Nektarströndin!
Hverjir hafa farið á nektarströnd? Endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst. En allavega hafði ég aldrei farið á nektarströnd fyrr en í dag!!! En ég skal segja ykkur betur frá þessu eftir smástund. En í morgun vaknaði ég og fór að ná í systur mína út á flugvöll því hún ætlar að vera hérna hjá okkur í 3 vikur. Veðrið var alveg æðislegt, 25 stiga hiti og sól þannig að það kom ekkert annað til greina nema að skella sér beint á ströndina á meðan Veigar var á æfingu. Við reyndar héldum að það yrði ekkert af strandarferðinni þar sem við festumst í lyftunni í blokkinni okkar... en Veigar var eitthvað fíflast og hoppaði í lyftunni og svo reyndar hoppaði ég á eftir honum og svo var bara allt stopp... eftir 2 mínutur fór síðan allt á stað aftur og við ekki lengi að koma okkur út úr lyftunni þegar hún opnaði. Þegar Veigar var búinn á æfingu þá fórum við saman á strönd sem við höfðum aldrei farið á áður en höfðum heyrt um hana og skelltum okkur bara þangað. En okkur brá ekkert smá þegar nakinn karlmaður stendur þarna bara eins og ekkert væri og ég veit ekki hvert litla systir mín ætlaði...svo fórum við að fylgjast aðeins með fólkinu og þá var það bara allt "Butt Naked" og við ekki lengi að koma okkur í burtu. Við fundum aðra strönd þarna rétt hjá og skelltum okkur þangað. Þetta kom mér annars ekkert smá á óvart og ég hafði aldrei haldið að það væri nektarströnd hérna í Oslo... En svo var bara farið heim og eldað Taco... nammi namm. Nú er klukkan annars orðin 24:00 og við erum bara búin að vera horfa á sjónvarpið og tókum reyndar tígul sjöuna áðan þar sem ég "skít" tappaði. En ég veit ekki alveg hvað verður gert á morgun... fer alveg eftir veðri!
En verð að hætta... heyrumst seinna.
En verð að hætta... heyrumst seinna.
1 Comments:
At 12:17 f.h., Nafnlaus said…
Ég hef farið á ilströndina í reykjavík....sá engan berann
Skrifa ummæli
<< Home