Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, september 27, 2004

Mánudagur!!!

Hæ hæ...
Það styttist í það ma og pa koma, þau koma á föstudaginn :) En mér brá þegar ég las mbl.is áðan... þá stóð að flugumferðastjórar hér í Noregi höfðu farið í skyndiverkfall og þetta hafi áhrif á Icelandair... þannig að ég var nú frekar svartsýn á að mamma og pabbi kæmust hingað, en sem betur fer er búið að leysa þetta þannig að þau komast hingað og ég kemst heim :) Voru ekki lengi að semja!!!
Rosenborg-Arsenal er núna á miðvikudaginn og okkur Veigari langar geðveikt!!! Bara verst að hann er í Rosenborg og maður þarf að fljúga þangað og Veigar er að keppa á fimmtudaginn þannig að það er eiginlega enginn sjéns að við komumst á leikinn :(
Ég og Veigar skelltum okkur í leikfimi áðan ( þótt að við fórum í morgun á æfingu) okkur langaði bara svo að fara í gufu... en allavega fórum við aðeins að hjóla fyrst... Í byrjun var bara hjólað rólega og svo þegar það voru eitthvað 8 mínutur eftir þurfti Veigar að kíkja hvað ég var búin að hjóla langt... og hann sá að ég var búin að hjóla lengri en hann og þið vitið hvernig Veigar er... hann sér allt sem keppni og hann er með mesta keppnisskap sem ég veit um og ég er nú með smá líka ;) Þannig að hann byrjaði að hjóla alveg á fullu og ég líka og ég get svo svarið það að ég hélt að hjólin færu af stað... hehe... þetta var bara fyndið og fólk var líka byrjað að horfa á okkur :) Svitinn og kaloríurnar láku alveg af okkur!!! En svo þegar við vorum að keyra heim þá hlóum við bæði af þessu... þetta mynti mann á þegar maður var yngri og vitlaus...híhí
En Veigar vann... það þarf víst að fylgja sögunni.
En ég ætla að hætta þessu og skella mér fyrir framan sjónvarpið svona rétt áður en maður fer að sofa...
Við heyrumst seinna... Ha Det Bra


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home