Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, ágúst 29, 2005

Fótboltafréttir

Veigar með mark á móti gamla félaginu, leikurinn endaði 1-3 fyrir Stabæk :)
Það má segja að það var allt brjálað á Marienlyst þegar Stromsgodset tók á móti Stabæk. Auðvitað var ég mætt á svæðið ásamt Hörpu og strákunum til að styðja Veigar. Mættum aðeins fyrr og fórum að keyra um á gamla staðnum og ryfja upp skemmtilegar minningar. Síðan var farið á leikinn og setið í sömu sætunum og við gerðum fyrir fjórum árum. Maður kannaðist nú við einhverja þarna og þá aðalega leikmenn og jú einn gamlan fylliraft sem mætir á alla leiki og hann ætlaði að lemja Veigar einu sinni þegar hann var að keppa á móti þeim... kexruglaður.
En Veigar skoraði fyrsta markið og það var víst púað á hann af stuðningsmönnum Godset... en hann sagði að það hafi bara verið gaman ;)
En staðan var 2-1 og tíu mínutur eftir og Godset var að pressa stíft á Stabæk þegar Stabæk fær gott færi og leikmaður Stabæks felldur, ekki inná vítateygnum heldur á línunni en dómarinn dæmir víti. Markmaðurinn alveg brjálaður og rýkur í dómarann og er að fara að lemja hann. Ýtir við honum þannig að dómarinn er næstum því dotinn. Markmaðurinn fær rautt og ætlar rjúka aftur í dómarann. Hann er dreginn útaf af vellinum þegar að staff maður hjá Godset rýkur inná vellin og ætlar líka í dómarann og bara allt Stabæk liðið... þjálfarinn hjá Godset slær þjálfarann hjá Stabæk og það er bara allt að verða brjálað. Eftir vítið þá var dómarinn fljótur að flauta leikinn af og fór með fylgd útaf vellinum.
Ja hérna... Stabæk menn voru samt sáttir með sigurinn og þeir tróna ennþá í fyrsta sæti og niðurtalningin heldur áfram... 9 leikir eftir.
Talandi meira um fótbolta þá var Veigar valinn í landsliðið sem keppir 3 og 7 sept. Þannig að karlinn er að fara á morgun eða hinn heim til Íslands og kemur ekki aftur fyrr en 8 september. Hvað á ég að gera á meðan??? Vantar eitthvað dundur... prjóna? Kannski að ég geti prjónað einn trefil. Hef ekki verið myndarleg í höndunum síðan forever :)
Verð örugglega eitthvað hjá Hörpu og það er alltaf brjálað stuð hjá henni. Enda á hún tvo orkubolta sem ganga fyrir súrefni, sem þýðir þeir eru á fullu alla daga.
En hey... ég ætla að fara að gera eitthvað með karlinum, ef þetta er seinasta kvöldið hans.
Heyrumst seinna!!!

2 Comments:

  • At 2:07 e.h., Blogger Heiða said…

    Hva er e-r leti að blogga?? ;)

     
  • At 9:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    sammála fyrsta ræðumanni, á ekkert að fara að skrifa eitthvað ????? :)

     

Skrifa ummæli

<< Home