Páska hvað...
Hallllóóó og Gleðilega Páska :o)
Héðan er allt gott að frétta, einsog alltaf...
Á mánudaginn fórum við útað borða, til að fagna 25 ára afmælinu hans Veigars. Við borðuðum alveg yfir okkur af góðum mat á Fridays. Síðan var farið heim þar sem við fengum okkur köku í eftirrétt og bjór og horfðum á Matrix. Þetta var alveg stórfínn dagur.
Svo í gær gerðum við Veigar alveg snilldar kaup. Keyptum 3 PC-leiki fyrir aðeins 3000.- kr. Ég fékk að velja mér einn og Veigar tvo. Ég valdi mér leikinn C.S.I Las Vegas. Alveg snilldar þættir einsog leikurinn. Ég er að fást við mjög erfitt mál núna, það var verið að reyna að drepa einhvern gaur... þetta er svona byrjenda case, sem er samt mjög erfitt.
Ég ætla að reyna að klára það áður en Veigar kemur heim, en hann fór til Svíþjóðar í dag og kemur aftur á föstudaginn.
En ég er loksins búin með New York púslið mitt, nú vantar mig bara ramma til að geta hengt það uppá vegg... vei.
Dagarnir eru farnir að lengjast hérna, það er ekki orðið dimmt fyrr en um hálf átta. Það þýðir semsagt að sumarið er alveg að koma og ég var að skoða spána fyrir morgundaginn og það er spáð 10 stiga hita hérna. Ég er þá að spá í að nota góða veðrið og rölta niðrí bæ. Það var verið að opna rosa flottar verslanir hérna rétt hjá mér. Kannski ég versli mér nokkrar flíkur ;)
Um páskana verður síðan voða lítið gert... við eru allavega með tvö páskaegg númer 4 og þar sem Veigar borðar ekki páskaegg þá fæ ég tvö :) Veit samt ekki hvort það sé gott eða slæmt...
Ég ætla að hætta núna... kannski ég ætti að fara að gera smá páskahreingerningu hérna...
En hafið þið það bara gott um páskana og muna að borða vel, alveg extra vel fyrir okkur Veigar, þar sem við fáum engan almennilegan páskamat :(
Páskakveðja Íris
Héðan er allt gott að frétta, einsog alltaf...
Á mánudaginn fórum við útað borða, til að fagna 25 ára afmælinu hans Veigars. Við borðuðum alveg yfir okkur af góðum mat á Fridays. Síðan var farið heim þar sem við fengum okkur köku í eftirrétt og bjór og horfðum á Matrix. Þetta var alveg stórfínn dagur.
Svo í gær gerðum við Veigar alveg snilldar kaup. Keyptum 3 PC-leiki fyrir aðeins 3000.- kr. Ég fékk að velja mér einn og Veigar tvo. Ég valdi mér leikinn C.S.I Las Vegas. Alveg snilldar þættir einsog leikurinn. Ég er að fást við mjög erfitt mál núna, það var verið að reyna að drepa einhvern gaur... þetta er svona byrjenda case, sem er samt mjög erfitt.
Ég ætla að reyna að klára það áður en Veigar kemur heim, en hann fór til Svíþjóðar í dag og kemur aftur á föstudaginn.
En ég er loksins búin með New York púslið mitt, nú vantar mig bara ramma til að geta hengt það uppá vegg... vei.
Dagarnir eru farnir að lengjast hérna, það er ekki orðið dimmt fyrr en um hálf átta. Það þýðir semsagt að sumarið er alveg að koma og ég var að skoða spána fyrir morgundaginn og það er spáð 10 stiga hita hérna. Ég er þá að spá í að nota góða veðrið og rölta niðrí bæ. Það var verið að opna rosa flottar verslanir hérna rétt hjá mér. Kannski ég versli mér nokkrar flíkur ;)
Um páskana verður síðan voða lítið gert... við eru allavega með tvö páskaegg númer 4 og þar sem Veigar borðar ekki páskaegg þá fæ ég tvö :) Veit samt ekki hvort það sé gott eða slæmt...
Ég ætla að hætta núna... kannski ég ætti að fara að gera smá páskahreingerningu hérna...
En hafið þið það bara gott um páskana og muna að borða vel, alveg extra vel fyrir okkur Veigar, þar sem við fáum engan almennilegan páskamat :(
Páskakveðja Íris
2 Comments:
At 7:18 e.h., Nafnlaus said…
Hæ hæ :)
Gleðilega páska!
Hvenær á svo að koma til Íslands svo við getum farið á djammið? ;) he he
Kveðja
Heiða
At 12:26 f.h., Nafnlaus said…
Gleðilega Paska :)
Skrifa ummæli
<< Home