Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, maí 27, 2005

Föstudagur...

Halló Halló...
Langt síðan að maður hefur skrifað... héðan er annars allt gott að frétta, voða lítið búið að gerast síðan seinast. Kannski það helsta er að Veigar var valinn í landsliðið. Hann fer til Íslands á mánudaginn og kemur ekki heim fyrr en 9 júní. Rosa gaman hjá honum... hann getur ekki beðið eftir að fá Kentuckey ;) Skil hann voða vel...
Ég sit heima með sýkingu í augunum :( Byrjaði fyrir mánuð að vera rauð á hægra augnlokinu... núna er ég rauðari og er líka orðin rauð undir því og svo smá á vinstra auga... fór til heimilislæknis í gær og fékk eitthvað við þessu. Ég verð bara að segja að ég lít ekkert voða spes út svona og mig alveg drullu klæjar í þessu!!!
Á laugardaginn er ég svo trúlega að fara að djamma með stelpunum í Stabæk... Ein er búin að bjóða heim til sín og svo verður farið niðrí bæ eftirá. Fyrsta skiptið sem ég fer að djamma með þessum stelpum þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta kvöld endar... pissfull að reyna að tjá sig á norsku :)
Ég er alveg ástfangin af nýju skónum mínum... var að kaupa hvíta geðveikt flotta pumaskó... það er reyndar búið að vera rigning síðan ég keypti þá og ég hef ekki tímað að fara í þeim út... Það er reyndar sól núna þannig ég er að spá í að fá mér göngutúr í nýju skónum mínum í bankann.

Ennn það er víst kominn föstudagur... flest allir komnir í helgarfrí!!! Hvað á annars að gera um helgina??? Djamma eða vera bara heima og horfa á video???

Ég kveð í bili... góða helgi gott fólk

5 Comments:

  • At 9:16 f.h., Blogger Heiða said…

    Sóley systir er að útskrifast í dag ;) Svo það er útskriftarveisla hjá okkur í kvöld... Svo bara heim að horfa á videó held ég.. Sunnudagurinn fer bara í að pakka og svo eldsnemma á mánudaginn förum við uppá flugvöll :D

     
  • At 2:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með systir... :)Ógeðslega gaman hjá ykkur, og ef ég heyri ekkert í þér áður en þú ferð þá bara góða skemmtun og hafi þið það bara rosalega gott :)

     
  • At 11:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hmmmmm það er svolítið sem mig grunar.......
    en anyways vonandi ertu betri í auganum :)

     
  • At 10:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hummm... nú er það??? Hvað grunar þér Fjóla mín??? Langar voða mikið að vita :)

     
  • At 4:58 e.h., Blogger Heiða said…

    Takk fyrir það Íris :)
    Já ég er líka forvitin.. hvað grunar þig Fjóla? ... ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home