Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, júní 29, 2004

Litli Prinsinn loksins kominn!

Í morgun (29.júní) klukkan 09:08 kom litli prinsinn þeirra Heiðu og Ómars í heiminn :)
Hann var 15 merkur og 51,5 cm...Hann var með svart hár og alveg fullkominn ;)
Þannig að ég vil bara óska Heiðu og Ómari innilega til hamingju með litla prinsinn og ég get ekki beðið eftir því að fá að sjá hann :)
Annars er bara allt gott að frétta héðan... ég og Veigar erum aðeins byrjuð að undirbúa heimferðina...ég held að það fari ekki fram hjá neinum að okkur hlakkar mjög mikið til að koma heim :)
En það gerðist nú soldið neyðarlegt fyrir mig í gær... Ég var semsagt í leikfimi og maður þarf að koma með sinn eiginn lás svo maður getur læst skápnum... en allavega þá kem ég úr sturtu og fatta að ég er ekki með lykilinn og fer strax að skápnum til að athuga hvort ég hafi ekki bara gleymt honum í lásnum... en nei... lykilinn hvergi sjáanlegur og ég með minsta handklæði í heimi, sem náði sko ekki yfir rassinn á mér... en allt í lagi með það, ég fer svona að athuga hvort að það sé ekki einhver kona inn í klefanum til að aðstoða mig en hvergi kona sjáanleg... mér leið ekkert smá illa og vissi ekkert hvað ég átti að gera því ekki gat ég labbað út úr klefanum með handklæði sem náði ekki einu sinni að skýla mér... þannig ég beið með opna hurðina eftir að einhver kæmi... og svo loksins kom karlmaður út úr karlaklefanum og hann fór og náði í hjálp fyrir mig. Svo kemur þessi yndælis stelpa inn og spurði hvort ég hafi týnt lyklinum... og ég sem hélt að ég hafði læst hann inní skápnum, þá hafði ég bara gleymt honum og einhver kona farið með hann í móttökuna :) En svona getur gerst ef maður passar ekki uppá hlutina sína ;) og ég ætla að passa mig að týna honum aldrei aftur og fara kannski með aðeins stærra handklæði í leikfimi :)
En þangað til næst... behave ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home