Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, apríl 17, 2006

Uuuuhuuu...

Ég á soldið mikið bágt núna... Ég og Vitkor erum alein heima og verðum það í allan dag og allt kvöld. Veigar var farinn eldsnemma í morgun til Tromso sem er alveg lengst uppfrá og kemur ekki aftur fyrr en í nótt.
Áðan var ég svo að kveðja mömmu, pabba, Önnu og Bibbu og það féllu sko nokkur tár. Ég reyndi að vera voða sterk en það er alltaf svo erfitt að kveðja :(
Ég get ekki beðið Viktor að hugga mig því hann sefur :(

En jæja ég ætla að hætta að vorkenna mér og segja frá því hvað við erum búin að vera að gera seinustu daga sem b.t.w. voru hreint og beint æðislegir.

* Við erum búin að labba í ALLRI Oslo *
* Fara í örugglega allar búðir ;) *
* Spilað Buzz einsog vitleysingar *
* Farið uppí Holmenkollen *
* Keyrðum til Svíþjóðar og versluðum mat og föt *
* Borðað alveg æðislegan mat, hamborgarahrygg og margt fleira.. jammí *
* Borðað mikið af nammi ;) *
* Spilað tígul sjöuna *
* Horft smá á snjónvarpið, ekki mikið samt *
* Horft á Veigar keppa *
* Spilað meira *
* Knúsað Viktor alveg heilan helling*

Þetta voru alveg æðislegir dagar og eigum við eftir að sakna þeirra MJÖG mikið!!!

Takk fyrir súper dúper 9 daga :)

Íris is out..

föstudagur, apríl 07, 2006

Taka þrjú!!!

Mín var mætt í gær í klipp og lit, en hún Inga var ennþá heima með veikt barn :( Þær reyndu að ná í mig en ég heyrði ekki í símanum og svo lét Veigar mig ekki vita að það var hringt í hann ;) En það var okey.. við fórum þá bara beint í IKEA og keyptum bedda!

Ennn ég fór í dag í þriðja skiptið til að reyna að fá klippingu og litun og það gekk loksins upp ;) Hún heitir Inga sem klippti mig. Hún er rosalega nice þessi stelpa og alveg þrælklár hárgreiðslukona og ég labbaði MJÖG ánægð út ;) En hún klippti mig, tók bara það sem þurfti.. og setti ljósar og kopar strípur í mig, samt ekkert mjög áberandi, ég vildi halda dökka litnum. En ég er allavegana mjög ánægð (",)

Pásan búin og ég ætla að halda áfram að taka til.. familyan kemur á MORGUN :)

Bæ bæ

fimmtudagur, apríl 06, 2006

K*L*I*P*P*I*N*G*

Seinasta þriðjudag átti ég að fara í klippingu, en Inga sem klippir mig (sem er b.t.w. Íslensk) var með veikt barn heima þannig að ég fékk tíma í dag klukkan 14:00 :) Ég er líka að spá í að setja í mig ljósar eða kopar strípur. Ég ætla samt fyrst að ráðfæra mig við hana, sjá hvað hún segir. En mig hlakkar geðveikt til og alveg tími til kominn að fara í klippingu!!!

Síðan eftir klippinguna erum við að spá í að skella okkur í IKEA og kaupa bedda svo Anna Margrét hafi einhvern stað til að sofa á :) Og svo erum við jafnvel líka að spá í skella okkur til Hörpu og Stebba.

Í kvöld er svo Prison Break... 14 ÞÁTTURINN :) Við erum ekki búinn að sjá hann og það er búið að vera að sýna úr honum og hann virkar tjaaa... ógeðslega spennandi ;)

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, þarf fljótlega að fara að gera mig og Viktor til :)

Heyrumst seinna!

mánudagur, apríl 03, 2006

7-eitthvað..

Silja skoraði á mig enn öðrum netleik, maður verður nú að svara áskorunni ;)

7 frægir sem ég hef (einhvern tímann) verið skotin í:

1. Howard Donald.. þeir sem ekki vita hver þetta er þá var hann í Take That ;)
2. David Beckham ( Hann er bara ómótstæðilegur þessi gaur)
3. Robbie Williams
4. Brad Pitt ( ekki að fíla hann eftir þetta með Aniston og Angelinu)
5. Vanilla Ice.. ice ice cool as ice ;)
6. Freddie Ljunberg
7. Johnny Deep

7 hlutir sem ég get:

1. Knúsað Viktor endalaust :)
2. Horft á fóboltaleik í sjónvarpinu :)
3. Stungið mér í sundi!!!
4. Talað norsku
5. Eldað, tel mig ágæta í því ;)
6. Verið ofsalega góð húsmóðir!!!
7. Gert ekkert smá góða franska súkkulaðiköku ;)

