Guðrún Íris

Hæ hæ... Ég heiti Guðrún Íris Pálsdóttir og er fædd 11.ágúst 1980. Ég kem frá Garðabæ en hef búið í Oslo seinustu 3 árin og mun ég líklega búa hérna næstu 3 árin líka :) Ég bý með kærastanum mínum honum Veigari og litla stráknum okkar honum Viktori Páli.

föstudagur, maí 20, 2005

Frekar Fúllt !!!

Ég er frekar svekt eftir úrstlit gærkvöldsins... Ég hélt að hún Selma kæmist pottþétt áfram, fannst hún standa sig vel og lagið bara mjög flott. Skil ekki hvernig Macedonia komst áfram, þrjár GoGo stelpur að dansa og strákur sem söng falskt. En svona er þetta, það er bara spurning hvenær við komust inní þessa keppni aftur??? Erum eyja einhverstaðar þar sem margir evrópubúar vita ekki einu sinni um og stuðningur norðurlandana dugði okkur ekki í þetta sinn. Ætli ekki öll atkvæðin hafi farið til þessa Norsku töffara...

Wig Wam með lagið "In My Dreams" Er alveg dúndur gott lag, öðruvísi en virkar greinilega. Kannski við Íslendingar ættum að prófa eitthvað nýtt næst... senda Quarashi eða Botnleðju !!!
En þrátt fyrir að Ísland komst ekki áfram þá verður sko samt haldið Júrópartý og grillað (í rigningunni) og núna heldur maður bara með Noregi, my second home!!!
Hvað með heima??? Er Júróstemmningin alveg farin úr fólki???

Í gær var Veigar að keppa í bikarnum... heimaleikur í sól og blíðu. Leikurinn endaði 6-2 fyrir Stabæk... jíbbícaijjeij. Eru komnir áfram í 3. umferðina. Veigar átti alveg stórgóðan leik, skoraði eitt en lagði upp nokkur.

Var að skoða spánna hérna og hún á ekki að vera neitt spes á næstunni, hún er alltaf eitthvað að breytast, seinast átti að vera 21 stiga hiti og sól á mánudaginn en núna er spáð bara rigningu alveg fram til næsta þriðjudags en það á samt að hitna eitthvað á næstunni.

Já og svo má ég ekki gleyma að hún systir mín hún Anna Margrét á afmæli í dag :)
Veiiii... Til hamingju með daginn... sweet sixteen baby ;)

En við hérna í Noregi kveðjum að sinni og hafi ÞIÐ það bara rosalega gott um helgina...
Júrókveðja,
Íris

2 Comments:

  • At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Júró hvað er það á morgun??''Vá rigning hjá ykkur ,sá veðurspá,Sól og við frostmark hér

     
  • At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…


    Til hamingju með systu :)
    ÁFRAM NOREGUR !!!! :)

     

Skrifa ummæli

<< Home