Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, júlí 28, 2006

Fredag

Hello everybody....

Ég fór inná síðuna http://myheritage.com og athugaði hverjum frægum ég líkist. Ég líktist gellunni sem leikur í King Kong og svo kom gellan sem leikur í Charmed ( Miller eitthvað, var með Justin Timb. einu sinni) en svo prófaði ég Veigar og VÁ hvað ég hló mikið... Hann semsagt líktist Alicia Keys, Arnold Swas og Magic Jonson.
Það er kannski lítið hægt að marka þetta því þegar við settum mynd af Viktori þá kom Muhammad Ali :)

Annars er mest lítið að frétta af okkur. Maður er bara að kafna úr hita hérna. Það gengur einhver voða fín hitabylgja og hitinn er svona á bilinu 25-30 á hverjum degi og það dregur ekki fyrir sólina.... jájá ég veit við eigum voða erfitt ;) Viktor sefur bara í bleyjunni á nóttinni og svo er hann bara í samfellu yfir daginn.

Vignir og Silja eru að koma til okkar í heimsókn :) Þau koma 4 ágúst og verða til 9 ágúst. Okkur er farið að hlakka mikið til að fá þau í heimsókn. Það verður gert eitthvað skemmtilegt á hverjum degi :)

Hef annars frá voða litlu að segja ...
Viktor segir : mnmmnn ( Hann er aðeins að fá að pikka inn líka)

Bkv.
Íris og Viktor

mánudagur, júlí 17, 2006

"Smile! It confuses people.."

Jáhá... er svarið við spurningunni þinni Fjóla.. Það er frekar mikið bloggleti í gangi ;)
Enda ekki annað hægt þar sem að sólin skín og hitinn frekar mikill.. en ég ætla ekkert að vera að monta mig við ykkur sem búa á Íslandi ;) Ég er ekki svo vond........ Múhaaaaa!!!

Annars er allt mjög gott að frétta af okkur!!! Fórum í mat til Tom og Astrid um daginn. Leyfðum Viktori og Selmu að leika aðeins saman. Svo kíktum við til Stebba og Hörpu í mat á föstudaginn og enduðum í skemmtilegu grillpartýi alveg til klukkan 4 um nóttina. Það var smá útilegu stemmning í gangi. Sátum úti og hlustuðum á íslensk lög ;)

Á laugardaginn fórum við í tívólíið... (í góða veðrinu)

Í gær var Veigar að keppa og ég og Viktor skelltum okkur á leikinn. Stabæk vann 4-0 og skoraði Veigar fyrstu tvö mörkinn :) Hann var síðan valinn maður leiksins:) Algjör snillingur!!!

Ég er búin að panta farið til Spánar fyrir mig og Viktor. Við förum 10 águst og verðum í 2 vikur :) Mamma og pabbi eru með sumarhús á Alicante og ég og Viktor ætlum að skella okkur til þeirra :) Veigar kemst ekki með útaf fótboltanum :(

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag...

Heyrumst!

laugardagur, júlí 08, 2006

Frakkland eða Ítalía.............

Hvernig haldið þið að HM endar?? Verður það Frakkland eða Ítalía??
Ég held að frakkar vinni 2-1 ;)
Annars veit ég ekkert um það!!! Hef samt verið að fylgjast með HM á fullu... enda á ég kærasta sem er mikill fótboltalover...
Í morgun þegar við sátum og fengum okkur morgunmat tók hann mig í smá HM spurningaleik og mín svaraði bara ÖLLUM spurningunum rétt :)

Annars fórum við um daginn og keyptum handa mér hlaupaföt og hlaupaskó :) Núna fer ég á hverjum degi út að hlaupa. Það er búið að vera svo klikkað gott veður hérna að ég bara tími ekki að fara í ræktina og hanga þar inni.

Á mánudaginn skelltum við okkur í smá siglingu með Morten, Alan og Patrick... Þetta var fjölskyldubáturinn hans Morten. Hann var nú ekkert rosastór og flottur. En svínvirkaði og við silgdum aðeins þarna um og fórum síðan á eyju þarna rétt hjá og grilluðum og skelltum okkur í sjóinn. Svo fékk Veigar að sigla heim og núna er hann kominn með veikina... bátaveikinu og vill helst kaupa bát í dag :) En það var rosalega gaman hjá okkur og veðrið alveg snilld.

Það er víst laugardagur í dag... ekkert planað hjá okkur Viktori... Veigar er hins vegar með fulla dagskrá hjá sér... hann er að nefnilega að keppa í skallatennis í Tusenfryn (tívólíið) Hann er svo vel virkur hann Veigar að hann varð bara að vera með í því. Þetta eru bara 4 srákar úr liðinu sem eru með í þessu og Veigar var valinn þjálfarinn. Hann valdi þrjá stráka og núna þarf hann bara að stýra þeim til sigurs :) Ég og Viktor ætlum bara að vera heima á meðan. Við nenntum ekki að fara því ef hann kemst eitthvað áfram þá þarf hann að vera frá 9-22:00 og ég né Viktor erum að nenna að hanga þarna allan tímann!

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst!

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Árið 2006...

Þú veist að það er 2006 ef.....
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi, mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama um svona lista ... En vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun ;)
Kv,
Íris