Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, september 19, 2005

Mánudagur...

Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég hef verið mjög léleg við bloggið seinustu vikur... Hef verið að fá kvartanir frá fjölskyldunni... "þessi og þessi eru miklu duglegri að blogga en þú!!!"
Okey... ég veit, ég skal reyna að vera duglegri en ég lofa engu ;)

Annars erum við búinn að vera mjög róleg... Harpa og Stebbi eru með heimsókn hjá sér þannig að við erum ekkert búinn að vera hitta þau og það er bara einsog annar handleggurinn á manni sé farinn... :) Nei nei segi svona.

Í kvöld kíktum við í heimsókn til Tom og Astrid, Tom er með Veigari í boltanum. Við sátum hjá þeim og síðan fóru Veigar og Tom niðrí bæ en við stelpurnar vorum bara heima. Astrid er líka ólétt og á að eiga 5 janúar þannig að við höfum alveg nógu mikið að tala um ;)

Ég fór til kaupmannsinns á horninu í dag og hvað haldið að ég hafi séð og keypt undir eins... Íslenskt Freyju Risa Rís :) Er þetta ekki að verða svoldið fyndið að maður getur keypt íslenskt súkkulaði hér??? En ég sit núna og er að borða það... og það er alltaf jafn gott! Rís... þú átt það alltaf skilið :)

Gunna "tangdó" á afmæli í dag og ég og Veigar sungum svo fallega afmælissöngin til hennar í dag, en ég ætla óska henni aftur Til hamingju með afmælið því hún er ein heim og báðir strákarnir hennar í útlöndum og auðvitað tengdadæturnar líka ;) Vonandi áttiru góðan dag :)

Annars er allt gott að frétta af litla babyi- inu. Það lætur sko ekki fara lítið fyrir sér þessa dagana... það er sko bara sparkað í mann einsog og maður er gerður úr stáli. Ég er farin að halda að það sofi aldrei. Í fyrrinótt þá hélt ég að ég væri rifbeinsbrotinn því ég átti erfitt með að draga inn andan því mig verkjaði svo í rifbeinunum. En það var allt orðið gott daginn eftir! Mér finnst samt alltaf gaman þegar maður finnur fyrir svona spörkum... og um daginn þá fann ég fyrir litlum hæl koma út og mér fannst það bara krúttlegt :)

Over&Out

1 Comments:

  • At 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir sönginn ,við Zidan áttum bara góðan dag borðuðum matinn okkar ,forfðum á sjónvarpið,Enginn kom í heimsókn ,ÞVÍ ALLIR ERU ERLENDIS +MAMMA ER ÍÞÝSKALANDI ,gátum því ekkert hvartað við neinn um þennan yndislega dag,og ég á þessum fína aldri #$###$Enn ég sætti mig alveg við hann því ér er að verða amma ,annars væri ég brjáluð DJÓK

     

Skrifa ummæli

<< Home