Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, mars 06, 2005

Vvvváááá hvað ég var búin að gleyma hvað Pretty Woman er æðisleg mynd :) Það var verið að sýna hana í sjónvarpinu í gær og við gellurnar vildum nú ekki missa af henni... En þetta er uppáhalds svona ástarmyndin mín og Julia Roberts leikur ekkert smá vel í henni!!! Maður var bara með brosið á vörunum á fílaði sig alveg inní myndina!
En amma og Anna fóru í dag :( Það var búið að vera ekkert smá gaman hjá okkur og ég hefði alveg viljað hafa þær þangað til að Veigar kemur!!! En svona til að flýta tímann þá keypti ég mér púzzl... það er 2000 stk. og er af New York. Þetta er alveg uppáhaldið mitt ég er strax byrjuð á því og ég get svo svarið það að það tók mig 2 tíma bara að reyna að finna beinu puzzlin... shit hvað ég á eftir að vera lengi að þessu, en ég er í smá pásu núna.
Amma kom með bókina Kleifarvatnið hingað út og þegar hún kláraði hana þá spurði hún hvort ég vildi ekki hafa hana og lesa á meðan ég væri ein... jújú sagði ég og byrjaði á henni... þetta er engin pocket bók, hún er 349 blasíður... en hvað haldið þið að ég hafi náð að gera!!! Ég kláraði bókina á tveim dögum... Dí hvað ég var eitthvað súper fljót að lesa hana. Hún var reyndar mjög góð og ég átti erfitt með að leggja hana frá mér. Þannig að ég er með enga bók til að lesa núna... bara púzzl ;)
Well... ég ætla að fara að púzzla!!! Hafið þið það bara gott og bara gleðilega vinnu- eða skólaviku ;)

1 Comments:

  • At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    skemmtu þér við að pússla :) kv.Fjóla

     

Skrifa ummæli

<< Home