Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Soldið spes

Jæja ég ætla að henda inn nokkrum línum áður en ég fer að elda fyrir karlinn :)
Héðan er annars allt gott að frétta. Veigar kominn bara í 100% vinnu núna. Hann semsagt mætir á æfingu klukkan 9 og svo þaðan fer hann á æfingu klukkan tvö í S.A.T.S þar sem ég hitti hann og tek æfingu með honum. Maður er komin heim eitthvað um fimm og þá er bara slappað af, kíkt kannski aðeins í búðir. Elko er mjög vinsælt hjá okkur núna og matvörubúðirnar.Væri samt ekkert á móti því að fá borgað fyrir að æfa... set það kannski í samningin hjá honum næst :) Íris fær xxx mikið borgað fyrir að æfa og plús æfingarföt :) Hihi væri sko alveg til í það. Veigar kom einmitt heim í gær með bol og tvær peysur og geðveikt flotta skó allt frá Puma... bara svona uppá funnið. Hann ætlar samt að fara með mér á fimmtudaginn í Puma heildsöluna til að athuga hvort ég sjái kannski eitthvað á mig :) Maður má semsagt fara alltaf á fimmtudögum milli 4 og 6 og versla!
En það styttist í að Veigar fari til La Manga... Hann fer 26 feb. og verður í 2 vikur :( Mér hlakkar ekkert voða til... ætla að kaupa mér 2000 stk. púsl af New York og drepa tímann við að púsla :) En ég tek líka alveg á móti gestum á þessum tíma. Þannig að ef einhverjum langar að koma eða á leið hingað þá bara láta mig vita :)
Ég og Veigar erum ekkert smá sátt með veðrið hérna... 1 gráða hérna en alveg logn og ENGINN snjór... erum að vona að þetta verði bara svona fram að sumrinu. Væri samt alveg ekta að þegar Veigar er á La Manga í sólinni þá kæmi snjór hingað... það byrjaði einmitt að snjóa þegar ég var búin að vera hérna í tvo daga og Veigar sagði við mig :" Þurftiru endilega að koma með snjóinn með þér?" Yes ég þurfti þess einmitt. En hann var fljótur að fara, sem betur fer og það lítur út fyrir að þið sem eru heima á klakanum hafi fengið hann aftir... Takk fyrir lánið. hehe
En ég ætla að hætta þessu og fara að elda kjúklinga nuggets með barbeque og frönskum :)
Heyrumst seinna :)

4 Comments:

  • At 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bara að tékka á þessu :)

     
  • At 6:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hæ Íris mín, ég sé að þú ert alveg sátt við það að vera komin til Noregs, og ekki er æfingastaðan þín orðin verri, ég held að ég fari nú bara í Laugar næst þar sem að það er bæði nálagt skólanum og vinnunni minni. En endilega farðu nú að setja inn myndir svo að ég geti séð þegar að six pakkinn kemur á þig, minn er nefninlega alveg að koma ;)

     
  • At 7:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nuggets og franskar...hvada ...hvar er allt heilsufæðið

    Vignir

     
  • At 11:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Híhí... ég veit :) Þetta eru ekki djúpsteiktar franskar, bara hitaðar í ofni!

     

Skrifa ummæli

<< Home