Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Home Alone

Sunnudagur í dag og ný vinnuvika að byrja á morgun! Í dag fór svo Anna systir heim :( Hún var búin að vera hérna í 3 vikur og 4 daga og eigum við eftir að sakna hennar mikið... Á meðan hún var hérna hjá okkur var sko gert margt skemmtilegt... og það var eitt sem við gerðum mjög oft og það var að spila tígul sjöuna og núna þegar hún er farin getum við Veigar ekki spilað hana. Það verða að vera þrír eða fleiri:(
Á miðvikudaginn átti ég afmæli og var 24 ára... ekki gaman að eldast!!! En á afmælisdeginum þá fórum ég og Anna í bæinn... veðrið gott eins og alltaf :) Svo komum við heim og við þrjú skelltum okkur á Fridays þar sem maturinn var bara mjög góður og svo í eftirrétt fékk ég Pina Co Lada... uummm, þetta er ekkert smá góður drykkur!!! Svo þegar við vorum á leiðinni heim þá rákumst við á tónleika með dönskum röppurum og það er eitt lag sem þeir eru með sem heitir " Du er Dodsot" sem er geðveikt gott... og það var akkúrat loka lagið þeirra sem var bara ekkert annað en snilld!!! Svo var bara farið heim og tekið tígul sjöuna. Þetta var bara voða fínn dagur :)
Í gær var seinasti dagurinn hennar Önnu þannig að við þurftum að fara í bæinn svo hún gæti lokið við að kaupa allt sem hún átti eftir að kaupa... svo um kvöldið var farið á Dollys pizzu og fengið sér eina heita lummu. Um kvöldið var horft síðan á Paradise Hotel og það er einn þáttur eftir... ég og Veigar erum alveg að drepast úr spenning!!! Og svo var tekið seinustu tígul sjöuna!!!
En úr öðru í annað... Veigar var að keppa seinasta fimmtudag í Evrópukeppninni á móti Haka sem er í Finnlandi... þeir unni 3-1 og Veigar skoraði fyrsta markið... jíbbí... þetta var hörku spennandi leiku og svo er seinni leikurinn 26 ágúst og þeir verða að vinna hann... Svo núna í kvöld voru þeir að keppa í bikarnum og þar unnu þeir 4-3... þeir voru 4-0 yfir og náðu einhvern veginn að fá á sig 3 mörk á seinustu mínutunum... Veigar sagði að loka mínúturnar voru geðveikt spennandi... En þeir unnu og það skiptir víst bara máli, þannig að þeir eru komnir í fjagra liða úrslit!!! Á morgun er síðan Veigar að fara heim til Íslands til að spila á móti Ítalíu og ég ætla bara að vera hérna á meðan :( Þannig að krakkar mínir þið megið endilega koma á msn-ið og spjalla við mig... eða hringja ef ykkur langar :) Vitið þið ekki annars númerið mitt??? Ég skal þá bara segja ykkur það núna... það er : 0047 22 55 42 79
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... við heyrumst vonandi á morgun eða hinn ;)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home