Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, mars 11, 2005

Idol!!!

Föstudagur í dag = Idol kvöld :) Alveg ótrúlegt hvað þetta Idol er að gera góða hluti. Heima þá myndast alveg þvílík Idol kvöld alls staðar þar sem að fullt af fólki hittast og horfa á Idolið með einn kaltan við hliðina á sér!!! Þetta er það eina sem ég sakna heima á klakanum og svo líka fjölskyldan ;) En seinasta Idol kvöldið í kvöld á Íslandi þannig að ég get alveg trúað að það sé þvílík stemmning heima. Hérna er þetta bara rétt að byrja. 10 flottir krakkar eftir og meðal þeirra er hann Kristian sem syngur svona glimmrandi vel og alveg með útlitið líka, enda kaus ég hann líka í kvöld ;) Það er samt ekkert smá fyndið hvað einn kynnirinn sem er by the way kona tekur inná sig þegar einhver er rekinn út. Í kvöld datt út stelpa og það voru bara allir grátandi þarna, með eka og læti og þar á meðal kynnirinn, hún átti bara erfitt með að kveðja. En það var ekkert Idol partý hérna, enda ekkert partý bara ein :( Ég þarf að reyna að fá hann Veigar til að redda mér einhverju Idolpartýi næsta föstudag, þetta gengur bara ekki lengur!
En Veigar kemur semsagt á morgun og mér er nú farið að hlakka til að fá hann, ekki að það sé ekki gott að vera ein stundum, ég er bara svo ands... myrkfælin!!! Ég er búin að snúa sólahringnum alveg við... fer að sofa klukkan 4 og vakna klukkan 14:00... já ég veit, get bara ekki sofið á nóttinni. Ég fer inní svefnherbergið, læsi á eftir mér og er með símann á mér og kveikt á sjónvarpinu alla nóttina. Þetta er alveg óþolandi. Og til að bæta gráu ofan á svart þá var verið að byrja að sýna úr Ring 2 og ég fæ hroll bara þega ég hugsa um þetta... bbuurrrr. Ég hef aldrei verið eins hrædd og þegar ég sá Ring 1. Afhverju er ég að gera mér þetta... ég veit að ég á ekki að horfa á svona myndir, fer alltaf að ímynda mér að þetta gerist fyrir mig... aaarrrggg. Ætli ég eigi ekki eftir að horfa á númmer 2 ef ég þekki mig rétt.
En jæja... ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna... við heyrumst seinna og eigið þið bara góða Idolhelgi :)

1 Comments:

  • At 3:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ vildi bara kasta kveðju :)
    Vá hvað ég kannast við myrkfælnina. Ef Ómar fer e-ð yfir nótt þá er ég líka með kveikt á sjónvarpinu og loka herberginu og ég veit ekki hvað og hvað :D ha ha
    Gaman að skoða allar myndirnar :)

     

Skrifa ummæli

<< Home