Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, júlí 31, 2004

Tusenfryd

Það er sko mikið búið að gera síðan ég skrifaði seinast í dagbókina! Veðrið hefur verið alveg frábært... heiðskírt og hitinn hefur farið alveg í 29 stig. Í fyrradag fórum ég og Anna á ströndina og svo um kvöldið fórum við öll þrjú í strandarblak, og það var ekkert smá gaman þótt að ég og Anna töpuðum alltaf fyrir Veigari, þá var samt gaman :-)
En hey ég gleymi alveg að segja ykkur hvað ég og Veigar gerðum á miðvikudaginn... við skelltum okkur í sundlaugagarðinn og stukkum bæði af 7 metrunum... Veigar stökk meira að segja á undan mér!!! En hann var ekkert smá mikið hetja og þá gat ég ekki annað en að stukkið líka... ég lenti samt svoldið illa og var að drepast í hendinni eftir það, but I´m okey now ;) En þetta var rosalegt og adrenalínið var sko alveg á fullu! Talandi um adrenalín, þá fórum við í tívolíið í gær. Það heitir Tusenfryd og er hérna rétt hjá Oslo. Það var mjög flott og mörg góð tæki. Ég og Anna fórum í öll tækin en Veigar var ekki alveg eins þorinn!!! En hann fór þó í eitt tæki sem var nú soldið scary... og það kom mér á óvart að hann þorði að fara í það... og hann fór meira að segja tvisar sinnum í það ;) Svo fórum ég og Anna í svona tæki sem snýst geðveikt hratt í hringi og við vorum ný búnar að borða Candyflos og drekka kók og ég hélt að ég mundi deyja úr ógleði... mæli ekki með þessu :) En við tókum fullt af myndum og þarf ég að fara að læra að setja inn þessar blessaðar myndir, við erum kominn með svo margar!!! En þetta var algjör snilt og heppnaðist dagurinn mjög vel. En Vignir kemur ekki til okkar, náði engu ódýru fari hingað. Hann og Silja koma þá vonandi bara næsta sumar:) En það er laugardagur núna og klukkan að verða tvö og maður er ennþá í náttfötunum... Þannig að ég ætla að fara að hætta þessu og fara að klæða mig og skella mér út í góða veðrið :) Við óskum ykkur bara góðra skemmtunar um helgina og farið þið bara varlega í áfengið ;) Heyrumst eftir helgi... bæbæ

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Fiskibollurnar hennar ömmu!

Já í kvöld var farið í frystirinn og náð í "Fiskibollurnar" hennar Ömmu, en hún bjó þær spes til handa mér og lét mig fá þær áður en ég fór aftur til Noregs... og þær voru ekkert smá góðar... Í dag var skellt sér í sundlaugagarðinn vegna veðurs ;-) En veðrið var mjög gott!!! Í sundlaugagarðinum eru nokkur stökkbretti sem eru mis há... Stæðsta er 10 metrar og næsta 7 metrar og þriðja 5 metrar og svo nokkur aðeins minni... ég semsagt fer á þetta sem er 7 metrar og ætlaði að vera þessi "hetja" og stökkva en litla hjartað mitt var ekki alveg að þora, þannig að Veigar kemur til mín og ætlaði að hoppa en var heldur ekki alveg að þora því... þannig að við fórum bara á 5 metra brettið og byrjuðum bara þar... Svo sagði Veigar þegar við vorum búin að hoppa:" Ég sá svoldið eftir því að hafa hoppað" ææjjjj hann er með svo lítið hjarta þessi elska... ég má allavega búast við að hann hoppi ekki af 7 metra brettinu og hvað þá 10 metra brettinu, en ég er bara rétt byrjuð og er búin að heita mér því að stökkva af 10 metra brettinu áður en sumrinu líkur :) 
En Vignir er kannski að spá í að koma til okkar á fimmtudaginn og vera hjá okkur í 4-5 daga, það verður ekkert nema stuð hjá okkur :) Verst að Silja komist ekki... en hún kemur kannski með næst :)
Ætla að hætta þessu... biðjum að heilsa öllum heima!!!

