Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Sumar&Sól... I Love´it

Æj hvað lífið getur verið yndislegt þegar sólin skín og fuglarnir syngja :)
Var einmitt þannig dagur í dag. Vaknaði snemma í morgun, skellti mér í ræktina með Veixa, svona aðeins til að hressa mann við. Veigar skutlaði mér síðan heim og ég fékk mér að éta, skellti mér í sturtu og svo bara í sumarfötin og út... takk fyrir!!! Gerðist menningarleg og labbaði niðrá smábátahöfnina með góða bók og settist þar niður, las og naut sólarinnar. Klukkar þrjú ákvað ég að rölta heim því að sólin var komin útá svalir og þá var það bara bikiníð og olían :)
Útkoman eftir þennan dag er einfaldlega langþráður litur á líkamann :) Krossa bara fingur að það verði svona gott veður líka á morgun!!!

Veigar var að keppa í gær, bikarleikur... Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu 8-0 og Veixi snillingur skoraði þrjú mörk.

Ég og Veigar fórum eitt kvöldið niðrá strönd, bara svona til að fá okkur göngutúr og ferskt loft. Inní fjörðin siglir þetta stærðarinnar skemmtiferðaskip, með fullt af ferðamönnum uppá dekkinu dást að þessu fallega útsýni. Við byrjuðum að veifa og hoppa... vorum voða fyndin, svo segir Veiga mér að múna... ekki lengi að girða niður um mig buxurnar og sýna beran bossan... það komu nokkur flash frá skipinu ;) Veigar mátti ekki vera minni maður og varð auðvitað gera það líka.
Við hlógum lengi að þessi og fannst við geðveikt fyndin;)

Sumarkveðja,
Íris

4 Comments:

  • At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hei hef áhyggjur af múninu

     
  • At 6:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hei hef áhyggjur af múninu

     
  • At 7:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Why??? Viðra aðeins bossann ;)

     
  • At 4:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ha ha ha ha þið eruð ótrúleg...
    Þín var saknað í gær Íris en við bætum það upp þegar þú kemur í heimsókn (þó að það verði stutt heimsókn)
    miss´ya

     

Skrifa ummæli

<< Home