Ein lítil sónarmynd :)
Hæ hæ !!!
Við erum ekki búinn að redda skanna, þannig að ég tók bara nokkrar myndir af sónarmyndunum og þessi var best þannig ég læt hana bara fylgja :)
Ég var víst búin að lofa myndum inná síðuna í dag og það er alveg á fullu í vinslu núna... það var smá vesen með forritið sem ég nota til að setja inn myndir en ég er að vonast til að það lagist. Ég næ bara að setja inn 5 myndir í einu og það tekur ekkert smá langan tíma. Þannig bara hold on þetta kemur ;)
Í gær var Veigar annars í frí og við fórum að ganga frá ýmsum málum og svona. Hitinn var alveg geðveikur... 29 stiga hiti og bara of heitt til að geta legið í sólbaði, enda er ég komin með smá leið á því. Það er bara þannig þegar maður fer í frí til sólarlanda í 2 vikur þá nýtur maður alla sólardagana í botn, en þegar maður býr hérna þá er þetta allt öðruvísi. Maður getur alveg látið þessa sólardaga bara fram hjá sér fara. Ennn síðan í gærkvöldi þá fórum við út í smá göngutúr meðfram ströndinni... rómó :)
Í dag er síðan spurning hvað maður gerir... aftur gott veður og þá er spurnig hvort maður fari ekki í góðan göngutúr eða í ræktina !!!
Over&Out
3 Comments:
At 10:37 f.h., Heiða said…
Awww sætt, sjúga puttann sinn ;)
At 1:22 f.h., Nafnlaus said…
ekkert smá sætt :)
At 11:59 f.h., Nafnlaus said…
Vá æði!!! Ekkert smá skýr mynd... ji hvað þetta er eitthvað raunverulegt núna!
Sigga
Skrifa ummæli
<< Home