Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, júní 22, 2004

12 dagar!

Jæja, dagurinn í dag var bara ágætur... nema hann hefði getað verið betri ef það hefði verið gott veður:(
En það er bara búið að vera rigning í viku og ég sem ætlaði að koma heim brún en ég sé fram á að það takist ekki...uuhhuu. En ég ætla samt að halda áfram að biðja til veðurguðana:)
Annars fóru ég og Veigar í mallið í dag að versla í matinn og ég var eitthvað voða utan við mig... ég byrjaði á því að setja fullt af mat í kerru hjá konu sem ég þekkti ekki neitt og hún horfði bara á mig eins og ég væri vangefin... og svo ekki nóg með það síðan stoppuðum við hjá brauðinu og svo held ég áfram að labba með kerruna mína og þegar ég er búin að labba svona í 5 mín.stendur þá ekki þessi strákur allt í einu fyrir framan mig horfið svona á mig og ég vissi ekki alveg hvað var í gangi... en svo fattaði ég það þegar ég leit niður í kerruna "mína" að þetta var ekkert kerran mín... ég eins og hálviti fór eitthvað að afsaka mig... svo labbaði ég eins og ASNI til Veigars og Veigar spurði mig hvaða kerru ég hefði verið að keyra... svo hlóum við eins og asnar þarna í búðinni... bara fyndið!
Ég og Veigar gerðum líka þessi snildar kaup áðan... við keyptum Blakbolta og 2 Badmintonspaða... og svo erum við nýbúin að kaupa þennan brilliant frisbí... þannig að við ættum sko ekki að leiðast:)
En hey ég ætla að hætta þessu og fara að horfa á Danmörk-Svíþjóð...
Heyrumst seinna!

2 Comments:

  • At 12:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hello !!! Þú ert svo klár, ég sé þig alveg í anda í búðinni ha ha ha ha ha ha...... Skil hvað þú átt við með að Norðmenn eru slow, danir eru líka svona. 11 dagar þanngað til þú kemur :D
    JIBBÍ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

     
  • At 1:07 e.h., Blogger Heiða said…

    Ha ha bara fyndið, sé þetta alveg fyrir mér :)
    Hlakka til að fá þig heim ;) Chiao

     

Skrifa ummæli

<< Home