Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Paradís

Veigar er í Köben og ég er búin að vera ein heima í allan dag og er nú svoldið farið að leiðast! Ég er nú samt búin að vera voða dugleg við að finna mér eitthvað að gera... T.d. fór ég á ströndina til að sóla mig aðeins ;) og svo kom ég hérna heim og lagðist aðeins út á svalir til að sóla mig meira, fjölbreytnin ekkert smá ;) Allavegana þegar ég fattaði að sólin er ekki holl þá fór ég og tók til í allri íbúðinni :) því ég á nú von á systur minni hérna á morgun og mun hún dvelja hjá okkur, í "Paradísinni" í heilar 3 vikur. Annars er veðrið búið að vera fínt hérna eftir að við komum heim... orðið heitara og ég held að spáin sýni að það eigi eftir að hitna meira á næstu dögum og ég er ekkert að kvarta yfir því;)
Á laugardaginn þá var Veigar að keppa æfingaleik á móti Lyn og leikurinn endaði 1-1 og haldið ekki að kallinn hafi bara skorað:) Ég horfði á leikinn og hann stóð sig ekkert smá vel :)
Svo um kvöldið var grillveisla og ég hélt að það yrði svona eins og seinast þegar það var grillveisla... en hún var svoldið mikið öðruvísi... við áttum að koma með okkar eigin grillmat svo þegar við komum (tek það fram að við vissum ekkert hvar eða hvernig þetta yrði) þá var grillveislan á  ströndinni og á einhverjum klettum og sólin var farin og það var byrjað að hvessa og það bætti ekki að ég var á háhæluðum skóm og í þunnri peysu... allir voru eitthvað voða sporty... nema ég. Ég sagði líka við Veigar að spyrja næst hvar grillveislan yrði þannig að maður gæti nú komið rétt klæddur! En annars var bara mjög gaman og Veigar grillaði þessa rosa góðu hamborgara. En ég ætla að fara hætta þessu og fara að ná í karlinn.
Við heyrumst seinna ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home