Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

miðvikudagur, október 19, 2005

Miðvikudagur

Ég held að það sé kominn tími á smá skrif hérna, enda frá alveg ótrúlegu miklu að segja :)
Ég veit varla hvar ég á að byrja, en það sem stendur nú mest uppúr er að Stabæk hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeildina á ný :)
Þeir mættu Sandefjord á sunnudaginn í fjörugum leik, sem endaði 3-1 fyrir Stabæk. Sandefjord eru í öðru sæti, þannig með að vinna þá er alveg öruggt að þeir fari aftur í úrvalsdeildina... gleðigleði :)
Veigar stóð sig einsog hetja og átti þátt í tveim mörkum Stabæks og var valinn maður leiksins. Hann er alveg ótrúlega góður sko ;) hehe
Veigar sagði að stemmningin hafi verið alveg gífurleg og einsog sjá má á myndinni hérna fyrir neðan þá var sko fagnað í kampavín. Veigar var sko alveg að fíla sig þarna :)
Eftir leikinn var farið að hitta stuðningsmennina og tjúttað síðan eitthvað frameftir.

Það var annars nóg að gera hjá mér um helgina... Hún byrjaði á föstudaginn með afmælisveislu hjá Bryndísi systur, það var svona Halloween afmæli og allt húsið var skreytt í allskonar halloween dóti, very scarryyy :) Afmælið stóð alveg til ellefu og eftir það var ég búin á því, enda þegar það koma saman 14 stúlkur þá eru alltaf læti. Á laugardeginum hittumst við nokkrar úr saumó og fórum að föndra. Ég keypti föndur í jólakort og ég er aðeins búin að missa mig í því, komin með heil 24 kort :) En við stelpurnar föndruðum hjá Guðrúnu og komum hver með smá kræsingar. En eftir það þá fór ég heim því það var smá fjöskylduafmæliskaffi, meiri kökkur :) Sat heima til átta og fór þá aftur til Guðrúnar og þá var sko pöntuð pizza og partyparty :) Það var ógeðslega gaman, við stelpurnar getur setið endalaust og kjaftað. Síðan þegar nokkrir bjórar voru komnir í kroppana þá var tekinn dans, og auðvitað var ég með í því ;) Klukkan hálf tvö var ég síðan orðin frekar þreytt og fór þá bara heim að lúlla :) Sunnudagurinn fór síðan í leti og jólakortaföndur... og ekki má gleyma svaka spennandi fótboltaleik hjá kallinum!

Mamma og Pabbi eru að fara til Madridar á morgun... koma heim á sunnudaginn, þannig að ég verð ábyrgðarmaðurinn á heimilinu á meðan :) En það verður tekið því bara rólega, ekkert partý ... :)

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag...

Bæjó

3 Comments:

  • At 8:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæhæ, ég sá einmitt grein um Veigar í einhverju blaði, til hamingju með kallinn.... En hlakka til að sjá þig í kvöld

     
  • At 2:20 e.h., Blogger Heiða said…

    Til hamingju með kallinn, hann stendur sig vel ;) Takk fyrir laugardaginn og að nenna að skutla mér heim ;) hehe
    Sjáumst

     
  • At 2:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk sömuleiðis, það var ekkert smá gaman hjá okkur og það var nú lítið vandamál að skutla þér heim ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home