Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Nýr bíll :)

Veigar var að skoða nýja bílinn okkar í gær og hann er víst rosa flottur... Þetta er nýjasti W. Golf, alveg svartur með þvílíkum álfelgum og ljósbrúnum leðursætum og hátalarakerfi dauðans og við fáum hann í kringum 20. apríl og okkur hlakkar mjög mikið til :)
Við vorum alveg rosa dugleg og þrifum bílinn okkar alveg að utan og innan, héldum að við fengum nýja bílinn strax, en það er víst smá bið þannig að við þurfum að víst að þrífa hann aftur.
Ekki alveg það skemmtilegast sem maður gerir!!!
En útí annað, Vignir pantaði flugmiða til okkar í gær...Hann kemur til okkar 2. maí - 9. maí... Það verður stuð að fá hann, vonandi að hann fái gott veður, þá getum við farið að skella okkur í strandarblak og svona.
Ohhh Veigar "prakkari" Hann hringdi í mig í morgun og sagðist ætla að ná í mig klukkan tvö áður en hann færi í ræktina. Hann var með strákunum að borða niðrí Stabæk... Svo er ég hérna að skrifa og klukkan er bara eitt þegar það er bankað og tekið í húninn og svo hringt á bjöllunni... ég alveg fæ í magan, læðist um húsið að leita af kolli til að geta kíkt í njósnagatið á hurðinni... ég sé engan og þá hringir síminn og þá er það Veigar sem er í símanum, ég spyr hvar hann er og hann segist vera í Stabæk... ég segi voða hrædd: "Veigar það var verið að banka og svo var tekið í hurðina" Þá segir Veigar: já er það og var einhver þarna??? Nei ég sá engan... Það getur verið útaf því að þetta er ég!!! Ég opnaði þá stóð hann þarna og fannst þetta voða fyndið... Hann var að tékka hvort ég opnaði bara hurðina þegar einhver bankaði... og það geri ég auðvitað ekki...Alveg til nóg af glæpamönnum hérna og svo á klikkaður gaur heima fyrir neðan okkur og hann er alltaf að dúndra kústi úppí loft heima hjá sér og hann ætlaði einu sinni að ráðast hingað inn því hann hélt að við værum með partý en það var íbúðin við hliðina á okkur... En ég er með allan varan á og ég opna aldrei fyrir ókunnugum, alveg einsog Veigar segir mér að gera... hehehe
En ég er hætt í dag... þangað til næst... bæbæ

2 Comments:

  • At 7:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    he he mér finnst þetta frekar fyndið hjá Veigari, ég sé þig alveg í anda að drepast úr hræðslu :) En skil þig mjög vel að þora ekki að opna fyrir neinum :) miss´ya

     
  • At 8:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með nýja bílinn ;)
    Gott hjá þér að opna ekki fyrir neinum :) hehe

     

Skrifa ummæli

<< Home