(okey það sést hvað ég geri á daginn.. hehe )

7 hlutir sem ég get alls ekki:

1. Hætt að drekka Coca Cola Light!!!
2. Farið á snjóbretti.. á samt heila settið, ég þarf bara að æfa mig.
3. Sungið vel.. væri samt alveg til í að geta það.
4. Verið einn dag án Viktors ;)
5. Unnið á spítala.. þoli ekki að sjá blóð!
6. Unnið Veigar í skíðastökkleiknum :)
7. Hætt að borða nammi :(

7 atriði sem ég segi oft:

1. Naftur ( Æji aftur)
2. Svona
3. Viktor
4. Krúsímúsídúsinn minn... hehe
5. Hæææ
6. Veigar
7. jáááá

7 hljómsveitir sem ég hef séð live og einkenna mig sem manneskju:

1. Blur
2. Robbie Willams
3. Scooter ( ojjj, veit ekki alveg afhverju ég fór )
4. Fugees ( hvernig sem það er skrifað)
5. Dj Lov og Rafee (geðveik norsk rapphljómsveit)
6. Aha
7. ...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Giftast honum Veigari mínum :)
2. Eignast alveg helling af börnum ;)
3. Ferðast um heiminn!!
4. Klára háskólapróf.. veit samt ekki í hverju ;)
5. Fara í verslunarferð.. híhí
6. Eignast STÓRT hús.
7. Fara í fallhlífarstökk.. iiii, kemur í ljós :)

7 Hlutir sem ég verð að gera á hverjum degi:

1. Knúsa og kyssa litla sæta Viktor alveg mörg hundruð sinnum :)
2. Knúsa og kyssa Veigar, kannski ekki eins oft og Viktor.. hehe
3. Gefa Viktori að drekka.
4. Borða :)
5. Gera æfingarnar mínar ;)
6. Fara út!!
7. Fara á netið.

7 manneskjur sem ég ætla að kitla:

1. Fjóla Sigrún
2. Guðrún Gylfa.
3. Heiða
4. Hrafnhildur
5. Ingibjörg
6. Harpa
7. Ellen

Over&Out

laugardagur, apríl 01, 2006

Mamma eða gömul???

Ég spyr nú bara hvort ég sé orðin svona gömul eða voða mikil mamma??? Í gamla daga þá fór ég út að skemmta mér með vinkonunum.. eða í bíó um helgar!!! En núna á föstudagskvöldi þá var ég að ganga frá þvotti og var síðan komin uppí rúm klukkan tólf!!! Ekki nóg með það að maður sé að eldast þá er maður byrjaður að panta slim sokkabuxur í sjónvarpsmarkaðnum, sem b.t.w. svínvirka ;) Hvað er að gerast??? Áður en maður veit af þá er maður farinn að kaupa hrukkukrem og segjast vera ellilífeyrisþegi þegar maður fer í sund :)

Ég er þó með einn kost... það halda allir að ég sé miklu yngri en ég lít út fyrir að vera.. þegar ég labba með Viktor útí vagni þá halda allir að ég sé að passa.. hehe :)

Ennn svona útí eitthvað annað en að tala um að maður sé að eldast...
Haldið ekki að mín sé bara byrjuð að æfa.. fór á fimmtudaginn og föstudaginn. Mér fannst alveg komin tími að byrja aftur.. ég var komin með fráhvarfseinkenni á hreyfingu og hún lýsti sér með miklum hausverki og bakverki. Eftir fyrstu æfinguna var ég svo endurnærð og mér leið svo vel, ég tók vel á því og fór svo í langa gufu, kom heim og svaf einsog steinn. Var varla að vakna við litla sæta Viktor :)
En allavega þá er hausverkurinn farinn og kemur vonandi ekkert aftur (7 9 13), bakið í góðu lagi.. það eina er að ég er með harðsperrur.. sem er sko bara GOTT ;)

Vika í familyuna mína.. stuð stuð stuð.. en ekki voða mikið stuð að gera íbúðina shiny áður en þau koma ;)

En ég ætla aðeins að segja frá þessum sokkabuxum sem ég keypti mér :) Þetta eru svona slim and lift sokkabuxur. Ég var að fá þær senda núna og þegar ég var að máta þær þá gat ég varla komið þeim upp því þær eru svo geðveikt þröngar.. en ég náði því loksins og ég verð bara segja að þær virka ekkert smá vel.. maginn og hliðarspikið bara hvarf :) En það þýðir samt ekki að ég ætla að hætta að æfa... nei nei, þetta er bara svona á meðan ég er að byrja :) En ég mæli með þessum buxum.. þú minnkar alveg um tvær fatastærðir.. hehe :)

Ég er hætt í dag..
Bæjó