Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Fiskibollurnar hennar ömmu!

Já í kvöld var farið í frystirinn og náð í "Fiskibollurnar" hennar Ömmu, en hún bjó þær spes til handa mér og lét mig fá þær áður en ég fór aftur til Noregs... og þær voru ekkert smá góðar... Í dag var skellt sér í sundlaugagarðinn vegna veðurs ;-) En veðrið var mjög gott!!! Í sundlaugagarðinum eru nokkur stökkbretti sem eru mis há... Stæðsta er 10 metrar og næsta 7 metrar og þriðja 5 metrar og svo nokkur aðeins minni... ég semsagt fer á þetta sem er 7 metrar og ætlaði að vera þessi "hetja" og stökkva en litla hjartað mitt var ekki alveg að þora, þannig að Veigar kemur til mín og ætlaði að hoppa en var heldur ekki alveg að þora því... þannig að við fórum bara á 5 metra brettið og byrjuðum bara þar... Svo sagði Veigar þegar við vorum búin að hoppa:" Ég sá svoldið eftir því að hafa hoppað" ææjjjj hann er með svo lítið hjarta þessi elska... ég má allavega búast við að hann hoppi ekki af 7 metra brettinu og hvað þá 10 metra brettinu, en ég er bara rétt byrjuð og er búin að heita mér því að stökkva af 10 metra brettinu áður en sumrinu líkur :) 
En Vignir er kannski að spá í að koma til okkar á fimmtudaginn og vera hjá okkur í 4-5 daga, það verður ekkert nema stuð hjá okkur :) Verst að Silja komist ekki... en hún kemur kannski með næst :)
Ætla að hætta þessu... biðjum að heilsa öllum heima!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home