Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, mars 01, 2005

1. Mars

Vá hvað það var kalt hérna í dag... fór í -9 gráður og ég hélt að tærnar á mér ætluðu að detta af mér þegar við skelltum okkur í Holmenkollen... en það er skíðastökkpallur norðmanna. En amma og Anna eru komnar og við höfum verið að gera hitt og þetta... Reynum að vera menningarlegar inná milli verslunarleiðangana :)
En kvöldið áður en þær komu til mín þá fékk Veigar kast og sagði við mig : "núna klippiru á mér hárið." Hann semsagt gafst endanlega uppá síða hárinu og ég alveg skalf á meðan ég var að klippa á honum hárið og var eitthvað voða lengi að hans mati, hann gerði ekki alveg grein fyrir að ég er EKKI lærð hárgreiðslukona og hef aldrei klippt hár áður, hann reif af mér skærin og klippti sig sjálfur... ég sagði bara ok og fór inní stofu, settist fyrir framan sjónvarpið... eftir smá stund kemur hann til baka voða fínn klipptur, hehe. Ég þurfti aðeins að laga smá! Þannig að Veigar er orðinn stuttklipptur og strákarnir í liðinu trúðu ekki að hann hafi gert þetta sjálfur, fannst þetta bara vera flott klipping, en þetta er greinilega í genunum enda tengdó hárgreiðslumeistari. En ég er engan vegin með þetta í mér og það sást líka þegar ég litaði á mér hárið í gær :) Ég keypti svona lit í búðinni, hélt að þetta væri voða létt... þegar ég var búin að setja litinn í hárið mitt þá var bakið á mér svart og hurðin á klósettinu lík og meira að segja klósettið og veggirnir... allt andlitið mitt var meira og minna svart:) Þetta ver frekar fyndið og ég tók fullt af myndum sem ég skelli inn þegar ég kann á þessa blessaða myndasíðu;) En hárið á mér er voða fínt, var mjög ánægð með litinn :)
En í dag eftir að við vorum búin að vera í Holmenkollen fórum við á Karl Johans götu að versla, enduðum svo á Fridays og fengum okkur mjög góðan mat. Það var svoldið mikill afgangur eftir af samlokunum þannig að við ætluðum að vera voða góðar og gefa heimilislausum þær, enda alveg ósnertar, en við fundum engann. Örugglega allir farnir inn í einhverja hlýju enda ekkert smá kalt úti og snjór :(
En ég ætla að hætta þessu og fara að sinna gestunum... heyrumst seinna ;)

2 Comments:

  • At 11:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég er stoltur af þér veigar, maður á aldrei að leyfa konunni að klippa sig, það endar bara með ósköpum hehehe. Ég var að sjá þessa síðu í fyrsta sinn núna og það er bara gaman að sjá aðeins hvað er að gerast hjá ykkur, maður kikir kanski bara í heimsókn í sumar.

    kv maggi viðar

    p.s. hakka til að sjá hárið, vegginn, hurðina og allt það gudda

     
  • At 5:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Eins og við segjum alltaf þá eru allir velkomnir í heimsókn ;)

     

Skrifa ummæli

<< Home