Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Yndislegur dagur :)

Sorry Sorry... þessi grein átti að koma í gær en vegna hversu mikið er að gera hérna hjá okkur þá náði ég ekki að klára hana þannig ég ætla að halda áfram hérna :) Verði ykkur að góðu ;)

Ég veit að það er soldið langt síðan ég skrifaði... en það er bara búið að vera svo mikið að gera!
Við erum búin að vera á ströndinni og við sundlaugagarðinn... og gær fórum við síðan útað borða og svo í bíó á Mr. and Mrs Smith. Myndin var mjög góð og það mátti sjá smá neista þarna á milli þeirra! Það verður gaman að sjá hvort þessar sögur séu sannar og hvort þau eigi von á barni sama... uuhhmm

En í dag (þriðjudagur) þá fórum við í fyrsta sónarinn okkar :) Guð hvað það var æðislegt... Mér kveið fyrst fyrir... krosslagði putta og vonaði að allt væri í lagi. Þegar konan byrjaði síðan að skoða mig ég sá litla krílið mitt í fyrsta skipti þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður getur ekki lýst. Þvílík spörk og handahreifingar sem við fengum að sjá. Það vissi sko alveg að við vorum að skoða það og ég er ekki frá því að það var smá að sína sig fyrir okkur. Ljósmóðirin hló bara og sagði sjaldan hafa séð jafnmikla hreifingu og þarna. En þetta var alveg yndislegt og allt í besta lagi. Við fengum svo að vita kynið og erum að spá í halda því leyndu... Sorry ;)
En ég þarf að skanna myndirnar inn og setja þær inn. Það verður kannski smá bið í það... eigum ekki skannara... en ég lofa að gera það.
Ég var sett 4 desember þannig að það er aldrei að vita nema Fjóla fái það afmælisgjöf... þarf bara að halda í mér í einn dag.

Beint eftir sónarinn í gær fórum við í tívólíið með Hörpu og Stebba... það var mjög gaman. Við konurnar fórum reyndar ekki í nein tæki og settumst bara í sundlaugagarðinn og fengum okkur smá lit... ekki það að ég þurfi þess :)

Í dag (miðvikudagur) löbbuðum við síðan niðrá tún hérna rétt hjá og fórum svo smá að mallast og síðan að horfa á Veigar keppa. Það var bikarleikur og þeir gerði sér lítið fyrir og unnu úrvalsdeildaliðið Fredrikstad 4-2... ekkert smá flott hjá þeim.
Núna þá liggjum við bara hérna heima... hálf dasaðar eftir alla þessa sól og Veigar villiköttur er að fara út með strákunum. Við gellurnar erum hálffegnar að losna við hann og ætlum bara að vera með svona stelpukvöld ;)

Er að spá í að hætta þessu núna... þarf að skella mér í sturtu... þvo skítinn :)
See you later!!!

3 Comments:

  • At 10:39 f.h., Blogger Heiða said…

    Frábært að heyra með sónarinn :) Oh nú er maður að springa úr forvitni hvort kyn þú ert með ;) Ég held samt að þú sért með stelpu ;) hí hí
    Já þetta er yndisleg tilfinning að vera með lítið líf í maganum :)
    Hlakka til að sjá þig eftir 18 daga :)

     
  • At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    váv hvað þetta er spennandi, ekki nema von að barnið hafi verið að sparka á fullu og með mikið af hreyfingum, enda þið Veigar alltaf á fullu. Þið verðið greinilega að fara að kaupa ykkur skanna

     
  • At 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég fer strax að vinna í því og svo þegar allt liðið er farið þá hendi ég inn bumbumyndum og fleirum skemmtilegum myndum ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home