Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Gleðilegt Sumar !!!

Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudaginn... allir í skrúðgöngu og svo farið heim að grilla í góða veðrinu... allir saman með bjór og svona!!! Var þetta ekki annars svona hjá ykkur á sumardaginn fyrsta??? Hérna var engin sumardagur og ég fékk enga sumargjöf :( Ég man þegar maður var yngri þá fékk maður alltaf brennó, sippó eða tvistó í sumargjöf og svo þegar manni vantaði sundbol þá fékk maður hann alltaf í sumargjöf... good times :) Ég spurði Veigar hvort hann ætlaði ekki að gefa mér sumargjöf... "Hvað er það" hehe kannaðist ekkert við að fá sumargjöf... hann fékk aldrei brennó!!!
Uppá síðkastið þá hef ég tekið uppá því að langa í íslenskan mat... ég er að spá í koma heim í helgarferð til að borða :) KFC, Kjötbollur í brúnni sósu, fiskur með kartöflum og smjöri, flatkökur með hangikjöti... ég fé alveg vatn í munninn og tár í augun... nei kannski ekki alveg :)
Veigar fær frí 18 júlí til 26 og við erum að spá í að koma heim þá... taka eitt grillpartý einsog seinast... það var alveg snilld, geðveikt veður og geðveikt gaman í bænum :)
Við fórum í bíó í gær á Tolken (túlkurinn) með Nicole Kidman... hún var sæmó, svoldið mikið talað í henni. Við vorum að spá í að fara á Ring 2 eða Boogyman en vorum ekki alveg með nógu stórt hjarta til að sjá svona myndir í bíó... Veigar er ennþá slæmur eftir að hann horfði á Gudge og geri ég alveg í því að draga hárið fyrir augun og geri svona Grudge hljóð :)
Ég fór áðan með bílinn í svona þvottarstöð sem maður keyrir í gegnum, því við erum að fara að skila bílnum á morgun og vonandi fáum við nýja bílinn... En sambandi með svona þvottarstöð þá er ég soldið hrædd þegar ég fer inní hana... það eru svo mikil læti og svo finnst mér einsog ég eigi eftir að klemmast þarna á milli... Veit ekki alveg hvað er málið með mig!
Einsog þið sjáið þá var ég að setja inn mynd þarna á upphafsíðuna... notabene Heiða vinkona gerði það (takk aftur) var ekki alveg að ganga hjá mér þannig að hún reddaði þessu fyrir mig þessi elska :)
Veðrið er búið að vera æði, sól hvern einasta dag og hitinn farið alveg uppí 22 gráður, í dag er 15 stiga hiti og sól... ekki slæmt.
Á föstudaginn löbbuðum við niðrá Aker Brygge með Stebba, settumst niður og fengum okkur bjór í góða veðrinu, förum síðan heim og elduðum þessa fínu steik með öllu tilheyrandi og rauðvíni. Grilllyktin úti var alveg yfirgnæfandi þannig að á mánudaginn þá ætlum við sko að kaupa grill... maður verður að eiga grill fyrir sumarið!!!
Veigar er að keppa núna, leikurinn byrjaði fyrir 20 mínútum og maður vonar að hann haldi áfram að skora, það er allavega númer 1,2 og 3 að vinna, að skora er bara auka bónus :)
En ég ætla að fara að fylgjast með leiknum... ég ætla að skrifa aftur á morgun og láta ykkur vita hvernig leikurinn endaði.
Heyrumst :)

6 Comments:

  • At 5:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hlakka til að fá ykkur heim :)

     
  • At 9:01 f.h., Blogger Heiða said…

    Hlakka líka til :)

     
  • At 9:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ díses það átti ekki að koma mynd af mér :D ha ha

     
  • At 10:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Djók hún kom ekkert :/ (auli ég)

     
  • At 8:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hehe... hún kemur bara þegar maður klikkar á nafnið Heiða eða þegar maður er að gera nýtt comment, en það er bara cool ;)

     
  • At 1:56 e.h., Blogger Heiða said…

    Já auðvita ;) hehe

     

Skrifa ummæli

<< Home