Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, júní 27, 2004

7 dagar!

Jæja eftir akúrat eina viku verð ég komin heim í Heiðann Dalinn :) Segir maður ekki annars svoleiðis :þ
Annars er það helst í fréttum að "litli" bróðir minn er að umgangast frægafólkið... og þá er ég ekki að tala um "fræga" fólkið á Íslandi, heldur einhverja Bandaríska smáleikara... sem ég veit reyndar ekki alveg hvað þeir heita, en ég veit í hverju þeir hafa leikið!!!Mamma semsagt hringir í mig í gær til að tala eitthvað... þið vitið hvernig þessar mömmur eru :) og segir síðan: "Hefur Hansi ekkert sagt þér með hverjum hann er búinn að vera hanga seinustu daga" Og ég sem tala við hann á msn-inu á hverjum degi vissi ekki neitt... En þetta er leikarinn sem leikur í C.S.I Las Vegas... þetta er gaurinn sem vinnur á The Lab (rannsóknastofunni) hann er ungur soldið myndarlegur:) Veit alltaf allt í þessum þáttum!!! Og svo er þetta leikonan sem leikur í American Pie myndunum, hún leikur útlenskann skiptinemann sem kemur, heavy gella, gaurinn fær það áður en hún kemur við hann :) Og svo er það einhver leikona sem leikur í The 70´ Show (með honum Asthon Kutsher) veit samt ekki alveg hvernig hún lítur út því ég hef aldrei séð þá þætti!!! En hann er semsagt búinn að vera að fara út að borða með þeim, á rúntinn og eitthvað fleira og var síðan á einhverju heavy djammi í gær með þeim uppá hótelherberginu sem þau leigja!!! En ég á eftir að tala betur við hann og fá allar sögurnar :) hehehe
Það er annars mjög lítið að frétta héðan... ég og Veigar erum bara búin að vera að hanga og telja niður dagana þangað til við förum heim :)
Veigar var að keppa áðan og liðið hans vann 2-0... koma svo strákar, þið getið þetta!!!
Svo segir Veigar að ég sé tölvunörd... ég er greinilega alltaf í tölvunni :þ
En það er svona þegar maður þarf að sjá um heimasíðu... hehehe
En ég ætla að hætta þessu og fara að gera eitthvað að viti... hhuumm... veit ekki um neitt :)
En heyrumst á morgun ;)

1 Comments:

  • At 1:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég þarf auðvita alltaf að skrifa eitthvað híhíhí :) En ekki nema 6 dagar, ekki það að ég sé að telja eða neitt ha ha ha.......... Ég held að ég sé sammála Veigari að þú ert orðið svolítið tölvunörd he he he he ekkert að því .... en jæja nóg af bulli, sjáumst á sunnudaginn :D Fjóla

     

Skrifa ummæli

<< Home