Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, júní 29, 2004

Litli Prinsinn loksins kominn!

Í morgun (29.júní) klukkan 09:08 kom litli prinsinn þeirra Heiðu og Ómars í heiminn :)
Hann var 15 merkur og 51,5 cm...Hann var með svart hár og alveg fullkominn ;)
Þannig að ég vil bara óska Heiðu og Ómari innilega til hamingju með litla prinsinn og ég get ekki beðið eftir því að fá að sjá hann :)
Annars er bara allt gott að frétta héðan... ég og Veigar erum aðeins byrjuð að undirbúa heimferðina...ég held að það fari ekki fram hjá neinum að okkur hlakkar mjög mikið til að koma heim :)
En það gerðist nú soldið neyðarlegt fyrir mig í gær... Ég var semsagt í leikfimi og maður þarf að koma með sinn eiginn lás svo maður getur læst skápnum... en allavega þá kem ég úr sturtu og fatta að ég er ekki með lykilinn og fer strax að skápnum til að athuga hvort ég hafi ekki bara gleymt honum í lásnum... en nei... lykilinn hvergi sjáanlegur og ég með minsta handklæði í heimi, sem náði sko ekki yfir rassinn á mér... en allt í lagi með það, ég fer svona að athuga hvort að það sé ekki einhver kona inn í klefanum til að aðstoða mig en hvergi kona sjáanleg... mér leið ekkert smá illa og vissi ekkert hvað ég átti að gera því ekki gat ég labbað út úr klefanum með handklæði sem náði ekki einu sinni að skýla mér... þannig ég beið með opna hurðina eftir að einhver kæmi... og svo loksins kom karlmaður út úr karlaklefanum og hann fór og náði í hjálp fyrir mig. Svo kemur þessi yndælis stelpa inn og spurði hvort ég hafi týnt lyklinum... og ég sem hélt að ég hafði læst hann inní skápnum, þá hafði ég bara gleymt honum og einhver kona farið með hann í móttökuna :) En svona getur gerst ef maður passar ekki uppá hlutina sína ;) og ég ætla að passa mig að týna honum aldrei aftur og fara kannski með aðeins stærra handklæði í leikfimi :)
En þangað til næst... behave ;)

sunnudagur, júní 27, 2004

7 dagar!

Jæja eftir akúrat eina viku verð ég komin heim í Heiðann Dalinn :) Segir maður ekki annars svoleiðis :þ
Annars er það helst í fréttum að "litli" bróðir minn er að umgangast frægafólkið... og þá er ég ekki að tala um "fræga" fólkið á Íslandi, heldur einhverja Bandaríska smáleikara... sem ég veit reyndar ekki alveg hvað þeir heita, en ég veit í hverju þeir hafa leikið!!!Mamma semsagt hringir í mig í gær til að tala eitthvað... þið vitið hvernig þessar mömmur eru :) og segir síðan: "Hefur Hansi ekkert sagt þér með hverjum hann er búinn að vera hanga seinustu daga" Og ég sem tala við hann á msn-inu á hverjum degi vissi ekki neitt... En þetta er leikarinn sem leikur í C.S.I Las Vegas... þetta er gaurinn sem vinnur á The Lab (rannsóknastofunni) hann er ungur soldið myndarlegur:) Veit alltaf allt í þessum þáttum!!! Og svo er þetta leikonan sem leikur í American Pie myndunum, hún leikur útlenskann skiptinemann sem kemur, heavy gella, gaurinn fær það áður en hún kemur við hann :) Og svo er það einhver leikona sem leikur í The 70´ Show (með honum Asthon Kutsher) veit samt ekki alveg hvernig hún lítur út því ég hef aldrei séð þá þætti!!! En hann er semsagt búinn að vera að fara út að borða með þeim, á rúntinn og eitthvað fleira og var síðan á einhverju heavy djammi í gær með þeim uppá hótelherberginu sem þau leigja!!! En ég á eftir að tala betur við hann og fá allar sögurnar :) hehehe
Það er annars mjög lítið að frétta héðan... ég og Veigar erum bara búin að vera að hanga og telja niður dagana þangað til við förum heim :)
Veigar var að keppa áðan og liðið hans vann 2-0... koma svo strákar, þið getið þetta!!!
Svo segir Veigar að ég sé tölvunörd... ég er greinilega alltaf í tölvunni :þ
En það er svona þegar maður þarf að sjá um heimasíðu... hehehe
En ég ætla að hætta þessu og fara að gera eitthvað að viti... hhuumm... veit ekki um neitt :)
En heyrumst á morgun ;)

föstudagur, júní 25, 2004

Föstudagurinn 25.júlí

Í dag eru bara 9 dagar þangað til ég kem heim til Íslands :) jíbbí
Það bólar annars ekkert á góða veðrinu sem er frekar fúlt en ég hef þó sterkar tilfinningar að það eigi eftir að skána áður en ég kem heim... ég bara finn það á mér :)
En hverjir horfðu á leikinn í gær, Portúgal-England? Ég hef bara sjaldan verið eins stressuð og þegar vítaspyrnukeppnin var... ég vonaði svo innilega að Beckham mundi ekki klúðra, en... vá hvað ég vorkenndi honum þegar hann klúðraði... greyið karlinn!!!
Victoria hefur örugglega bætt honum það upp í gærkveldi... eða einhver önnur... hehe!!!
En ég hef verið að reyna alveg á fullu að gera þessa heimasíðu aðeins skemmtilegri með því að setja myndir og hafa svona skilaboðaskjóðu og fleira en það er ekki alveg að virka :(
Ætli ég verði ekki að biðja Vigni um að hjálpa mér... en þið bara lesið dagbókina mína á meðan og ég læt ykkur vita um leið og það kemur eitthvað nýtt.
En annars var ekkert gert í dag... ekkert hægt að gera í þessu veðri!
Þannig að það er voða lítið til að segja frá.
En við heyrumst kannski á morgun...þangað til næst...bless!

miðvikudagur, júní 23, 2004

11 dagar!

