Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, apríl 04, 2005

Traktorskeppni og Íris "Grudge"

Jæja, ég er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi... þannig að ég ætla að henda inn nokkrum línum. Páskarnir búnir og páskaeggin :) Páskarnir voru rólegir hjá okkur. Allt lokað þannig að það var voða lítið hægt að gera. En það var bara fínt!
Veigar hefur verið að keppa með Stabæk núna uppá síðkastið og hann hefur verið að standa sig mjög vel... Þeir vinna bara leik eftir leik og núna á Sunnudaginn þá er fyrsti leikurinn í deildinni, þannig að maður vonar bara að þeir halda áfram að vinna! Á föstudaginn var Idol og maður horfði auðvitað á það... Á laugardaginn fór Veigar síðan til Svíþjóðar að keppa, hann var kominn seint um kvöldið þannig að það var ekkert gert það kvöld. Í gær löbbuðum við síðan niður í bæ í góða veðrinu. Það er búið að vera rosa gott veður, 15 stiga hiti og sól. Við löbbuðum og fengum okkur að borða, svona lunch. Fullt af fólki og brjáluð kaffihúsastemning. Veit ekki alveg hvort ég fékk sólsting í gær því ég átti alveg hræðilega nótt og greyið Veigar var hræddur við mig. Ég var eitthvað voða þreytt þannig að ég lagst fyrr uppí rúm. Svo þegar Veigar kemur uppí, kveikir hann á litla ljósinu og mér bregður svo að ég rauk upp með þvílíkum hljóðum og Veigar brá svo að lá við að hann öskraði. Hann líkti mér við hryllingsfígúruna í myndinni Grudge, en hann er nýbúinn að horfa á hana og ég held að hann sé ekki alveg að ná sér eftir hana... híhí. En þetta var ekki búið, ég var víst sparkandi og blótandi honum alla nóttina og snéri mér meira að segja við í rúminu. Mig rámar nú eitthvað í þetta, en þetta var samt ekki illa meint ;)
En svo núna í dag kemur Veigar heim rosa ánægður... Það var verið að taka hópmyndir af liðinu og svo var farið í traktorskeppni. Liðin voru: Ísland, Finnland, Svíþjóð og Noregur... Veigar keppti náttúrulega fyrir Íslandshönd. Þeir áttu að bakka traktori með kerru útá miðjan fótboltavöll, snúa þar við og baka inní mark. Og Veigar alveg brilleraði og vann auðvitað keppnina... Þetta kemur í Bærums dagblaðinu á morgun, mynd og svona af Veigar "traktorsdriver" að bakka tryllitækinu :)
En ég ætla hætta þessu og rölta útí búð, í kvöld verður fahitja, hvernig sem það er skrifað...
Heyrumst :)

2 Comments:

  • At 10:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæhæ, það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, skoðarðu ekki mitt reglulega annars ???

     
  • At 10:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jú auðvitað skoða ég TLC bloggið, enda skemmtileg síða :)

     

Skrifa ummæli

<< Home