mánudagur, júlí 26, 2004

Mánudagur

Seinustu dagar hafa bara verið rólegir... Veigar var að keppa um helgina og þurfti að fara á laugardeginum og gista eina nótt og svo kom hann seint heim á sunnudagskvöldinu og hann fékk að taka tölvuna með sér þannig að ég að gat ekki skrifað í dagbókina eða farið inná msn-ið og ég fann að það var mikill missir!!! En ég og Anna fundum okkur eitthvað að gera og á Laugardeginum þá fórum við í mallið og Anna keyptir sér eitthvað í HM og keypti líka eitthvað smá... alveg ótrúlegt hvað það er ódýrt þarna og mikið að alveg fínum fötum!!! Svo um kvöldið var bara horft á sjónvarpið... á "Paradise Hotel" það eru 6 þættir eftir og þetta er geðveikt spennandi... get ekki beðið eftir næsta þætti... bannað að segja hver vinnur en ég vona allavega að Keith vinnur. En svo á sunnudeginum þá vöknuðum við og fórum í þennan góða göngutúr meðfram bátahöfninni og líka í þessu yndælis veðri og svo um kvöldið var fylgst með leikjunum hérna í Noregi og þar sem Stabæk sigraði 2-1... sem er nátturulega alveg frábært :) Veigar kom síðan heim klukkan 2 um nóttina. En núna er mánudagur og klukkan rétt gengin yfir sex og við nýbúinn að borða pítu... En í morgun sváfum við soldið út því að við fórum að sofa klukkan þrjú, hálf fjögur þannig að við vöknuðum ekki fyrr klukkan 12:30 í morgun... og ég og Anna skelltum okkur á ströndina á meðan Veigar fór á æfingu og svo þegar við fórum að ná í Veigar komu þrumur og eldingar... þannig að við drifum okkur bara heim! Á morgun erum við svo að spá í að fara í tívolíið eftir að Veigar er búinn á æfingu... það fer samt líka eftir veðri. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra og fara að spila með liðinu "Hættuspilið" úúúú... Heyrumst kannski á morgun... bæbæ

föstudagur, júlí 23, 2004

Það var strákur :)

Þann 20. júlí klukkan 16:38 þá átti Hrafnhildur, vinkona, STRÁK :) Hann var 51 cm. og 3440 gr. Þannig að ég vil bara óska Hrafnhildi og Nonna til hamingju með litla Prinsinn ;) Hrafnhildur sendi mér myndir af honum og er hann ekkert smá sætur :)
En núna eru komnir tveir prinsar og ein prinsessa í vinahópinn... og hver verður eiginlega sú næsta að koma með eitt lítið kríli??? Það verður gaman að sjá :o)
En annars er bara allt gott að frétta héðan... það var reyndar skýjað í gær og mér sýnist að það verði líka skýjað í dag, þannig að ég veit ekki alveg hvað við gerum. Kannski að við röltum niðrí bæ... kemur bara allt í ljós. En í gær fór ég og keypti kennsludisk sem ég set í tölvuna til að læra Norskuna... voða sniðugt, þannig að núna ætla ég að byrja alveg á fullu að læra Norskuna!!!
En ég hef annars voða lítið að segja meira þannig að ég ætla bara að kveðja í dag og við heyrumst fljótlega... bæbæ 

 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Nektarströndin!