Ok... eins og þið hafið kannski lesið í Dagbókinni minni þá hef ég farið í mallið seinustu tvo daga og Surprise Surprise þá fór ég aftur í dag... Þetta er reyndar alveg mjög flott mall og ég get alveg endalaust skoðað í búðirnar þar... það er sko vandamál:)
En ég var bara að skoða barnaföt fyrir hana Ólöfu Maríu, en hún er dóttir Massa og Siggu eins og þið vitið eflaust...og ef þið farið inná barnaland.is þá getið þið séð margar yndislegar myndir af henni... hún er algjör gullmoli:) En það verður gaman að fá að sjá hana þegar maður kemur heim.
Annars var dagurinn í dag bara nice... horfði á Veigar keppa og liðið hans vann 3-1 og Veigar skoraði eitt mark... jíbbí... duglegur strákur:)
Jú svo fórum við niðrá strönd í strandarblak og ég verð bara að segja að ég "suckar" feitt í blaki... hvað varð eiginlega um hæfileikana mína sem ég var með í skólaleikfiminni? Ég sem var búin að segja Veigari að ég væri geðveikt góð í blaki... ekki alveg:( Ég kenni samt sandinum um þetta, aldrei spilað úti hvað þá á sandi!!!
En hey "Æfingin skapar meistarann" og núna verð ég bara að æfa mig alveg á fullu.
En ég ætla að fara hætta þessu bulli og fara að sofa, klukkan er eitt hérna!!!
Heyrumst á morgun!
Bæ Bæ

þriðjudagur, júní 22, 2004

12 dagar!

Jæja, dagurinn í dag var bara ágætur... nema hann hefði getað verið betri ef það hefði verið gott veður:(
En það er bara búið að vera rigning í viku og ég sem ætlaði að koma heim brún en ég sé fram á að það takist ekki...uuhhuu. En ég ætla samt að halda áfram að biðja til veðurguðana:)
Annars fóru ég og Veigar í mallið í dag að versla í matinn og ég var eitthvað voða utan við mig... ég byrjaði á því að setja fullt af mat í kerru hjá konu sem ég þekkti ekki neitt og hún horfði bara á mig eins og ég væri vangefin... og svo ekki nóg með það síðan stoppuðum við hjá brauðinu og svo held ég áfram að labba með kerruna mína og þegar ég er búin að labba svona í 5 mín.stendur þá ekki þessi strákur allt í einu fyrir framan mig horfið svona á mig og ég vissi ekki alveg hvað var í gangi... en svo fattaði ég það þegar ég leit niður í kerruna "mína" að þetta var ekkert kerran mín... ég eins og hálviti fór eitthvað að afsaka mig... svo labbaði ég eins og ASNI til Veigars og Veigar spurði mig hvaða kerru ég hefði verið að keyra... svo hlóum við eins og asnar þarna í búðinni... bara fyndið!
Ég og Veigar gerðum líka þessi snildar kaup áðan... við keyptum Blakbolta og 2 Badmintonspaða... og svo erum við nýbúin að kaupa þennan brilliant frisbí... þannig að við ættum sko ekki að leiðast:)
En hey ég ætla að hætta þessu og fara að horfa á Danmörk-Svíþjóð...
Heyrumst seinna!

mánudagur, júní 21, 2004

13 dagar!!!

Aðeins 13 dagar þangað til að ég kem heim til Íslands...
Hlakka rosalega til að hitta alla og þá sérstaklega hann Zidane...hundinn okkar:)
En í dag fór ég aðeins að stússast...
Ég reyndar vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf eitt... já ég veit að ég get sofið, en ég var bara eitthvað svo þreytt:Þ
En þegar ég vaknaði fóru ég og Veigar til Folkregisteren hérna í Oslo þar sem ég þurfti að ná í norska kennitölu og ég get sagt að það er ekkert mjög nice að fara þangað... rosalega mikið af "öðruvísi" fólki þarna :þ
Ég tók miða og þurfti að bíða í 30 mínútur eftir að komast til einhverja konu sem sagði við mig að ég gæti ekki fengið kennitölu fyrr en ég væri komin með vinnu... ertu ekki að djóka, ég hefði getað sleppt því að fara þangað... bökk!
Til að fá kennitölu þarf ég að fara í bankann og biðja bankann um að sækja um kennitölu... Afhverju eru Norðmenn svona erfiðir. Þannig á morgun þarf ég að fara í bankann!
Svo fóru ég og Veigar í Elkjop (Elkó) og við þurftum nátturulega að versla...þannig að við keyptum straujárn, strauborð, rakvél(fyrir Veigar) og músamottu! Þannig að núna get ég farið að stauja... vei!!!
En jæja ég ætla að fara að skella mér í leikfimi...

sunnudagur, júní 20, 2004

Allt að koma:)

Loksins!!!
Er aðeins að skilja þetta betur núna... gekk ekki nógu vel í byrjun með þessa blessuðu heimasíðu en ég kann allavegana að setja inn myndir(þó að þær fari ekki alveg á réttan stað:)
og skrifa á dagbókina!
En ég á mikið eftir að gera þannig að verið bara þolinmóð... þetta kemur (vonandi)
Bless í bili.
Kv. Íris

Ég sjálf! Posted by Hello

laugardagur, júní 19, 2004

Helló

Halló halló
Þetta er prufa númer 2!
Ekkert að ganga upp hjá mér :(

miðvikudagur, júní 16, 2004

Ný heimasíða!

Bara smá prufa!