Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, október 03, 2005

Mandag !!!

Komin mánudagur og það styttist í Íslandsförina... mér er farið að kvíða soldið fyrir henni, enda svo mikið sem ég á eftir að gera áður en ég fer. Það er nefnilega helv... mikið vesen að eiga heima í Noregi, vera íslenskur ríkisborgari og vilja fæða á Íslandi. Bara um leið og maður flytur erlendis þá er einsog maður er settur útí kuldan á Íslandi. Redda hinu og þessu, borga meira í lækniskostnað og bara endalaust vesen. Ég er núna að bíða eftir E104 frá Noregi um að leyfa mér að eiga heima og þá vona ég að þetta sé allt komið... krossa putta ;)

En það var endalaust mikið fjör um helgina hjá okkur...
Á laugardaginn þá fórum við til Stebba og Hörpu í smá kaffi, sátum reyndar soldið lengi hjá þeim, einsog gengur og gerist.
Á sunnudaginn þá var Veigar að keppa á móti Kongsvinger... Heimaleikur og svaka stemning. Stabæk vann 4-1 og Veigar "töffari" ákvað bara að skora tvö, mjög falleg mörk :) Þannig núna er hann kominn í 2-4 sæti yfir markahæðstu leikmenn í deildinni, 4 leikir eftir og vonandi að hann komi með fleiri! En eftir þennan stórsigur þá fórum við til Stebba og Hörpu, Stebbi var að fara að keppa þannig að við buðumst til að passa strákana svo Harpa kæmist á leikinn. Það endaði reyndar þannig að ég var ein að passa þar sem Stabæk strákarnir ætluðu að hittast á Friday´s og fá sér að borða og nokkra öllara. Allt í góðu með það... svo koma Stebbi og Harpa heim og við hringdum í Veigar, sem var staddur á Living Room, og það var svo mikið fjör hjá honum að við skeltum okkur til hans. Þetta er VIP staður, allt flotta og fræga fólkið stundar þennan stað og það eina sem Stebbi þurfti að segja var: " ég spila fyrir Lyn" þá fengum við að fara inn :) Ég var ekki alveg í mínu besta outfitti, og hefði alveg viljað skipta um föt því þegar inn var komið þá voru einum of miklar gellur þarna :)
Þarna mátti sjá fullt af frægum, þá sérstaklega fótboltamönnum því þetta er eina kvöldið sem þeir geta djamma, því það eru alltaf leikir á sunnudögum.
En við skemmtum okkur ógeðslega vel, ég fór meira að segja á dansgólfið og tók nokkur move ;) Við vorum þarna alveg þangað til að staðurinn lokaði, skutluðum síðan Hörpu og Stebba heim og vorum kominn heim eitthvað um hálf fimm.
Baby-ið var rosalega gott á meðan við vorum á staðnum, og ég held að það hafi bara sofið á meðan, síðan um leið og ég lagðist niður á koddan þá byrjaði það sko að sparka alveg á fullu og hélt smá vöku fyrir mér (",)

En ég var að koma úr ræktinni og ég ætla að skella mér í sturtu, vekja síðan þunna manninn og síðan ætlum við að skella okkur til Stebba og Hörpu ( aftur, já ég veit) og elda þennan fína kalkún sem við keyptum í Svíþjóð :)

See you later (",)

5 Comments:

  • At 9:27 f.h., Blogger Heiða said…

    Þú kemur í dag :D Hlakka til að hitta þig líka!!

     
  • At 4:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hmmmm heiða mín það er þriðjudagur í dag og hún kemur á fimmtudaginn :)
    2 dagar.........

     
  • At 8:56 f.h., Blogger Heiða said…

    Hélt hún kæmi 4.okt 8-> *roðn*

     
  • At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    En hvenær kemur Veigar minn heim.........var að fá mér pókersett

     
  • At 6:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Veigar kemur ekki heim fyrr en í lok nóvember :)

     

Skrifa ummæli

<< Home