Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

laugardagur, ágúst 06, 2005

InniPúkaVeður

Ój hvað veðrið er leiðinlegt í dag, laugardagur og maður hangir bara inni hjá sér í rigningu og þrumum og eldingum!!! Ekta innipúkaveður, ligg bara uppí sófa og les Da Vinci, með nammi og kók ;)
Í gær hinsvegar keyrðum við til Svíþjóðar. Harpa og Stebbi komu líka. Við fórum að versla í matinn. Reynum að fara þanga svona þrisvar á ári. Það er svo ódýrt að versla þarna, sérstaklega kjöt... keyptum eitt kíló af kjúklingabringum á aðeins 1250 krónur. Náðum að fylla STÓRA innkaupakerru af allskonar dóti. Það er voða gaman að fara inní ískápinn sinn núna :)
Lyftan í húsinu okkar er í Exstreame makeover... það er verið að setja bara glænýja lyftu í húsið og ekki er það af verri kantinu þar sem hin lyftan var ÓgeðsleG... En það er samt voða leiðinlegt að þurfa að labba uppá fimmtu hæð, sérstaklega þegar maður er að koma úr svona mikilli innkaupsferð, en þar sem ég er ólétt og má þá ekki bera þunga hluti þá þurfti Veigar greyið að labba tvær ferðir með allt draslið og svo kom ég á eftir með einn kókkassa :) Algjör prinsessa ;)
En lyftan er búin að vera í vinnslu núna í einn mánuð og það virðist ekkert vera að ganga hjá þessum vinnumönnum. Þeir koma alltaf klukkan 8 á morgnana og byrja að berja og bora og það heyrist ekkert smá hátt, og svo eru þeir hættir klukkan tólf og bara farnir, þeir eru sko ekki að virða svefninn hjá fólkinu hérna í blokkinni!!!

Já svona í lokinn... kommentið undir nafni!!! Miklu skemmtilegra ;)
Bæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home