Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Miðvikudagur

Dí, ég verð nú að segja ykkur hvað ég lenti í núna á mánudaginn. Ég ákvað að skella mér í innisundlaugina sem er við hliðinná leikvanginum þar sem Veigar æfir. En allavega þá er þetta voða fín laug og enda kostaði það 600 ísl. krónur að fara í hana og hélt þá að ég mundi pissa á gullklósettum og læti... Neinei það var sko aldeilis ekki. Þegar ég kom inn í klefann "sem ég hélt by the way væri konuklefi" þá var þetta sameiginlegur klefi fyrir bæði kynin. Ég þurfti að fara í svona pinku litinn klefa sem ég gat klætt mig úr og svo þurfti ég að fara með fötinn í skáp sem ég þurfti að borga auka 100 krónur. En ok núna kemur það versta... Þetta var rosalega stór klefi og ég var hálfpartinn vilt þarna inni. En svo sá ég skilti sem stóð á að hérna væri sundlauginn, sturta og klósett. Ég labbaði bara inn og það fyrsta sem ég sá var nakinn karlmaður... ég sneri strax við og beint út... það lá við að ég færi heim. Og ekki bætti við að það fullt af fólki þarna, og spurning hvað þau hafa haldið um mig, heheh... En ég ætlaði ekki í sturtu með karlmönnum. En þá sá ég annað skilti sem stóð á sundlaug og sturta fyrir konur :) Ég var bara aðeins of fljót á mér :) En ég fer í sund og svona og voða fínt þarna. Reyndar ekki góð aðstæða til að synda. Smá braut þar sem var sko skilti sem stoð á : Þeir sem vilja synda eiga að synda klukkuhringinn" og svo var önnur lítil braut sem stóð : Þeir sem vilja synda hratt, synda klukkuhringinn." Bara fyndið!
En það eru bara 3 dagar þangað til amma og Anna koma. Tíminn líður rosa hratt hérna.
Veigar var að kaupa sér nýjann síma. Þetta er alveg nýjasti Sony Ericson síminn, S700i. Alveg geðveikur, með myndavél og cameru og bara öllu. Kostaði líka alveg sitt!!! Hann var svo dýr að hann keypti tryggingu á símann, en hún gildir ekki ef hann týnir honum eða hann sé stolinn!! Þannig að það er eins gott að hann passi hann vel!!!
En jæja, ætla að hætta þessu blaðri og fara að gera eitthvað.
Heyrumst!

3 Comments:

  • At 8:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ hæ, eg se tig alveg i anda sundinu og labba inn a alsberan kall he he bara fyndid :)
    Fjola

     
  • At 6:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    það er bara fyndið að fara í sund í útlöndum maður lendir alltaf í einhverju skemmtilegu...hafðu það rosa fínt sæta;)
    Kv. Sigga

     
  • At 11:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hæ, ég hef lennt í svipuðu með þessar sundferðir erlendis sem að er bara skemmtilegt, en svona eru bara aðrir menningaheimar sem að maður þarf að venjast og prófa, það er bara gaman finnst þér það ekki? En ég er að fara til London á miðvikudaginn og hlakka ekkert smá til :)
    Kv Ellen Ragnars

     

Skrifa ummæli

<< Home