Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, júní 21, 2004

13 dagar!!!

Aðeins 13 dagar þangað til að ég kem heim til Íslands...
Hlakka rosalega til að hitta alla og þá sérstaklega hann Zidane...hundinn okkar:)
En í dag fór ég aðeins að stússast...
Ég reyndar vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf eitt... já ég veit að ég get sofið, en ég var bara eitthvað svo þreytt:Þ
En þegar ég vaknaði fóru ég og Veigar til Folkregisteren hérna í Oslo þar sem ég þurfti að ná í norska kennitölu og ég get sagt að það er ekkert mjög nice að fara þangað... rosalega mikið af "öðruvísi" fólki þarna :þ
Ég tók miða og þurfti að bíða í 30 mínútur eftir að komast til einhverja konu sem sagði við mig að ég gæti ekki fengið kennitölu fyrr en ég væri komin með vinnu... ertu ekki að djóka, ég hefði getað sleppt því að fara þangað... bökk!
Til að fá kennitölu þarf ég að fara í bankann og biðja bankann um að sækja um kennitölu... Afhverju eru Norðmenn svona erfiðir. Þannig á morgun þarf ég að fara í bankann!
Svo fóru ég og Veigar í Elkjop (Elkó) og við þurftum nátturulega að versla...þannig að við keyptum straujárn, strauborð, rakvél(fyrir Veigar) og músamottu! Þannig að núna get ég farið að stauja... vei!!!
En jæja ég ætla að fara að skella mér í leikfimi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home