Mánudagur
Seinustu dagar hafa bara verið rólegir... Veigar var að keppa um helgina og þurfti að fara á laugardeginum og gista eina nótt og svo kom hann seint heim á sunnudagskvöldinu og hann fékk að taka tölvuna með sér þannig að ég að gat ekki skrifað í dagbókina eða farið inná msn-ið og ég fann að það var mikill missir!!! En ég og Anna fundum okkur eitthvað að gera og á Laugardeginum þá fórum við í mallið og Anna keyptir sér eitthvað í HM og keypti líka eitthvað smá... alveg ótrúlegt hvað það er ódýrt þarna og mikið að alveg fínum fötum!!! Svo um kvöldið var bara horft á sjónvarpið... á "Paradise Hotel" það eru 6 þættir eftir og þetta er geðveikt spennandi... get ekki beðið eftir næsta þætti... bannað að segja hver vinnur en ég vona allavega að Keith vinnur. En svo á sunnudeginum þá vöknuðum við og fórum í þennan góða göngutúr meðfram bátahöfninni og líka í þessu yndælis veðri og svo um kvöldið var fylgst með leikjunum hérna í Noregi og þar sem Stabæk sigraði 2-1... sem er nátturulega alveg frábært :) Veigar kom síðan heim klukkan 2 um nóttina. En núna er mánudagur og klukkan rétt gengin yfir sex og við nýbúinn að borða pítu... En í morgun sváfum við soldið út því að við fórum að sofa klukkan þrjú, hálf fjögur þannig að við vöknuðum ekki fyrr klukkan 12:30 í morgun... og ég og Anna skelltum okkur á ströndina á meðan Veigar fór á æfingu og svo þegar við fórum að ná í Veigar komu þrumur og eldingar... þannig að við drifum okkur bara heim! Á morgun erum við svo að spá í að fara í tívolíið eftir að Veigar er búinn á æfingu... það fer samt líka eftir veðri. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra og fara að spila með liðinu "Hættuspilið" úúúú... Heyrumst kannski á morgun... bæbæ
3 Comments:
At 11:40 e.h., Nafnlaus said…
hæ hæ !!! Fjóla hérna, vildi bara kasta kveðju :) þannig að þú vitir að maður kíkir á síðuna :) jæja klukkan er 20 mínútur í 12 og ég er að fara að sofa svo ég geti vaknað í fyrarmálið :) bið að heilsa og góða nótt...
At 6:53 e.h., Nafnlaus said…
Flott síða og gaman að lesa sögurnar af ykkur... keep up the good work :)
At 6:55 e.h., Nafnlaus said…
FLott síða hjá ykkur... gaman að lesa allar þessar sögur!
Skrifa ummæli
<< Home