Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, október 31, 2005

Mánudagur

Hæ hæ...

Hin rólegasta helgi búin og ný "vinnuvika" að byrja ;)
Á föstudaginn þá kom þetta svaka inniveður, rok og snjór gerði það að verkum að ekki var hægt að keyra mikið, sérstaklega þegar maður er ennþá á sumardekkjum. Þannig að ég labbaði útí búð og keypti heitt kakó og rjóma, kom síðan heim og bakaði köku fyrir familíuna og við sátum bara inni og það eina sem vantaði var jólatónlistin ;) Um kveldið var bara pöntuð pizza og horft á Idol og síðan smá jólakortaföndur. Ekkert smá kósý.
Á laugardagsmorgni klukkan hálf átta, var farið á fætur og ég náði í Fjólu og við gerðumst smá BT brjálæðingar og mættum í röðina fyrir utan BT í smáralindinni og vorum að vonast til að keypt eitthvað af þessu ódýra dóti sem var verið að auglýsa. En kaupóðir íslendingar voru mættir þarna klukkan hálf fjögur um nóttina þannig að ágætis röð var komin, en við létum það ekki á okkur fá og biðum þarna í einn og hálfan tíma eftir að búðin opnaði. Það var því miður allt það besta búið en ég keypti DvD spilara á 2000 krónur :)
Um kvöldið var síðan svaka matarboð hérna heima, fullt af fólki þannig að ég gat ekki annað er verið heima eina ferðina enn á laugardagskvöldi!
Á sunnudeginum fór ég í Húsasmiðjuna og Blómaval, og komst í þvílíkt jólastuð þar sem allt var skreytt í jóladóti. Kannski soldið snemmt, en ef maður spáir í það þá er fyrsti í aðventu 27 nóvember og má þá ekki byrja að spila jólalög og skreyta aðeins???
En einsog ég sagði þá var þetta voða róleg og góð helgi :)

Í morgun fór ég í mæðraskoðun og allt lítur voðalega vel út hjá mér. Bumban stækkar reglulega og púlsinn fínn, hann var aðeins búinn að hækka hjá mér, en ég var með svo lágan fyrir að það var engin athugasemd gert á það. Þannig að allt í góðu hjá mér og bumbubúanum :)

Og svo smá fréttir af Veigari... hann var að keppa í gær á móti Pors Grenland, seinasti leikurinn þeirra og þeir rúlluðu honum upp 8-1 og Veigar skoraði tvö :) Góður endir á góðu tímabili!!!

En ég ætla að skella mér í sund :)
Heyrumst seinna!!!

fimmtudagur, október 27, 2005

L O S T ! ! !

Hver á Lost seríu #2??? Mig langar svo í hana!!! Veigar var að byrja að horfa á hana í gær og hann sagði að hún sé of spennó og núna er ég að deyja mig langar svo að horfa á hana...
Ef einhver á hana og vill vera svo góður að lána mér hana... please let me know (",)

Annars er allt gott að frétta af mér og bumbukrílinu... Aðeins 5 vikur eftir, sem er kannski ekkert svo langt þangað til en verður örugglega voða lengi að líða. Það hefur allt komið vel út hjá ljósmóðurinni... ég fer næst í skoðun núna á mánudaginn og svo vikulega alveg fram að stóru stundinni ;) Á þriðjudaginn fer ég á "Opið Hús" á fæðingarganginum, fæ að sjá hvernig þetta virkar og lítur út. Ég ætla að draga mömmu með fyrst að Veigar er ekki hérna.
Heilsan er annars fín, hef verið að fá smá í bakið, og það fyndna við það er að ég fæ í bakið ef ég sit og slappa af... þannig að ég hef reynt að hafa nóg að gera. Ég hef farið í sund á hverjum degi, syndi heila 500 metra, sem er voða hressandi. Í morgun komu amma og afi við hjá mér og við skeltum okkur í göngutúr með Kiöru og hvolpinn hennar. Það er reyndar svoldið kalt úti en maður lætur sig hafa það. Ég reyni að hafa alveg nóg að gera og þá kannski líður tíminn aðeins hraðar ;)

En íslenski bachelorinn í kvöld... alveg ótrúlegt að maður getur horft á þennan þátt, ætli það sé ekki bara útaf því að maður finnst gaman að horfa á aðra gera sig að f...? (sorry)

