Miðvikudagur
Það var annars nóg að gera hjá mér um helgina... Hún byrjaði á föstudaginn með afmælisveislu hjá Bryndísi systur, það var svona Halloween afmæli og allt húsið var skreytt í allskonar halloween dóti, very scarryyy :) Afmælið stóð alveg til ellefu og eftir það var ég búin á því, enda þegar það koma saman 14 stúlkur þá eru alltaf læti. Á laugardeginum hittumst við nokkrar úr saumó og fórum að föndra. Ég keypti föndur í jólakort og ég er aðeins búin að missa mig í því, komin með heil 24 kort :) En við stelpurnar föndruðum hjá Guðrúnu og komum hver með smá kræsingar. En eftir það þá fór ég heim því það var smá fjöskylduafmæliskaffi, meiri kökkur :) Sat heima til átta og fór þá aftur til Guðrúnar og þá var sko pöntuð pizza og partyparty :) Það var ógeðslega gaman, við stelpurnar getur setið endalaust og kjaftað. Síðan þegar nokkrir bjórar voru komnir í kroppana þá var tekinn dans, og auðvitað var ég með í því ;) Klukkan hálf tvö var ég síðan orðin frekar þreytt og fór þá bara heim að lúlla :) Sunnudagurinn fór síðan í leti og jólakortaföndur... og ekki má gleyma svaka spennandi fótboltaleik hjá kallinum!
Mamma og Pabbi eru að fara til Madridar á morgun... koma heim á sunnudaginn, þannig að ég verð ábyrgðarmaðurinn á heimilinu á meðan :) En það verður tekið því bara rólega, ekkert partý ... :)
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í dag...
Bæjó
3 Comments:
At 8:48 f.h., Nafnlaus said…
Hæhæ, ég sá einmitt grein um Veigar í einhverju blaði, til hamingju með kallinn.... En hlakka til að sjá þig í kvöld
At 2:20 e.h., Heiða said…
Til hamingju með kallinn, hann stendur sig vel ;) Takk fyrir laugardaginn og að nenna að skutla mér heim ;) hehe
Sjáumst
At 2:02 e.h., Nafnlaus said…
Takk sömuleiðis, það var ekkert smá gaman hjá okkur og það var nú lítið vandamál að skutla þér heim ;)
Skrifa ummæli
<< Home