Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, maí 01, 2005

Sunnudagur til sælu ;)

Strax kominn sunnudagur og tengdó farin... Vorum að koma heim eftir að hafa verið að skutla henni uppá völl. Helgin var rosalega fín og mikið hlegið :) Ég fór ein að sækja Gunnu á föstudeginum og Harpa fékk reyndar far heim því hún ákvað að koma og heimsækja Stebba sinn. Þegar við komum heim tók Veigar á móti okkur og við fórum strax að taka uppúr töskunni hennar Gunnu, enda gat ég varla beðið eftir flatkökunum og hangikjötinu... og svo fengum við nokkur kíló af nammi, bæði Fjóla og mamma hugsuðu sko vel til mín og sendu mér alveg helling að góðu íslensku nammi, namminamm. Síðan var strax skellt sér í gönguskóna og farið að versla, það var reyndar ekki gott veður, alveg grenjandi rigning. Búið að vera rosa gott veður og þetta var fyrsti rigningardagurinn í 3 vikur. Þegar við vorum búnar að versla smá komum við heim og Gunna fór þá í að klippa okkur... Þetta var langþráð klipping og ég lét taka alveg nokkra cm af hárinu mínu og svo klippti hún einnig á mig topp :) Rosalega ánægð með klippinguna mína. Síðan settist Veigar í stólinn og hann klipptur, hann lítur einnig mjög vel út ;)
Síðan var farið í fínu fötin og skellt sér útað borða með Hörpu, Stebba, Glenn og Tune á kínverskan veitingarstað sem ég mæli ekki með, ég pantaði núðlur sem voru óætar og ég var svo pirruð að ég pantaði kjúklingasúpu sem var STERK, ég kvartaði yfir matnum og gellan hefur örugglega helt pipparstauknum ofaní súpuna. Það eina sem ég gat borðar var bananasplitið sem ég fékk í eftirrétt. En eftir matinn fórum við heim til Stebba og Hörpu að borða íslenskt nammi og hlusta á Gunnu sem náði svona hryllilega að mismæla sig að við lágum öll grenjandi úr hlátri, Stebbi kafnaði á kúlusúki af hlátri og við gátum bara ekki hætt að hlæja :)
Gunna var að tala við Glenn á ensku og er að lýsa því hvernig það var eftir að við fluttum út og hún þarf að sjá ein um hundinn. Gunna segir: " Now I have to take care of him alone, I have to wash him and blow the dog my self. Þarna sprungum við og úr hlátri og greyið Gunna no I ment blowdry him my self... hahaha þetta var svo fyndið :)
Síðan á laugardaginn þá var Veigar að keppa, eftir að við Gunna vorum búnar að skutla honum þá fórum við aðeins í mallið og Gunna kláraði að versla það sem hún átti eftir að kaupa. Síðan fórum við að horfa á Veigar og þeir unnu 2-1. Veigar skoraði reyndar ekki í þessum leik en átti samt alveg mjög fínan leik. Eftir leikinn fórum við uppá skrifstofu að borða með liðinu og síðan bara heim. Um kvöldið spiluðum við og höfðum það bara kósý.
Og núna er sunnudagur og veðrið búið að vera rosa gott og við skelltum okkur á ströndina í smá sólbað og badminton. Og svo núna er Gunna farin og við bíðum bara eftir næsta gesti :)
En þetta var stutt lýsing á helgarferðinni hennar Gunnu.
Vonandi áttuð þið jafngóða helgi ég við áttum :)
Bið að heilsa í bili.

3 Comments:

  • At 8:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hún er svo frábær :) ég sprakk nú bara úr hlátri við að lesa þetta. Hefði örugglega grenjað úr hlátri ef ég verið þarna :D

     
  • At 11:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæhæ, váv hvað þetta var fyndið ég vona nú að hún séi nú ekki að XXXXA greyið Zidane, hehehehe

     
  • At 10:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    HeHeHe, I hope not ;) Nei nei hún mismælti sig bara :)

     

Skrifa ummæli

<< Home