Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, júlí 29, 2005

Hæ hæ...

Þá er ég komin til baka til Noregs... og ég tók góða veðrið með mér, sorry en það var sól í gær og í dag og spáin var ský og rigning... Veit ekki hvernig ég fer að þessu ;)
Flugið gekk betur en seinast, fékk enga verki í kviðinn en var bara mjög þreytt eftir flugið. Þegar ég kom heim þá lagði ég mig og síðan fórum ég og Veigar og Garðar í mat til Hörpu og Stebba um kvöldið. Sátum hjá þeim að verða hálf eitt. Í dag var sofið vel út og svo náðum við í Garðar og við röltuðum niðrá Carl Johans... ég og Veigar vorum að reyna að láta hann kaupa barnaföt fyrir litla Babyið hans og sögðum að hann gæti alveg sagt okkur kynið, hún Magga væri hvort sem er að fara að eiga eftir nokkra daga. En hann sagði ekkert og lét sko ekki plata sig :) Síðan á leiðinni heim byrja ég að fá þessa skrítna tilfinningu í ulliðinn og puttana og skildi ekkert hvað þetta var... Þegar ég leit síðan á puttana þá voru þeir þrefaldir... ég fékk ekkert smá mikinn bjúg og þrýsting í hendurnar og bara alla líkamann. Ég flýtti mér heim úr sólinni og fór að drekka vatn. Ég er aðeins skárri núna, sem betur fer.
Við fengum okkur síðan pizzu í matinn og skutluðum síðan Garðari útá lestarstöðina því hann var á leiðinni heim... en síðan hringdi hann í okkur þegar hann var kominn útá völl og þá var 6 tíma seinkun á vélinni þannig að hann tók lestina aftur til okkar og Veigar og hann sitja núna í tölvunni.

En það er fínt að vera komin heim aftur... úr stressinu heima á Íslandi. Seinasta kvöldið var mjög fínt. Við stelpurnar í saumó fórum á Caruso og fengum þennan æðislega mat þar. Síðan fórum við á Ara í Ögri og sátum þar og spjölluðum meira. Takk fyrir æðislegt kvöld stelpur mínar. Svo þegar ég var að kveðja Hörpu þá fannst mér svo skrítið að næst þegar ég sé hana þá verður hún orðin mamma, með tveggja mánaða krúsídúllu.

En ef einhver veit hvernig hægt er að losna við bjúg... eða minnka hann aðeins endilega látið mig vita, mér líður einsog ég sé að springa!!!

Kv. Íris

4 Comments:

  • At 11:13 e.h., Blogger Heiða said…

    Úff man eftir þessum andskotans bjúg ;) Vertu bara dugleg að drekka vatn og borða melónu og svona og slepptu alveg saltinu. Sjáumst svo næst í sept/okt, þetta verður fljótt að líða! :)

     
  • At 1:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Takk sömuleiðis fyrir rosalega vel heppnað kvöld. :) Hlakka svo mikið til að sjá þig í sept/okt.

     
  • At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohhhhh þessi helv.... bjúgur! Láttu mig þekkja það! Reyndi allt til að losna við þetta en ekkert gekk - bjúgurinn fór ekki fyrr en viku eftir að Ólöf María fæddist....En vatnið og lítið salt á víst að vera málið þrátt fyrir að hafa ekki virkað á mig....
    En við erum strax farin að sakna ykkar ýkt mikið! Það var æðislega gaman að hafa ykkur hér heima og takk kærlega fyrir að koma með góða veðrið með ykkur :)
    Later
    Sigga

     
  • At 9:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohhh... takk fyrir góð ráð!!! Ég ætla sko pottþétt að láta Veigar nudda mig ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home