Over&Out

sunnudagur, október 23, 2005

EnnEinHelgi...Búin

Mér finnst tíminn líða endalaust hratt og mér finnst alltaf vera sunnudagar.
En það var nóg að gera hjá mér um helgina, enda þurfti ég að sjá um stórt heimili :)
Mamma og pabbi fóru á fimmtudaginn, um kvöldið fórum við í mat til ömmu, í slátur sem mér finnst ekkert smá gott. Seinna um kvöldið komu síðan TLC gellurnar í heimsókn og við horfðum allar á Íslenska Bachelorinn og síðan á Ástarfleyið og svo auðvitað var kjaftað líka ;)
Föstudagskvöldið fór ég í pizzu og Idol hjá Massa og Siggu, Garðar og Magga komu líka með Dag Orra sæta, hann er ekkert smá mikil dúlla og rosalega góður :)
Laugardagskvöldið var síðan tekið mjög rólega, kannski einum of... var bara heima og horfði á sjónvarpið allt kvöldið og borðaði nammi (",)
Í kvöld koma síðan mútta og pabbi heim og það verður ágætt að fá þau aftur, er ekkert að fíla að passa þessa kríslinga hérna ;) Nei segi svona, þau eru búin að vera ágæt.

Veigar er að fara að keppa á eftir, vonandi að þeir vinni þótt þeir séu komnir upp þá er alltaf gaman að vera í fyrsta sæti ;)

Ég er hins vegar að fara í kaffi til ömmu og afa, þannig að ég ætla að hætta þessu bulli og fara að klæða mig, klukkan hálf tvö og maður er ennþá í náttfötunum ;)

See´ya

miðvikudagur, október 19, 2005

Íslendingur :)

Veigar "sæti"

Eftir leikinn á sunnudaginn; Espen, Markus, Veigar og Nannskog.
Veigar stoltur íslendingur :)

Miðvikudagur

Ég held að það sé kominn tími á smá skrif hérna, enda frá alveg ótrúlegu miklu að segja :)
Ég veit varla hvar ég á að byrja, en það sem stendur nú mest uppúr er að Stabæk hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeildina á ný :)
Þeir mættu Sandefjord á sunnudaginn í fjörugum leik, sem endaði 3-1 fyrir Stabæk. Sandefjord eru í öðru sæti, þannig með að vinna þá er alveg öruggt að þeir fari aftur í úrvalsdeildina... gleðigleði :)
Veigar stóð sig einsog hetja og átti þátt í tveim mörkum Stabæks og var valinn maður leiksins. Hann er alveg ótrúlega góður sko ;) hehe
Veigar sagði að stemmningin hafi verið alveg gífurleg og einsog sjá má á myndinni hérna fyrir neðan þá var sko fagnað í kampavín. Veigar var sko alveg að fíla sig þarna :)
Eftir leikinn var farið að hitta stuðningsmennina og tjúttað síðan eitthvað frameftir.

Það var annars nóg að gera hjá mér um helgina... Hún byrjaði á föstudaginn með afmælisveislu hjá Bryndísi systur, það var svona Halloween afmæli og allt húsið var skreytt í allskonar halloween dóti, very scarryyy :) Afmælið stóð alveg til ellefu og eftir það var ég búin á því, enda þegar það koma saman 14 stúlkur þá eru alltaf læti. Á laugardeginum hittumst við nokkrar úr saumó og fórum að föndra. Ég keypti föndur í jólakort og ég er aðeins búin að missa mig í því, komin með heil 24 kort :) En við stelpurnar föndruðum hjá Guðrúnu og komum hver með smá kræsingar. En eftir það þá fór ég heim því það var smá fjöskylduafmæliskaffi, meiri kökkur :) Sat heima til átta og fór þá aftur til Guðrúnar og þá var sko pöntuð pizza og partyparty :) Það var ógeðslega gaman, við stelpurnar getur setið endalaust og kjaftað. Síðan þegar nokkrir bjórar voru komnir í kroppana þá var tekinn dans, og auðvitað var ég með í því ;) Klukkan hálf tvö var ég síðan orðin frekar þreytt og fór þá bara heim að lúlla :) Sunnudagurinn fór síðan í leti og jólakortaföndur... og ekki má gleyma svaka spennandi fótboltaleik hjá kallinum!

Mamma og Pabbi eru að fara til Madridar á morgun... koma heim á sunnudaginn, þannig að ég verð ábyrgðarmaðurinn á heimilinu á meðan :) En það verður tekið því bara rólega, ekkert partý ... :)

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag...