Hverjir hafa farið á nektarströnd? Endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst.  En allavega hafði ég aldrei farið á nektarströnd fyrr en í dag!!! En ég skal segja ykkur betur frá þessu eftir smástund. En í morgun vaknaði ég og fór að ná í systur mína út á flugvöll því hún ætlar að vera hérna hjá okkur í 3 vikur. Veðrið var alveg æðislegt, 25 stiga hiti og sól þannig að það kom ekkert annað til greina nema að skella sér beint á ströndina á meðan Veigar var á æfingu. Við reyndar héldum að það yrði ekkert af strandarferðinni þar sem við festumst í lyftunni í blokkinni okkar... en Veigar var eitthvað fíflast og hoppaði í lyftunni og svo reyndar hoppaði ég á eftir honum og svo var bara allt stopp... eftir 2 mínutur fór síðan allt á stað aftur og við ekki lengi að koma okkur út úr lyftunni þegar hún opnaði.  Þegar Veigar var búinn á æfingu þá fórum við saman á strönd sem við höfðum aldrei farið á áður en höfðum heyrt um hana og skelltum okkur bara þangað. En okkur brá ekkert smá þegar nakinn karlmaður stendur þarna bara eins og ekkert væri og ég veit ekki hvert litla systir mín ætlaði...svo fórum við að fylgjast aðeins með fólkinu og þá var það bara allt "Butt Naked" og við ekki lengi að koma okkur í burtu. Við fundum aðra strönd þarna rétt hjá og skelltum okkur þangað. Þetta kom mér annars ekkert smá á óvart og ég hafði aldrei haldið að það væri nektarströnd hérna í Oslo...  En svo var bara farið heim og eldað Taco... nammi namm. Nú er klukkan annars orðin 24:00 og við erum bara búin að vera horfa á sjónvarpið og tókum reyndar tígul sjöuna áðan þar sem ég "skít" tappaði. En ég veit ekki alveg hvað verður gert á morgun... fer alveg eftir veðri!
En verð að hætta... heyrumst seinna.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Paradís

Veigar er í Köben og ég er búin að vera ein heima í allan dag og er nú svoldið farið að leiðast! Ég er nú samt búin að vera voða dugleg við að finna mér eitthvað að gera... T.d. fór ég á ströndina til að sóla mig aðeins ;) og svo kom ég hérna heim og lagðist aðeins út á svalir til að sóla mig meira, fjölbreytnin ekkert smá ;) Allavegana þegar ég fattaði að sólin er ekki holl þá fór ég og tók til í allri íbúðinni :) því ég á nú von á systur minni hérna á morgun og mun hún dvelja hjá okkur, í "Paradísinni" í heilar 3 vikur. Annars er veðrið búið að vera fínt hérna eftir að við komum heim... orðið heitara og ég held að spáin sýni að það eigi eftir að hitna meira á næstu dögum og ég er ekkert að kvarta yfir því;)
Á laugardaginn þá var Veigar að keppa æfingaleik á móti Lyn og leikurinn endaði 1-1 og haldið ekki að kallinn hafi bara skorað:) Ég horfði á leikinn og hann stóð sig ekkert smá vel :)
Svo um kvöldið var grillveisla og ég hélt að það yrði svona eins og seinast þegar það var grillveisla... en hún var svoldið mikið öðruvísi... við áttum að koma með okkar eigin grillmat svo þegar við komum (tek það fram að við vissum ekkert hvar eða hvernig þetta yrði) þá var grillveislan á  ströndinni og á einhverjum klettum og sólin var farin og það var byrjað að hvessa og það bætti ekki að ég var á háhæluðum skóm og í þunnri peysu... allir voru eitthvað voða sporty... nema ég. Ég sagði líka við Veigar að spyrja næst hvar grillveislan yrði þannig að maður gæti nú komið rétt klæddur! En annars var bara mjög gaman og Veigar grillaði þessa rosa góðu hamborgara. En ég ætla að fara hætta þessu og fara að ná í karlinn.
Við heyrumst seinna ;)

