Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, apríl 11, 2005

Fótboltatímabilið hafið !!!

Jæja gott fólk... þessi fínasta helgi búin og ný vinnu/skólavika hafin. Helgin hérna hjá okkur var bara mjög fín. Byrjuðum á fimmtudegi með að fara út að borða með Stebba á Fridays. Svo nátturulega á föstudeginum var Idol.
Veit samt ekki alveg hvaða álög ég fékk á mig á föstudagsnóttina því ég var ekkert voða heppin á laugardeginum. Ég ákvað að æfa nær Veigari því við ætluðum að fara að skoða bílinn aftur... ég byrjaði að skutla Veigari á æfingu og ætlaði að vera svo góð og taka bensín, ég fylli bílinn og ætlaði að fara að borga þegar ég sé að ég er ekki með kortið = engan pening :) Sem betur fer var ungur strákur að vinna og spurði voða fallega hvort ég mætti skjótast og ná pening... ekkert mál og ég brunaði til Veigars að ná í kortið, þurfti að bíða í korter og ætlaði að muna að sprurja hann hvað pinn-númerið væri á kortinu hans, en ég gleymdi því auðvitað þannig að ég þurfti að skjótast aftur til Veigars og spurja hvað númerið væri, þegar ég er búin að fá númerið og er að hlaupa í bílinn, fer ég beint í drullupoll... já ég var orðin frekar pirruð. Fer og borga og næ klukkutíma æfingu. Sem betur fer gerðist nú ekkert meira fyrir mig þennan dag ;)
Í gær var svo fyrsti leikurinn í deildinni, heimaleikur á móti Bryne, mjög góðir og rosa sterkir í loftinu, en Stabæk var betri þótt að leikurinn endaði 2-2. Bryne fékk vítaspyrnu, sem var umdeild en þannig er bara boltinn. Veigar stóð sig mjög vel, spilaði alla leikinn og skoraði flott mark og komst svo einn á móti markmanni og þar sem markaðurinn var heppinn því Veigar skaut beint á hann :) En það er skárra að fá eitt stig heldur en ekki neitt... sammála???
En Veigar var valinn maður leiksins ( af einhverjum blaðamönnum).
Í dag er mjög gott veður, ég sá að það er 2 stiga hiti heima... bbuurrrrr... hérna er 15 stiga hiti og sól og ég ætla að rölta á æfingu, fá smá frískt loft í lungun :)
En ég hef þetta ekki lengra í dag, setti nokkrar gamlar myndir en samt nýjar inn... það er undir Nýjar/Gamlar myndir...
Hafið það gott í dag...
Over&Out

4 Comments:

  • At 10:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hahahahahaha Þú ert svo mikill hrakfallabálkur Íris :D Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.

     
  • At 7:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ kelling !! er eitthvað búið að ráðast með sumarið ???? heyri í þér...

     
  • At 10:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þú ert bara snillingur.

     
  • At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Guðrún mín hvernig verður þú á mínum aldri? slæm er ég. Veigar minn flott hjá þér ,einhver verður að vera með viti þarna ,ekki illa meint Guðrún mín
    Tengdó

     

Skrifa ummæli

<< Home