Bæjó

miðvikudagur, október 12, 2005

Aaaaarrrggg

(Ekki fyrir viðkvæma)
Hér með lýsi ég yfir því að starfsmenn Tryggingarfélag Ríkisins í þjónustumiðstöðinni eru aumingjar með hor í nefinu!!! Mér er alveg sama þótt ég sé að móðga einhvern sem þekkir einhvern sem er að vinna þarna eða er að vinna þarna, því þegar maður hefur lent fjórum sinnum á ömurlegu starfsfólki, og þá er ég að tala um kellingar, þá bara get ég þetta ekki lengur og ég ætla að hringja á morgun og tala við yfirmann og kvarta!!! Ég ætla að vera þessi leiðilega og kvarta. Í Noregi þá þurfti ég að hringja þarna tvisar sinnum og ég fékk kerlingu í símann sem var svo leiðileg að það lá við að ég fór að grenja.
Í gær fer ég í TR og lenti á konu sem var frekar leiðileg, svaraði snökklega einsog hún nenti ekki að vera í vinnunni... í dag fer ég aftur og lendi þá á konu sem sat og mátti ekki vera að því að tala við mig því hún svo mikið að skrifa á msn-ið sitt. Ég spurði nokkrar spurningar og fékk ekkert svar. Ég átti ekki til orð, hvað átti ég að gera? Ég sat þarna einsog auli!!! Mig langaði svo að öskra á hana hvort hún væri ekki að afgreiða mig, en ég efast um að hún hefði heyrt í mér!!! En finnst ykkur að ég ætti að tala við yfirmann og fá hann til að klára þetta mál fyrir mig og kvarta, því ég er ekki ennþá búin að fá fullnægjandi svör frá þessum helv. píkum!!!

En ofan á allt þetta hatur er ég með bullandi kvef og hita!!! Það er eins gott að það verði farið fyrir laugardaginn, afmæli og brjálað partý um kvöldið og ekki má gleyma
skottu-skemmtuninni... ég verð að vera laus við þetta kvef.

Silja mín... upplýstu mig nú aðeins :) Er þetta satt með Nick og Jessicu??? Eru uppáhalds parið mitt að skilja??? Ég bara verð að fá eitthvað svar, svona fyrst þú ert þarna í Bandaríkjunum og inní öllu Hollywood slúðrinu!! ;)

Lengra verður þetta ekki í bili...
Heyrumst (",)

sunnudagur, október 09, 2005

Sunnudagur til sælu!

Hæ hæ...

Fyrstu skrif mín eftir að ég kom heim til Íslands.
Kom hingað seint á fimmtudagskvöldið og þá var bara aðeins spjallað við fjölskylduna og síðan farið að sofa enda búið að vera langt ferðalag fyrir svona ófríska konu ;)
Síðan á föstudeginum var ég vöknuð bara í fyrri kantinum og Fjóla kom til mín í smá heimsókn og síðan fórum við til Hrafnhildar þar sem hún var búin að bjóða í smá hádegiskaffi. Heiða og Harpa komu líka og Harpa kom með litlu prinsessuna sína og hún ekkert smá lítil og sæt :)
Það var roslega gaman að hitta stelpurnar og við töluðum endalaust saman, einsog alltaf.
Um kvöldið var ég bara heima, horfði á Idolið og hafði það bara rólegt og gott.
Á laugardeginum var bara gert hitt og þetta með mömmu, farið í rúmfatalagerinn, kíkt í smá heimsókn til litla frænda og síðan var ég bara heima um kvöldið. Það má segja að bæði föstudags og laugardagskvöldin hafi verið frekar í rólega kantinum. En það verður sko bætt upp næstu helgi þegar Guðrún ætlar að halda svaðalegt partý :)
Í dag var síðan smá kaffiboð hérna hjá mömmu og ætli ég eyði ekki líka bara kvöldinu hérna heima í faðmi fjölskyldunnar!!!

Ég ætla að skella mér í bað, langt síðan ég hef farið í bað :) Enda bara sturta heima í Noregi!

Heyrumst seinna :)

fimmtudagur, október 06, 2005

Jólafílingur á fullu!!!