sunnudagur, júlí 18, 2004

Jæja... ég var að taka eftir því að ég skrifaði seinast í dagbókina mína 29. júní... næstum því kominn mánuður og enginn segir neitt (uuuhhhmm!!!) En það hefur nú margt gerst á þessum tíma og núna ætla ég að segja ykkur frá því helsta!!!
En semsagt 4. júlí þá fórum við  Veigar heim til Íslands og get ég sagt ykkur að það var alveg frábært að koma heim og hitta alla... og þótt að ég var bara búin að vera hérna í Noregi í 4 mánuði þá leið mér eins og ég væri búin að vera hérna í 4 ár :o)  En tíminn leið ekkert smá hratt heima en ég náði þó að heimsækja og hitta alla. En ég náði ekki að borða allt sem ég ætlaði mér að borða... fékk t.d. enga ýsu með kartöflum og smjöri :(  En ég fór á Kentucky og það var bara gott... skil ekki afhverju Kentucky er ekki hérna í Noregi!!! Á meðan við vorum heima þá gistum við heima hjá mömmu hans Veigars og var það bara fínt... Silja og Vignir voru líka þar og það voru 11 mánuðir síðan við sáum þau seinast þannig að það var frábært að hitta þau...  og svo var nátturulega alveg æðislegt að hitta hann Zidane, hann var ekkert smá glaður þegar hann sá okkur. Svo kom helgin og þá var sko djammað ;) Á föstudeginum héldum ég og Veigar grillveislu heima hjá Veigari og vorum við ekkert smá heppinn með veður. Grillveislan heppnaðist mjög vel og ég held bara að allir skemmtu sér rosa vel... Svo var farið niður í bæ þar sem við fórum á Hverfisbarinn þar sem ég og Fjóla hittum Silju, Massa, Óla og Guðfinnu og vil ég bara þakka þessu fólki fyrir frábært kvöld :)  og þá sérstaklega Massa... he dance he dance ohh the way he moves he moves... hehehe!!! Þetta var ógeðslega gaman og ég held að Silja var ekki sú vinsælasta hjá kvennfólkinu... GO Silja :)
Svo var vaknað á laugardeginum smá þunnur eins og gengur og gerist nema hvað að Veigar þarf að fara í eitthvað golfmót og ég svo góð við hann spyr hvort ég ætti ekki að bera kylfurnar fyrir hann!!! Hann var sko ekki lengi að segja jú... og bara damm, var að vona að hann gæti verið góður á móti og sagt nei vertu bara heima... en ég fékk lánaða einhverja kvartbuxur hjá Gunnu og flíspeysu og svo þegar ég kom uppá golfvöll þá var rigning og skít kalt... og ég með engan regngalla, þannig að ég ætlaði bara að fara heim en neiiii, mamma sko ekki lengi að koma með auka regngalla sem hún var með... þannig að ég þurfti að labba 18 holur með Veigari, við reyndar gáfumst upp á 9 holunni og fórum og fengum okkur Kentucky... og mér var svo kalt að ég náði ekki hitanum upp fyrr en eftir 5 glasið af Kaptein Morganum... það var semsagt farið að skemmta sér um kvöldið;) Við stelpurnar hittumst heima hjá Hörpu þar sem við drukkum og kjöftuðum og var bara mjög gaman hjá okkur... alltaf gaman í stelpupartýum. En svo fórum við niðrí bæ og aftur var farið á Hverfisbarinn og aftur skemmt sér mjög vel!!!
Svo á sunnudeginum var bara legið í leti og svo um kvöldið fórum við í mat til Massa og Siggu og Ólöf Maríu. Og eru ég og Veigar alveg heilluð af litlu prinsessunni... hún er æði og mig hlakkar strax til að sjá hana aftur... verst að vera svona langt í burtu frá henni :( En ég og Veigar erum að vonast til að þau koma í heimsókn til okkar fljótlega!!!
Svo fór ég og heimsótti litla prinsinn hennar Heiðu og var hann bara sætastur :)
En þetta og margt margt fleira gerði ég heima á Íslandi og get ég skrifað alveg helling en ég er ekki alveg að nenna því þannig að ég ætla bara að hætta núna en ég lofa að skrifa á morgun!!!
Bæ í bili