Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

mánudagur, maí 09, 2005

Smá féttir...

Aðra stundina er maður í þvílíku bloggstuði og svo hina þá nennir maður þessu ekki!!!
Annars er ekkert voða mikið að frétta héðan...

Ég og Veigar erum alveg í skýjunum með nýja bílinn okkar, Veigar meira að segja fór á laugardaginn og þreif hann... ástæðan var reyndar sú að einhver fugl ákvað að skíta á hreina bílinn okkar. Nokkrar stórar klessur á húdinu. Síðan um kvöldið ætluðum við í smá rúnt þegar við sáum að það var aftur búið að skíta á bílinn !!! Eru fuglar með radar yfir hreina bíla??? Sem betur fer ringdi daginn eftir þannig að hann er aftur orðinn hreinn.

Vignir kom sá og sigraði og varð norðurlandameistari í júdó sínum flokki... Bara til hamingju með það :)

Veigar var að keppa á móti gamla liðinu sínu í gær, Stromgodset... Þeir unnu 3-1. Veigar lagði upp tvö fyrstu mörkinn og stóð sig mjög vel.

Í gær átti bara að vera "24" kvöld... En einhverjir strákar úr liðinu fengu Veigar með sér á smá pöbbarölt... ég var bara heima og tók smá forskot á 24... Geðveikir þættir, dreymi á nóttinni að ég sé að upplifa 24 bara í beinni... Bjarga heiminum og svona :)

Fórum um daginn útí sjoppu... Sáum karl svona hrillilega útúr heiminum... hann var að rífast á fullu við holræsi... "Stattu upp auminginn þinn" heyrðist í honum... ég og Veigar gátum ekki annað en fylgst aðeins með honum.

Annars var bara lítið gert um helgina... laugardagurinn fór allur í labbitúr og sólbað á svölunum.
Næsta verk mitt verður að gera litlu svalirnar okkar rosa sætar... Núna eru þær fullar af flöskum sem ég þarf reyndar að fara með í endurvinsluna. Svo ætlum við að kaupa grill og stóla, og ég var meira að segja að spá í að kaupa blóm til að setja útá svalirnar. Þannig að það verður voða fínt hjá okkur í sumar.

Harpa vinkona átti afmæli á laugardaginn og var 25 ára og vil ég óska henni til hamingju með daginn :)

Ég var að hlusta á eurovision lagið okkar um daginn og mér fannst það bara helv... gott. Mig hlakkar ekkert smá til að sjá hvort hún Selma nái ekki að koma sér í keppnina sjálfa. Lagið sem norðmenn eru með er líka gott. Þeir eru einnig að keppast um að komast í keppnina sjálfa.
Ætli maður reyni ekki að vera með smá eurovision partý hérna. Bjóða Stebba :) Alveg brjálað partý ;)

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag... heyrumst seinna, krúsídúllurnar mínar ;)

1 Comments:

  • At 11:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ snúlla!
    Takk fyrir afmæliskveðjuna. :) Hlakka svo til að sjá þig í sumar, hafðu það gott á svölunum þangað til að sóla þig. :)

     

Skrifa ummæli

<< Home