okkar fljótlega!!!
Svo fór ég og heimsótti litla prinsinn hennar Heiðu og var hann bara sætastur :)
En þetta og margt margt fleira gerði ég heima á Íslandi og get ég skrifað alveg helling en ég er ekki alveg að nenna því þannig að ég ætla bara að hætta núna en ég lofa að skrifa á morgun!!!
Bæ í bili
1 Comments:
At 11:58 e.h., Nafnlaus said…
hæ hó.... Vildi að þú hefðir veirð með okkur í útleginu..vildi reyndar að þú værir bara hér....... see´ya Fjóla
Skrifa ummæli
<< Home