Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Noregur

Hæ Hæ...
Jæja þá er stúlkan komin heim til Noregs. Rosalega gott að vera komin heim til sín, í rúmið sitt og öll fötin mín og svo má ekki gleyma kallinum ;) En það var líka alveg rosalega fínt á Íslandi og vil ég þakka öllum þeim sem leyfðu mér að lúlla hjá sér... hehehe.
En núna er bara að koma sér í rútínuna hérna í Noregi. Er öll að koma til eftir veikindin. Hélt að ég myndi deyja fyrsta daginn minn hérna. Fékk í eyrun eftir flugið og Veigar á æfingu... og engin mamma:( Þegar Veigar kom heim sendi ég hann beint í apótekið og sagði honum að kaupa það sterkasta og svo æltaði ég að taka bara allan pakkan. Sársaukinn var ekkert smá mikill. En klukkutíma seinna var allt orðið fínt og við skelltum okkur út í búð. Um kvöldið var eldað Taco að hætti Írisar og karlinn þá sáttur að vera búin að fá mig heim :) Í gær skelltum við okkur í mallið og horfðum svo á Stabæk spila æfingaleik. Veigar er eitthvað slappur í lærinu þannig að hann var ekki með. Svo var Stabæk að skipta um íþróttsponsora.... komin í Puma og ég var að skoða bæklingana sem við getum pantað uppúr og ég er alveg sjúk... fullt af skóm og íþróttafötum sem mig langar í.
Íþróttastöðin sem ég er að æfa í er orðin ekkert smá flott... búin að setja ný tæki allstaðar og líka ný upphitunartæki með innbyggðu sjónvarpi... ég var ekkert smá sátt. Fannst þetta nefnlilega svo sniðugt að vera með sjónvarp í Sporthúsinu.
Ég var að reyna að setja inn myndir í gær en man ekki alveg hvernig maður á að gera það, þannig að það er smá bið í þær!!!
En verð að fara... Big Brother að byrja...bbbbææææ


1 Comments:

  • At 11:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gaman að allt hafi gengið vel við Zídan söknum ykkar ,

     

Skrifa ummæli

<< Home