Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, janúar 20, 2006

Úti er alltaf að snjóa...

á svo sannalega vel við í dag hérna í Oslo. Ýturnar hafa ekki við að skafa þannig að það hefur myndast góður snjór á götum og gangstígum og ég sem ætlaði út að labba með litla Viktor verð bara að njóta að horfa á snjóinn í gegnum rúðuna.
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við fórum til Svíþjóðar seinasta laugardag og Viktor Páll var ekkert smá góður allan tímann. Hann svaf bara í bílnum og var reyndar vakandi í vagninum þegar við vorum að versla en kvartaði ekki neitt. Ferðin tók allan daginn og ég fann að honum fannst voða gott að koma heim til sín í rúmið og fá aðeins að sprikla út löppunum. En hann var alveg rosalega góður. Algjör draumur ;)

Í dag er Bóndadagurinn og hvað ætlið þið svo að gera fyrir karlpungana??? Ég ætla að elda góðan mat handa mínum... leyfa honum að hvíla sig í uppvaskinu í kvöld (hehe) og gefa honum eitt stórt KNÚS :)

Ég er að klára að setja inn myndir inná barnalandsíðuna hans Viktors, ætla að klára það og fara síðan að versla í matinn :)
Við heyrumst seinna gott fólk.

Kv,
Íris

föstudagur, janúar 13, 2006

Skápavandamál...

Það eru gamlir skápar heima hjá mér... sem lykta ekki alltof vel og alveg sama hvað ég þríf þá oft með sápu og allskonar hreingerningarefnum þá er bara alltaf vond lykt!!! Eruð þið með einhver ráð til að losna við skápalykt þannig að ég þurfi ekki að þvo fötin áður en ég nota þau??? Ég er frekar pirruð á þessu því lyktin fer svo í hausinn á mér :(

Endilega commentið ef þið hafið einhver góð ráð!!!

Kv,
Íris

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Miðvikudagur...

Hæ hæ...

Þá er loksins allt dótið komið á sinn stað og mín fór í gær og tók upp allar gallabuxurnar sem ég var búin að pakka niður á meðan ég var ólétt... og mér til mikillar gleði þá komst ég í allar buxurnar :) Núna loksins á ég föt... :) og það er svo langt síðan ég notaði þær að ég get eiginlega sagt "ný" föt ;) En næstu daga ætla ég að taka klæðaskápinn minna í gegn... mér finnst ég reyndar alltaf vera að gera það!!!

Í gær fórum við að versla smá handa Viktori og mér... ég fékk brjóstadælu og gjafapúða en Viktor fékk samfellur (",)
Veigar er byrjaður að æfa á fullu og það eru yfirleitt tvær æfingar á dag hjá honum... hann á frí síðan um helgina og við erum að spá í að fara til Svíþjóðar og versla í matinn.

Annars hefur Viktor Páll það alveg mjög fínt... hann er alltaf jafn vær og góður. Hann er byrjaður að brosa meira og reynir alveg á fullu að tjá sig. Hann er samt örugglega kominn með smá leið á okkur... við gerum ekkert annað en að gretta okkur og blaðra við hann og koma með alskonar hljóð :)

Ég fer annars að setja inn myndir af honum á síðuna hans og skrifa eitthvað í vefdagbókina hans...

Kv,
Íris

mánudagur, janúar 09, 2006

Bloggað frá Noregi

Halló gott fólk...

Þá er litla fjölskyldan komin aftur heim til Noregs eftir frábæra dvöl á Íslandi.
Þótt það sé gott að vera kominn aftur út þá var alveg rosalega erfitt að kveðja alla, sérstaklega fjölskylduna. Mér finnst ekkert smá leiðilegt að þurfa að taka litla gullmolann af þeim. Rétt 5 vikna gamall og svo bara farinn til útlanda og maður veit ekkert hvenær maður kemur aftur heim! En svona er þetta og ég var búin að lofa að tala við þau á hverjum degi í gegnum skype og webmyndavélina svo þau geta nú eitthvað fylgst með honum... ekki bara gegnum myndir.
Ennn... við komum heim í gær í ískalt húsið og það var ekki farið að hitna fyrr en klukkan 2 í dag eftir að við fórum og keyptum ofn í Elko. Viktor Páll fékk að sofa uppí rúmi hjá okkur því það var alltof kalt fyrir hann að sofa einn í rúminu sínu. Viktor svaf einsog steinn í alla nótt, vaknaði klukkan átta og fékk sér að borða og svaf síðan til hálf eitt. Hann er algjör draumur þetta barn :)
En í dag höfum við verið að ganga frá dótinu okkar... reyna að koma öllu fyrir. Nýr einstaklingur kominn og hann tekur nú smá pláss ;)
Síðan fórum við í göngutúr útí búð með nýja vagninn... hann alveg svínvirkar :) Viktor var líka alveg að fíla hann, góðir temparar á honum ;)

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... ég ætla að halda áfram að ganga frá.
Við heyrumst seinna :)

Kv,
Íris