Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, september 24, 2004

Föstudagurinn 24 sept.

Halló Halló... ekki annars allt gott að frétta?
Hérna er allt ljómandi ;) Ma og Pa koma eftir viku og í gær þá pantaði ég farið heim, þannig að það er alveg 100% að ég er að koma heim 5 okt. jeijj...
En eftir að ég skrifaði seinast í dagbókina talaði ég við mömmu mína og sagði hún mér að ég ætti að prófa að hreinsa síuna í þvottavélinni áður en ég færi að kalla á einhvern viðgerðamann... og ég og Veigar gátum ekki beðið eftir að gera það, þannig um 2 leytið að nóttu til vorum við alveg á fullu að taka og setja þvottavélina saman, því það voru einhverjar hárspennur fastar í síunni... Svo vorum við svo spennt að vita hvort hún mundi virka að við skeltum í eina þvottavél... og viti menn, hún gengur bara mjög vel :) Við vorum ekkert smá sátt og spöruðum okkur alveg einhvern pening við að hringja ekki í viðgerðamann!!!
En endajaxlinn minn er eitthvað ennþá að kvarta og líður mér verst þegar ég ligg niðri og þar með leiðandi þá á ég erfitt með að sofa og ef ég vakna eitthvað á nóttunni þá er ansi erfitt að sofna aftur þannig að ég lifi bara á pane killer á nóttinni!!!
Já, ég var næstum því gráti nær núna á miðvikudaginn!!! Stabæk var að keppa í bikarnum og þeir töpuðu... staðan var 1-1 og svo var framlenging og Brann náði tveim hraðasóknum og skoruðu úr þeim báðum... Stabæk lá gjörsamlega í sókn og hefði átt að vinna þetta!!! Það var mjög sárt að sjá þá tapa þessum leik!!!
Í gær fórum við síðan á pub með Thomas og kærustu hans. Thomas er með Veigari í Stabæk... og ég var ekkert smá góð maður... ég talaði alveg norsku við stelpuna og sagði hún að ég væri ekkert smá dugleg og hélt að ég væri búin að vera á norsku námskeiðum :) Ég var ekkert smá sátt og sagði að það borgar sig að horfa á sjónvarpið... maður lærir tungumálið með að horfa á norska þætti og svona!!! En síðan fórum ég og stelpan heim og leyfðum strákunum að vera lengur... svo vaknaði ég klukkan hálf fimm þegar Veigar var að koma heim... hann var að tala á fullu og ég hélt að hann væri orðinn eitthvað crazy... þá var hann Morten sem er með Veigari í Stabæk með honum og fékk hann að gista hjá okkur í nótt... Ég allavega vaknaði við þetta og gat ekki sofnað aftur... náði loks að sofna eitthvað um hálf sex... og vaknaði síðan aftur um sjö og þurfti að fara fram og sofa í sófanum... Veigar andaði svo hátt og var svo ansi plássfrekur...
En ég ætla að fara að hætta þessu... erum að fara að skutla Morten heim... heyrumst seinna.
Bæbæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home