Svei mér þá, ég er bara komin í smá jólafíling... enda ekki annað hægt þegar maður fer að skoða í búðum og það er spilað "Last Christmas" með honum George Micheal!!! Fílaði það alveg í tætlur og þótt þetta hafi ekki verið nein spes búð þá var ég inní henni þangað til lagið var búið :)
Og svo ekki nóg með það, þá var ég að horfa á barnatímann í morgun, ( ekki að ég geri það á hverjum morgni ) þá var sýnd jólateiknimynd!!! Er ekki alveg öruggelega 6 nóv.??? En þetta er soldið spes, en samt voða gaman ;)

En ég er búin að vera voða dugleg í morgun, vaknaði klukkan átta, ekkert mál! Náði í E-104, mér til mikillar gleði :) Kom síðan heim og þurfti aðeins að leggja mig, vaknaði síðan um tólf og þá bara setti ég allt í gang, tók voða vel til í íbúðinni, kláraði að pakka og síðan fór ég með allar flöskurnar í endurvinnslu :) Kláraði að versla allt sem ég átti eftir að versla... og Gunna "tendgó" ég fór og ætlaði að kaupa varalitinn sem þú varst að tala um, afgreiðslustúlkan sagði að hann hafi klárast og síðan hafi hún ekki fengið hann aftur og vissi ekkert hvort hún mundi gera það!!!

En gott fólk, ég ætla að fá mér að éta skella mér í sturtu og gera mig voða sæta því "Ísland here I come" ;)

See´ya (",)

miðvikudagur, október 05, 2005

Miðvikudagur

Greyið Veigar... en honum var nær :)
Í morgun þá skutlaði ég Veigari útá lestarstöð og hann og Stebbi tóku lestina saman útá völl, allt í góðu með það... þeir innrita sig inn og fara svo í fríhöfnina og ég veit ekki hvað þeir voru að spá en þeir náðu einhvern vegin að missa af vélinni!!! Af eigin reynslu þá veit ég hvernig Veigar er þegar kemur að fara í flugvél, hann er sko ekkert að stressa sig að fara í vélina. Seinast þegar ég og hann fórum heim til Íslands þá sagði hvort að við ættum ekki að drífa okkur... neinei ekki vera svona stressuð, helduru að vélin fari á undan okkur??? Ohhh hann er svo mikill töffari :) En þarna sérðu Veigar minn... vélinn getur farið á undan þér (",)
En þeir þurftu að fljúga til Köben og hittu alla strákana þar... en síðan var vélinni til Varsjáar aflýst þannig að hópurinn skiptist niður, Veigar og Stebbi fóru til Svíþjóðar og þaðan til Varsjá, aðrir til Osló, Berlin eða Helsinki. Ég segi bara greyið Veigar, hann sem þolir ekki að fljúga og lenda svo í þessu!!! En hann lærir vonandi af þessari reynslu :)

Ég er ekki ennþá byrjuð að pakka og ástæðan er sú að ég veit ekkert hvað ég á að taka með mér!!! Get bara verið í joggingbuxum, sem og ég HATA og ég vil ekki vera að taka einhverjar
gallabuxur sem ég síðan passa ekki í...Ég er líka með svo mikinn bjúg um allan líkamann, sem gerir það ennþá erfiðara að komast í gallabuxurnar :(

En ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, ég ætla líka að reyna að fara snemma að sofa því ég á að mæta klukkan níu í fyrramáli á tryggingarstofuna mína hérna í Noregi og ná í þetta blessaða E-104 skjal, svo ég geti átt heima á Íslandi og þá held ég að ég sé búin að redda öllu :)
En það er frekar langt síðan ég átti að vakna svona snemma þannig að þá er bara að vona að ég sofi ekki yfir mig... því annars get ég bara gleymt því að koma heim og fæði þá bara hérna ;)
Neinei... bara djók!!!

Setti nokkrar myndir inn, í nýja möppu sem heitir bumbumyndir # 2... Enjoy

Kv,
Íris

mánudagur, október 03, 2005

Mandag !!!

