Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

þriðjudagur, mars 08, 2005

...

Í gær var ekkert smá gott veður. Ég kem út um morguninn, eða svona um tvö leytið :) og er á leiðinni í ræktina... í úlpu og með hanska og trefil því það er búið að vera svo kalt hérna uppá síðkastið, en í gær var bara 10 stiga hiti og sól... það hefði verið nóg fyrir mig að vera bara í peysu! En ég var bara sátt með það, settist uppí bíl og setti græjurnar í botn og fílaði mig bara einsog það vær sumar... vvváááá hvað mig hlakkar til þegar sumarið kemur. Er alltaf í búðunum að skoða flottu sumarfötin, og svo segji ég: vá hvað þetta er flott fyrir sumarið... ég verð að kaupa þetta :)
Í dag er reyndar ekki sól... en ég skellt mér í ræktina áðan, svona aðeins til að komast út og nota röddina... þegar maður er svona ein heima þá talar maður ekkert og svo fatta maður það og byrjar eitthvað syngja svona aðeins til að hressa röddina við, þá soundar maður einsog nývaknaður. Amma hringdi einmitt í mig í hádeginu og hún spurði hvort hún hafði verið að vekja mig, en þá sat ég bara og var að púzzla en ekkert búin að tala :)
Talandi um púzzl þá er púzzlið mitt frekar erfitt... ég sit stundum og horfi bara á það og veit ekkert, en ég er samt búin með svolítið af því.
En hvað er annars að frétta af ykkur???
Ætla að fara og elda handa mér pasta ;0)
Adios Amigos

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home