Komin mánudagur og það styttist í Íslandsförina... mér er farið að kvíða soldið fyrir henni, enda svo mikið sem ég á eftir að gera áður en ég fer. Það er nefnilega helv... mikið vesen að eiga heima í Noregi, vera íslenskur ríkisborgari og vilja fæða á Íslandi. Bara um leið og maður flytur erlendis þá er einsog maður er settur útí kuldan á Íslandi. Redda hinu og þessu, borga meira í lækniskostnað og bara endalaust vesen. Ég er núna að bíða eftir E104 frá Noregi um að leyfa mér að eiga heima og þá vona ég að þetta sé allt komið... krossa putta ;)

En það var endalaust mikið fjör um helgina hjá okkur...
Á laugardaginn þá fórum við til Stebba og Hörpu í smá kaffi, sátum reyndar soldið lengi hjá þeim, einsog gengur og gerist.
Á sunnudaginn þá var Veigar að keppa á móti Kongsvinger... Heimaleikur og svaka stemning. Stabæk vann 4-1 og Veigar "töffari" ákvað bara að skora tvö, mjög falleg mörk :) Þannig núna er hann kominn í 2-4 sæti yfir markahæðstu leikmenn í deildinni, 4 leikir eftir og vonandi að hann komi með fleiri! En eftir þennan stórsigur þá fórum við til Stebba og Hörpu, Stebbi var að fara að keppa þannig að við buðumst til að passa strákana svo Harpa kæmist á leikinn. Það endaði reyndar þannig að ég var ein að passa þar sem Stabæk strákarnir ætluðu að hittast á Friday´s og fá sér að borða og nokkra öllara. Allt í góðu með það... svo koma Stebbi og Harpa heim og við hringdum í Veigar, sem var staddur á Living Room, og það var svo mikið fjör hjá honum að við skeltum okkur til hans. Þetta er VIP staður, allt flotta og fræga fólkið stundar þennan stað og það eina sem Stebbi þurfti að segja var: " ég spila fyrir Lyn" þá fengum við að fara inn :) Ég var ekki alveg í mínu besta outfitti, og hefði alveg viljað skipta um föt því þegar inn var komið þá voru einum of miklar gellur þarna :)
Þarna mátti sjá fullt af frægum, þá sérstaklega fótboltamönnum því þetta er eina kvöldið sem þeir geta djamma, því það eru alltaf leikir á sunnudögum.
En við skemmtum okkur ógeðslega vel, ég fór meira að segja á dansgólfið og tók nokkur move ;) Við vorum þarna alveg þangað til að staðurinn lokaði, skutluðum síðan Hörpu og Stebba heim og vorum kominn heim eitthvað um hálf fimm.
Baby-ið var rosalega gott á meðan við vorum á staðnum, og ég held að það hafi bara sofið á meðan, síðan um leið og ég lagðist niður á koddan þá byrjaði það sko að sparka alveg á fullu og hélt smá vöku fyrir mér (",)

En ég var að koma úr ræktinni og ég ætla að skella mér í sturtu, vekja síðan þunna manninn og síðan ætlum við að skella okkur til Stebba og Hörpu ( aftur, já ég veit) og elda þennan fína kalkún sem við keyptum í Svíþjóð :)

See you later (",)

laugardagur, október 01, 2005

Hvað er málið...

með íslenska Bachelor þáttinn??? Okkur Veigari fannst þetta svo ógeðslega hallærislegt að við meikuðum ekki að horfa á einn þátt. Ohhh my goddd!!! Af öllum íslendingum, afhverju þessi kynnir? Svo sagði sjónvarpsstjóri hjá Skjá 1 að þetta væri skemmtilegt sjónvarpsefni því þetta væri sannleikurinn... við íslendingar eigum ekki að gera svona þætti, alltof skömmustulegt!!!
Sorry ef ég hef móðgað einhvern en þetta er bara mitt álit og þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar ;)

En útí eitthvað skemmtilegra... moi er að koma heim á fimmtudaginn :) Ég kem með seinni vélinni, þannig að á föstudaginn þá getið þið náð í mig í sama íslenska númerið mitt ef þið viljið vera memm :)

Svo eitt líka alveg ótrúlega ánægjulegt þá var Veigar valinn í landsliðið, hann fer á miðvikudaginn og verður í viku. Ekkert smá gaman :)
Hann kemur samt ekki til Íslands fyrr en í lok nóvember. Þeir eru að æfa alveg til 2 des. en þar sem ég er sett 4. des þá ætlar hann að reyna að koma fyrr!
En ég verð án hans í heila tvo mánuði og mig hlakkar EKKI til... Þetta verður ótrúlega leiðilegt en svona er þetta!

Ég ætla að fara að hætta þessu bulli því ég og Veigar erum að fara í kaffi til Stebba og Hörpu, nýbakaðir snúðar og kleinur ;)

Heyrumst...